Saesee Tiin

Ég get flogið hverju sem er...”

- Saesee Tiin

Saesee Tinn fæddist á plánetuni Iktotch sem er heimapláneta Iktotchi-ana, en Tiin er af þeirri tegund. Tinn var þjálfaður af Omo Bouri, en Bouri var mjög þekktur innan Jedi Reglunar.
Tiin sá um að allt sem hann tók sér fyrir hendur var klárað og gert vel og útaf því varð hann Jedi Meistari og Hershöfðingi í Klónastríðinu. Tiin var næst besti flugmaður sem Jedi Reglan hafði séð, hann kom starx á eftir Anakin Geimgengill.
Þegar Jedi Reglan fann hann á Iktotch var hann þegar afbragðs flugmaður og sáu Jedi-anir að hann var efni í Jedi Riddara. Frá þessum tíma bjó hann í Jedi Músterinu.
Eins og allir Iktotchi-ar var Tiin með fjarskynjunar hæfileika*, en vegna krafta hans í Mættinum voru hæfileikar hans miklu sterkari en hjá flestum. Mörg Ungmenni sem æfðu með Saesee Tiin töldu að þessi hæfileiki hans hjálpaði honum að svindla á æfingum gerðu þau oft lítið úr Tiin og hæfileika hans og var það til þess að Tiin held sér frá öllum tegslum og samskiptum við aðra. Hann talaði bara þegar það var nauðsynlegt.
En eftir að hafa verið lagður í einelti af hinum Ungmennunum ákvað Tiin að taka sig á. Hann byrjaði að æfa sig reglulega og náði loks að hafa stjórn á fjarskynjunar hæfileikanum sínum og var talinn vera eitt af efnis bestu nemundum síns tíma. Þetta vakti athygli Meistarans Omo Bouri sem gerði unga Tiin að Lærlingi sínum.
Í ferðum sínum með Omo Bouri Meistara fékk Tiin að kynnast nýjum kringumstæðum. Bouri var mjög greindur Jedi og Tiin fannst oft sem hann skildi ekki Meistarann, en hann eimbeitti sér að því að skilja Bouri og að læra á Máttinn og því meira sem hann skildi meistarann sinn því sterkar var hann með Mættinum.
Ekki eru til margar upplýsingar um ferðir Tiin og Bouri en vitað er það að Tiin náði Jedi Prófinu. Það er líka vitað að þegar Omo Bouri tók að sér hættulegt verkefni og var talinn látinn neitaði Tiin að tala í jarðarförini og lokaði sig enn meira að. Bouri snéri aldrei aftur úr þessu verkefni.

