Jæja, ég er búinn að horfa á fyrstu 7 þættina.
Season-ið kemur á 6 diskum, 22 þættir.
Myndgæðin eru betri en ég átti von á, WB hafa unnið vinnuna sína vel í þeim efnum.
Þeir settu hana í Wide-screen sem er kostur. Hef heyrt að þetta komi svolítið niðrá cgi en ekki enn orðið var við það. Kannski vegna þess að ég var vanur að horfa á þá í VHS :)

Mikið ofboðslega er gaman að horfa aftur á fyrstu þættina og sjá hversu ofboðslega vel JMS leggur línunar fyrir næstu season!
Það má segja að það sé skemmtilegra að horfa á B5 í annað/þriðja/fjórða skiptið en fyrsta því þá sér maður gæðin í sögunni.

Fyrir þá sem eru nýir að B5 þá er best að segja smá sögu þáttanna. Árið 1987 fékk JMS þá hugmynd að skrifa Sci-fi þætti þar sem sögusviðið var geimstöð þar sem aðalatburðarásin átti sér stað. Árið 1993 fóru þættirnir svo í framleiðslu, en þá var JMS búinn að skrifa drög að 100 þáttum þar sem snert væri á heildar strory-arc í hverjum þætti. Útkoman er ein stór saga, með byrjun, miðkafla og endi þar sem gengið er frá söguþráðum og sögu persóna.

kv
Dóri