Star Trek er þekkt fyrir tæknibull, allt frá “I can't get a positive lock, there is too much interferance” í “The transporter beam has been bounced off by some kind of a nadion disharge”. Sumum, þar á meðal mér, finnst tæknibullið skemmtilegt, lífgar dálítið upp á hlutina. Hins vegar er ég bara þannig, að ég tek eftir tæknibulli og man það, áreynslulaust. Ég ýti á pásu á video-tækinu til á sjá flutningsgeisla nánar og hvernig dauf hvít bylgja skýst yfir annars appelsínugulan feiser-geisla. Þetta hefur orðið til þess að ég fer að taka eftir því að tæknibull hvers þáttar er ekki í samræmi við hvern þátt. Effectar eru að vísu eins að mestu leyti en bullið ekki.

Tókuð þið til dæmis eftir því að tímarufan sem Admiral Janeway skapaði var mynduð með hraðeindum (tachyons) en hingað til hafa tíðeindir (chronitons) verið notaðar við slíkt. Hraðeindir eru notaðar til að skapa þvervörpurásir, sem passar við nafnið HRAÐeindir, alveg eins og tímaglufur passa við nafnið TÍÐ- eða TÍMAeindir.

Svo er það líka með skimunarbúnaðinn og flutningstækin. Þeir annað hvort geta ekki skannað í gegn “vegna truflana” eða geislað í gegn “vegna of hárra jónasveifla í andrúmsloftinu”. Takið eftir því að stundum eru notað eitthvað einfalt og stundum ekki. Það passar ef truflanirnar koma frá “skauteindasendi með tvípólaðri sveiflutíðni” en ef truflanirnar eru bara “af því bara”, þá, alla vegana ég, fær maður ekki þessa nauðsynlegu “Suspension of disbilife” (Skrifaði ég þetta ekki rétt?) eða “að trúa hinu ótrúlega” tilfinningu.

Ég veit að mörgum finnst ég bara vera að kvabba út af enhverju ómerkilegu, og áður en þeir svara með látum, (farið á Klepp og látið sprauta ykkur niður :) ) hugsið aðeins um þetta. Og þeir sem eru sammála, endilega segið mér ykkar álit.
Af mér hrynja viskuperlurnar…