Hér á eftir kunna ða koma fyrir minni háttar spoiler-ar.

Season 1 var ágætt en nokkuð stirt. Menn voru að læra á þetta. Ég kunni aldrei almennilega við Sinclair.

Season 2. Nú fara hlutirnar að batna. Sagan komin á bullandi skrið og nýr kapteinn kominn. Sjálfur John “Starkiller” Sheridan.

Season 3. “Explosive” Sagan tekur á rás og maður veit aldrei hvað gerist næst. Að mínu mati besta season B5.

Season 4. Sheridan snýr aftur og lýsir því yfir að orðrómur um lát hans sé ef til vill ekki svo ýktur. Skuggarnir fá á baukinn í stríði sem nær þvert yfir vetrarbrautinni og því er ekki fyrr lokið en borgarastríð er skollið á. Þetta er season þar sem maður vill ekki missa af einum einasta þætti. Nánast jafngott og season 3.

Season 5. Nú róast yfir hlutunum, eða hvað. John Sheridan er orðin forseti hins nýstofnað IA en hættur eru bak við hvert horn og telepath-a stríð virðist yfirvofandi. Af nógu er að taka.
Ekki sami krafur í þessu season-i og 3 og 4 en samt fyllilega jafnoki season 2 og nokkuð betra en 1.

- ibwolf