Þáttaröðin Jeremiah gerist 15 árum eftir Mikla Dauða “Greate Death”. Plágan gekk um jörðina og drap 100% þeirra sem fengu hana og skildi hún aðeins þá eftir sem ekki höfðu náð kynþroska. Jeremiah (Luke Perry) var 13 ára þeggar þetta átti sér stað og hefur hann upp frá því ráfað um rétt eins og svo margir aðrir. Jeremiah er einfari sem leitar að stað sem faðir hans talaði um áður en hann lést “Valhalla Sector”.
Þættirnir eru byggðir á myndasögum (sem hlotið hafa verðlaun) eftir Hermann Huppen. Sjónvarpsþættirnir eru að mestu skrifaðir af J. Michael Straczynski's (höfundur Babylon 5) og hefur hann sagt að serían muni hafa heildarplott sem gangi í gegnum allar 5 seríurnar. Framleiðsla seríu 2 er í gangi í dag og er búið að sýna mestan hluta hennar úti. Serían hefur fleirri leikara sem menn kannast við og má til dæmis nefna Sean Astin úr Lord of the Rings. Allavega, þá mæli ég eindregið með að menn kíki á fyrstu 2, 3 þættina til þess að menn geti dæmt um þetta sjálfir ;).