Þessi könnun um mestu óþokka vetrarbrautarinnar er nú soldið skrítin, Borg eru eiginlega þeir einu af þeim sem eru nefndir sem eiga skilið að vera á listanum.

Minn listi hefði verið svona:

1.Borg
2.Dominion (Changelings þ.e.a.s.)
3.Romulans

og svo hefði e.t.v. mátt bæta inn Cardassians þarna einhvers staðar, og Klingonum ef maður er í stuði. Þetta er ef maður telur ekki með tegundir sem hafa bara komið fram í einum þætti einhvers staðar.

Kazon? Mestu óþokkar vetrarbrautarinnar??? JemHadar? Eintómir þrælar og eiginlega bara ræktaðir hermenn, ekki óþokkar þó þeir séu notaðir af óþokkum. Og Hirogen? Svosem ekkert góðir gaurar, og ansi brutal, en það væri eins og að segja að Al Capone væri versti maður sem uppi hefði verið.

Þessi könnun er greinilega skrifuð af einhverjum sem hefur bara séð einhverja Voyager dellu.

p.s. Della er hér notað í sama skilningi og kúamykja<br><br>Betur sjá augu en eyru
Betur sjá augu en eyru