Á Jedi Ráðinu og Klónastríðið

Þér líkaði alltaf við erfiðu verkin.”
- Agen Kolar við Saesee Tiin

Það er vitað að Saesee Tiin átti sér flottan ferill sem Riddari en það er ekki vitað hvaða verk hann tók að sér á því tímabili en það er vitað að hann tók að sér sæti á Jedi Ráðinu þar sem hann þjónaði Jedi Regluni vel.
Tiin var ekki búinn að vera lengi á Ráðinu þegar Stark Hyperspace stríðið skall á. Þó að stríðið átti sér stað á Troiken gat Tiin hjálpað að binda enda á það á Coruscant.
Ungur Jedi nemandi sem hét Sha Koon kom og rætti við Jedi Meistarana sem sáttu á Ráðinu og sagði þeim að föðurbróðir sinn, Plo Koon, sem var “Jedi hershöfðingi” í stríðinu vildi tala við þá. Plo Koon var, líkt og Tiin, blessaður með fjarskynjunar hæfileika. Plo Koon, Sha Koon og Saesee Tiin leitu huga sína saman og tókst það ómögulega. Náður að hafa fjarskynjunar samband á milli pláneta.
Í þessu sambandi sagði Plo Koon að hann þurfti hjálp Meistarana á ráðinu til að binda enda á stríðið þar sem Öldungarráðið vildi ekkert með stríðið hafa. Koon fékk hjálpina sem hann bað um og var Tiin í skýjunum þergar stríðið endaði.
Tiin van eitt sinn verkefni fyrir nokkra Duro-a sem voru svo þakkláttir að þeir færðu honum gjöf - SoroSuub Cutless-9 vaktar flaug.
Þrátt fyrir að Jedi Reglan bannaði Jedi-um að eiga eigur þá fékk Tiin að halda flaugini sem hann elskaði meira en allt og gaf hann henni nafnið Sharp Spiral.
Tiin bætti flaugina við öll tækifæri sem hann fékk og Tiin sem talaði varla talaði alltaf við flaugina og Adi Gallia mælti eitt sinn: “Hann talar oftar við þessa flaug heldur en mig.”
Tiin sit sem fastast á Ráðinu og þegar vindar byltingarnar byrjuðu að blása og innrásin á Naboo hofst var Tiin búinn að sjá fyrir að valdatíð Finis Valorum var á enda. Á dauða sínum átti Tiin von en að Palpatine varð kanslari,en það var samt minnsta áhyggjuefnið hans, eða það var það sem hann hélt.
Qui-Gonn Jinn hafði snúið aftur til Coruscant með stórar fréttir. Hann taldi að Sith-anir höfðu snúið aftur og að hann hafi fundið hinn útvalda, ungan Tatooine þræll sem hét Anakin Geimgengill.
Ráðið ákvað að Anakin yrði ekki þjálfaður en Tiin var ekki sáttur með þá ákvörðun og það var ekki fyrir en Jinn féll að hendur Darth Maul á Naboo að ungi Geimgengill fékk þjálfun.
Tiin mætti í Jarðarför Jinns á Naboo. En á meðan Tiin var á Naboo ákvað hann að skoða farartæki Sith-ans en þar fannst ekkert sem gat hjálpað Jedi-unum til að leysa ráðgátuna. Sith skipið hvarf dularfullslega stuttu seinna.
Þegar hinu víðfrægu Delta-7 Aethersprite komu í hús var Tiin ein Jedi-ana sem prufu flaug þeim. Hann taldi þá vera góða og mundu koma Jedi Regluni til góðs ef hann mætti bætta þá nokkuð.
Tiin var ein af 212 Jedi Riddurum sem fór til Geonosis leikvangins til að bjarga Jedi-unum Obi-Wan Kenobi og Anakin Geimgengli ásamt Padmé Amidölu.
Tiin lifði nógu lengi til að vera bjargaði að Yoda Meistara og um leið og þegar Jedi-anir komust úr leikvanginum var Tiin ekki lengi að því að koma sér í Sharp Spiral og fara í skýinn.
Tiin var talinn hafa dáið þar en svo var aldeilis ekki. Hann tók við störfum sem hershöfðingi.
Klónastríðið byrjaði ekki vel fyrir Saesee Tiin. Tiin var eitt sinn að verja plánetu frá harðstjórn Dookus þegar hann var skotinn niður í Sharp Spiral.
Tiin náði að laga Sharp Spiral en Tiin sjálfur meittist nokkuð og brautt hægra hornið sitt*.
