Jæja, hvað segiði. Mér fannst orðið svo lítið að gerast hérna að ég ákvað að skrifa þessa litlu grein.

Ég hef mikinn áhuga á tundumálum og tæknibulli, hönnun og hárgreiðslu. (Þetta alsíðasta er bara bull). Ég hef verið að velta fyrir mér að þýða eitt stykki Star Trek bók og senda einhverjum útgefanda, bara svona upp á gamnið. Ég var að velta fyrir mér einhverju litlu til að byrja með, eins og Starfleet Academy bókunum. Ef mér skjátlast ekki hefur enginn Star Trek bók verið þýdd svo ég er að vona að þetta frumkvöðulsstarf mitt verði til hins betra.

Ef þið hafið comment um hvaða bækur ég ætti að taka fyrir eða eitthvað slíkt, jafnvel aðstoð þá eru þau vel þegin.
Ef þið hafið comment um að ég sé nörd þá; don\'t bother; svarið er þegar komið: Takk!
Ef þið hafið comment um að ég sé undarlegur þá; don\'t bother; svarið er þegar komið: Þú líka!
Ef þið hefið comment um að Star Trek sé leiðinlegt: Haldið þ´ví fyrir ykkur.

Kári Emil
———————————————–
Captain of the USS Wayfarer



[ http://www.itn.is/~hbriem/kari/startrek/ ]
Af mér hrynja viskuperlurnar…