Jæja, núna er Voyager að fara að renna sitt skeið eins og langflestir vita hér á þessu stórgóða áhugasvæði Huga.is

Ein af ástæðunum fyrir því að ég er spenntur fyrir sjöunda season hjá Voyager er sú að það er blessunarsamlegt það seinasta. Ekki misskilja mig…. mér hefur oft fundist Voyager vera betri en Deep Space Nine… þrátt fyrir að einstaka karakterar séu betri í DS9.

En seinustu tvö ár hefði alveg eins verið hægt að kalla Star Trek: The Janeway & 7 of 9 Show.
Flestir hinna leikaranna, eins og Robert Beltran (Chakotay) hefur sagt í nýlegu blaðaviðtali, hundleiðist að leika í þessum þáttum þar sem að þeir, og persónurnar sem þeir leika, eru glæpsamlega illa notaðar af handritshöfundunum og framleiðendum. Mann undrar það kannski ekki þar sem að unnusti Jery Ryan (7of9) er bæði handritshöfundur og meðframleiðandi þáttanna.

Star Trek þættirnar hafa alltaf verið það sem er kallað “Hóp-þættir”. Margir þættir í sjónvarpi eru drifnir áfram á einni yfirgnæfandi sterkri aðalpersónu og síðan nokkrum aukaleikurum á meðan aðrir þættir eins og t.d. Star Trek hingað til hafa verið meiri hóp þættir þar sem að vægi “support” leikarana er meira en í þeim fyrrnefndu.

það segja örugglega margir núna “Hey, Hann er eitthvað að bulla…. The Next Generation var mest til Picard og Data o.s.frv”

En það þarf ekki annað en að horfa á nokkra þætti af Next Generation til þess að sjá að svo er ekki. Vissulega verða alltaf sterkari persónur og leikarar en aðrir í þáttum og það er eðlilegt.
Það sem ég er að segja er það að framleiðendur Voyager, horfðu á slappt fylgi Voyager og ákváðu að sprauta smá sílikoni í málið.
Það sem ég hefði frekar reynt hefði verið að gera persónurnar betri með betri handritshöfundum, slaka aðeins á Janeway og jafnvel reyna að búa til eitthverja athyglisverða andstæðinga upp á eigin spýtur, í staðin fyrir að fleyta sér áfram á Borgunum út í hið óendanlega.

Það eru örugglega margir ósammála mér, og þá býst ég sérstaklega við því að þeir, sem eru nýir Star Trek áhorfendur og eru vanir þessari meðal-startrek-mennsku sem Rick Bermann hefur fleygt sér áfram með í 6 ár, séu mjög ósammála þessu.

En ég veit líka að það eru margir sem taka undir setningu Picard í Insurrection “Remeber when we used to be explorers”