Sælir kæru Trekkarar.
Ég veit að nú er ég ekki vinsæll, en persónulega finnst mér að það sé búið að drepa Star Trek.
Ok, til að byrja á byrjuninni þá rokkaði TOS og TNG, það er ekkert jafn gaman og að horfa á þetta.
Svo kom DS9, þvílík snilld! Þangað til eftir svona, 3-4 season, þá varð þetta orðinn viðbjóður, lélegar tæknibrellur (dæmi þegar transporter er notaður er það aldrei sýnt, þeir snúa alltaf frá honum og maður heyrir bara hljóðið!)
Come on, Vic???? Hver annar en ég slökkti á sjónvarpinu þegar þátturinn snéri um það fífl. Eitthvað holographic moron frá 1970.
Ég biðst af sökunar ef ég móðga einhvern sem hafði gaman af þessu.
En um hvað snerist þetta orðið, ástarsambönd Worf's, þetta illa hannaða skip “Defiant”, pah-verur, sýndarverueika-drama, ástarsambönd Sisco's, þráhyggju læknisins.
Þetta gat alveg eins verið kallað “The 24th century of Bold and Beautiful”.
Svo kom Voyager, þvílík snilld fyrstu 3 seasonin, svo sama sagan, ekkert nema sápuópera og hræðileg persónusköpun.
Neelix: hann er verri er Jar-Jar Binks úr SW.
70f9: Hún er orðin frekar þreytt, alltaf sömu setningarnar.
Paris: á hann að vera svona ömurlega ófyndinn, eða?
Chakotay: Er hann mállaus?
B'elanna Torres:Guð minn góður ég verð pirraður þegar ég sé hana.

Svo eru hinir persónurnar fínar, ég sé ekki hvað allir hafa á móti Janeway, mér finnst hún frábært, The Doctor auðvitað, Brilliant :)
Ég vildi bara skrá skoðanir mínar her og sjá hvaða álit aðrir hafa á þessu öllu.
Ég biðst aftur afsökunar ef ég hef móðgað skoðanir einhverns, þetta er bara hvað mér finnst.<BR