Jæja, það hlaut að koma að því. Ein af bestu Star Trek myndum EVER er loksins komin út á DVD í Director's Edition, þar sem um 20 mín af nýju efni var bætt inn í myndina.

Eftir að hafa horft á myndina, gefur hún nokkuð upp sem maður vissi ekki um er maður var að horfa á myndina á VHS, eins og Scotty átti frænda sem var hluti af liðinu í vélarúminu (Sá sem hann hélt á er hann kom upp í brúna, eftir fyrstu árás Khans) og atriðið í sjúkraskýlinu var lengt.

Special Features innihalda meðal annars viðtöl við Harve Bennett, sá sem tók við Star Trek, eftir Roddenberry varð séstakur ráðgjafi við gerð myndanna og fullt af öðru dóti.

Og eitt í viðbót áður en maður hættir þessu og ferð að snúa sér að allt öðru, Leonard Nimoy vildi ekki vera í ST2 og vildi að Spock yrði drepinn. En eftir að hafa lesið handritið, fannst honum ekki hann geta gert það, og ákvað að halda á með hlutverk sitt sem Spock í næstu myndunum.

Star Trek 3: Search For Spock er væntanleg í Október í USA.

Mallory
“Space, the final frontier….”