Þegar að Gene Roddenberry startaði Next Generation þá voru
Stardate, eða Stjörnudagsetningar eitt af því sem hann lagaði.
Í The Original Series (66-69) var notast við 4 stafa
Stjörnudagsetningar sem voru á bilinu 2000-4000, en ekki var mikið
lagt úpp úr því að láta þær virka.



Gene ákvað að láta The Next Generation byrja á 40000, eða
réttara sagt láta janúar 2363 byrja á stjörnudagsetningunni
40000. USS Enterprise D leggur úr höfn í fyrsta skipti í
október á því herrans ári 2363, eða á stjörnudagsetningu
40759,5.



Þátturinn The Night, sem er þátturinn á undan Drone, ber
stjörnudagsetninguna 52081.2 og getum við dregið þá ályktun
út frá því að jarðar dagsetningin sé 2375, og
mánuðurinn janúar… um miðjan mánuðinn.



Framleiðsluliðið sem núna gerir Star Trek klúðrar oft
dagsetningunum, en oftast standast þær nánari athugun.

Ef að við rekjum dagsetninguna til núll þá komust við að
því að núllpunktur þessarar dagsetningar er 2323.



Droopy…..



p.s.Að lokum má til gamans geta að sá orðrómur var mjög
mikið á kreiki meðal trekkara að eina ástæðan fyrir
því að Gene Roddenberry valdi 40000 sem þennan byrjunarpunkt
fyrir TNG, hafi verið sú að um hafi verið að ræða
tuttuguasta og “fjórða” öldin…

Þessi orðrómur var svo lífseigur að sumir trekkarar settu á
sig skrítinn svip fyrir um 5 árum og spyrðu “hvað gerist þegar
stjörnudagsetningar fara yfir í 50000?”

Eftir smá umhugsun komust flestir af því að þetta var
náttúrlega undarleg pæling (eins og að þessi grein sé
það ekki)


p.p.s. margir trekkarar hafa leikið sér við að búa til stardate fyrir okkar tíma… og til gamans kemur einn hér… 16.nóvember 2000 => 0010.16
Reyndar eru búnar að vera margar útgáfur af þessu…. en flestar þeirra munu valda okkur vandræðum á áramótunum 2099-2100