Bara svona stutt pæling um Startrek myndirnar. Nu fer Startrek: Nemesis að koma út í haust og verður hún sú tíunda í flokknum. sögur herma að hún muni fjalla um Romulans, og ekkert nema gott um það að segja. Það sem ég var að hugsa er: hvað getur þetta haldið áfram lengi?

Nú myndi ég vera síðasti eða næstsíðasti maðurinn til að leggja til að startrek væri gefið upp á bátinn. En miðað við hvað voyager var slappt, og hvað Enterprise er misgott, þá held ég að það gæti alveg verið góð hugmynd að geyma þetta í nokkur ár meðan nýjar hugmyndir og pælingar geta safnast saman, þá væri líka hægt að vinna svolítið meira að söguþráðunum, í stað þess að hafa þessa “allir þættirnir eru meðalslappar sápuóperur með einstaka flottum tæknibrelluþætti á milli til að halda aðdáendunum við efnið”- heimspeki sem paramount virðist ætla að sætta sig við. (ok Enterprise virðist ætla að vera mun skárri en Voyager hvað þetta varðar)

Svo ég snúi mér nú aftur að myndunum, þá er Nemesis sú tíunda, og samkvæmt oddatölu/jöfnutölu-kerfinu, þá ætti hún að vera mjög góð og ég hlakka til að sjá hana. Það sem ég hef áhyggjur af er að startrek XI gæti orðið sú versta ennþá. Sérstaklega ef þeir Patrick Stewart og Brent Spiner (sem eru víst báðir farnir að þreytast á þessum hlutverkum) hætta. Þeir gætu reynt að bjarga málinu með því að gera DS9 mynd (eða guð hjálpi okkur, Voyager mynd). Það væri þá alveg óskrifuð bók hvernig það myndi ganga.

Það er ekkert leyndarmál að Startrek deyr innan fárra ára ef ekkert verður að gert, mig langar að spyrja ykkur hér á Huga, hvað er til ráða til að bjarga uppáhalds-áhugamálinu okkar?
Betur sjá augu en eyru