Star Trek: Bridge Commander Star Trek: Bridge Commander er svona tiltölulega nýútkominn tölvuleikur, þar sem maður leikur kaftein á federation skipinu U.S.S. Dauntless, sem er galaxy class. Seinna er maður svo færður á U.S.S. Sovereign, sem er sovereign class (duh…). Leikurinn fjallar aðallega um vesin við Cardassians stuttu eftir Dominion Wars, en ég ætla ekki að segja meira, þar sem söguþráðurinn er alveg þó nokkuð skemmtilegur. Spoiler:(Maður fær meira að segja að berjast við hlið Enterprise í allavega eitt skipti)

Bridge Commander er einn allra besti þrívíddar/geimskipabardagaleikur sem ég hef séð, og alveg örugglega besti Startrek leikur sem ég hef spilað (fyrir utan Birth of the Federation e.t.v., en þeir eru svo mismunandi að það er ekki sambærilegt.) Grafíkin er ótrúlega góð, skipin eins og klippt út úr þáttunum og vopnin raunveruleg (eða eins raunveruleg og startrek vopn verða). Það eina sem ég hef eitthvað við að athuga er að sovereign classinn virðist aðeins under-powered, en það er líklega bara svo það sé eitthvað challange í leiknum. Eins og ég hef áður nefnt er söguþráðurinn góður, og soundtrackið er mjög fínt.

Ég mæli semsagt með þessum leik við alla sem hafa áhuga á að prófa hin og þessi skip úr startrek heiminum. (það er hægt að downloada allt frá Bajoran fighter til Borg Cube af netinu af einhverri síðu sem ég man ekki hvað heitir)
Betur sjá augu en eyru