Um þetta leitti í stríðinu tók Agen Kolar sæti á Jedi Ráðinu. Tiin og Kolar voru miklir mátar og fóru þeir, ásamt Mace Windu og Kit Fisto, til Borðpallsins (The Rig) þar sem skipulagða glæpasamtökin Crimson Nova heldu sér til.
En þannig er mál með vexti að Crimson Nova var að bjóða hátt verð á höfuð Jedi-a. Jedi-anir voru byrjaðir að tapa töluni nóg útaf stríðinu, en þetta bætti gráu ofan á svart og Windu leist ekkert á ástandið og tók þrjá fyrr nefndu Jedi-ana með sér á Borðpallinn.
Windu vildi bara handsama Miku, sem var aðal hjá Crimson Nova, en það varð ekki að því og braust út mikil slagsmál sem enduðu með því að Mika var handtekin.
En ekki var allt sem sýndist því maðurinn sem borgaði fyrir höfuð Jedi-ana var Twi'lek-inn Kh'aris Fenn, sem var mjög illa við Jedi-a. Peniganir sem hann notaði til að borga fyrir höfuð Jedi-ana kom frá Dooku greifa og áttu þeir að fara í að byggja upp Ryloth fyrir komandi valdatíð Fenn innan CIS*. Dooku var ekki sáttur við að Fenn eytti penigunum í annað en þeir áttu að fara í, þannig að Dooku sendi nýjasta njósnarann sinn og manninum sem hann treysti minnst til að drepa Fenn, Quinlan Vos.
Quinlan Vos var Jedi sem dansaði mili línuni að vera Sith og Jedi.
Tiin, Fisto, Kolar og Windu sáu myndskeið þar sem Vos myrti Fenn í köldu blóði.
Tiin var mjög hryggur þegar hann sá þetta þar sem hann var mikil stuðnigsmaður Vos, en nú breytist allt.
Þegar það leið meira á stríðið var Tiin sendur til Rendili ásamt Anakin Geimgengli, sem var nú orðin Jedi Riddar, og Plo Koon.
Plo Koon fór um borð óvina skipsins til að semja og þegar samnigsviðræðurnar gengu vel fannst einu dátanum í her Rendili, Yago, að Jace Dallin yfirmaður sinn væri að fremja landráð með að semja við Koon. Yago tók þá yfir og sendi Koon og Dallin í steininn.
Tiin varð að gera það sem þurfti að gera sem var að eyða flota Rendili. Áður en Tiin og hans menn gerður árás kom Obi-Wan Kenobi um borð í stjórnskip Tiins með Quinlan Vos.
Tiin hugsaði sig ekki tvisvar um og sendi Vos í fangaklefa og hof árás á óvina flotan.
Á meðan árásini stoð yfir slapp Vos úr klefanum og hjálpaði Tiin, Kenobi og Geimgengli að bjaga Koon og Dallin og Rendili gekk í lið við Lýðveldið og Tiin byrjaði að hafa aftur trú á Vos.
Kit Fisto, Agen Kolar, Mace Windu og Saesee Tiin leittu aftur hesta sína saman þegar þeir fréttu að Palpatine kanslari væri Sith drottnari. Þeir þurftu að handtaka, ef ekki myrða, kanslaran.
Á leiðina á skrifstofu Palpatines áttu Fisto og Tiin í hrókasamræðum, eða það sem taldis sem hrókasamræða við svona aðstæður.
Fisto sagði að honum mundi líða betur ef Yoda eða Kenobi eða Koon væri með þeim, en Tiin svaraði honum að þeir mundu ná að handsama Palpatine.
Tiin sem sá oft skýrtt inní framtíðina sá ekki að stuttu seinna mundi hann liggja í tvennu lagi á gólfinu í skrifstofu kanslarans.
Tiin var myrtu stuttu eftir að vinur hans Agen Kolar var myrtur. Báðir voru þeir myrtir af Palpatine, verðandi keisara.
Þetta gerðist 19 árum fyrir stríðið á Yavin.*Fjarskynjunar hæfleiki. Með þessum hæfileika geta tegundi sem hafa þennan hæfileika, og þar með Iktotchi-anar, haft samskipti í gegnum hugasamband.

*Hægra hornið hans Tiin hefur verið mikið rætt þar sem hann er stundum með hornið og stundum ekki. Nú þarf bara hver og ein að ákveða hvort að hann hafa misst hornið eða ekki.

*CIS er Confederacy of Independent Systems eða aðskilnaðarsinnar.

From The Desk Of Kangaroos