Allt sem fólk hefur verið að segja, er ekki alveg rétt. Þið munið eftir því þegar að Borg-hvelið sprakk í First Contact. Jah, brakið af því brann að mestu upp í gufuhvolfinu og mögulega eyddi Enterprise-E einhverju af því, en þeir athuguðu ekki niður á jörðina, þar sem stórir hlunkar komust niður og fundust ekki fyrr en 2152 af rannsóknarhópi, sem einn meðlimur er leikinn af konu John Billingsley (Phlox). Í brakinu eru lík, sem svo ekki reynast vera lík og byrja að samlaga fólkið, komast í burtu og Enterprise fer svo að reyna að bjarga málunum.

Munið eftir því að í Voyager þegar að Magnus og Erin Hansen, mamma og pabbi 7/9 lögðu af stað að leita uppi Borgverjana. Í þeim þætti kom það greinilega fram að rúmorar um Borgverjana voru eldgamlir, svo að þetta stenst allt. Þið sem haldið því fram að B&B séu að “blóðmjólka” trekkið, hafið, að mínu mati, rangt fyrir ykkur. Allir sem þekkja Berman kunna vel við hann, og okkur íslendingunu finnst hann kannski full-amerískur, en hann hefur haldið trekkinu lifandi síðan Gene Roddenberry dó. Það er honum að þakka að ekki var hætt við það, það var honum að þakka að DS9 varð til og honum að þakka að fyrstu 6 seríurnar urðu til, þó ég sé ekki viss hvort eigi að þakka fyrir þá síðustu.<br><br>——————————————-
<font color=“#000080”>Stærsta Star Trek síða á landinu:</font>
Smellið hér[url/]
Af mér hrynja viskuperlurnar…