Hvernig er það, ég var að skoða dagskrána yfir næstu viku og ég finn hvergi Star Trek. Vitið þið hvort þeir eru að hætta í miðri seríu eða er bara verið að flytja þá, og ef svo er hvert?
Ég sem var að byrja að fíla þetta, veit ekki afhverju það tók mig svona langan tíma að læra að horfa á þetta, og þá eru þeir bara horfnir af skjánum.

Ein spurning samt. Eins og ég segi þá er ég bara nýbyrjuð að horfa á Star Trek. Ég er ekki alveg að fatta fortíð Seven of Nine, getið þið sagt mér allt sem er að vita um hana? Ég sendi fyrirspurn þarna á Neelix eins og einhver benti á hér á korkinum en fékk bara það svar að skoða “Freequently asked questions” en það var ekkert um Seven þar.

Ef þið getið frætt mig um eitthvað af þessu yrði ég mjög glöð.
Takk fyrir
Nýi Trekkarinn
Tzipporah
<BR