Poppmenning og goðafræði í Star Wars.

Star Wars kom fyrst út 1977 og varð fyrirbæri samstundis. Í byrjun myndarinnar höfum við strax holdgervingu illsku, Vader gengur inn og um leið eru áhorfendur fullvissir um þar sér á ferð illmennið í myndinni. Hann gengur í öllu svörtu, skipar öðrum fyrir, og er klassískt dæmi um illsku. Svona byrjar fyrsta myndin um Star Wars, eða öllu heldur fjórða myndin.

,, Hann varð að illmenni sem teiknarar notuðu til að hæðast að stjórnmálamönnum, jafnvel þegar Reagan lýsti því yfir að Sovíetríkin voru ,,Vonda Veldið“, þá hugsaði fólkið um Vader, en ekki einhver gamlan, óþekktan Kommúnista.”

Höfundur kvikmyndanna ákvað að gera þær að þrennu og síðan vinna sig aftur á bak, tæknin var ekki til staðar til að sýna söguna í réttri tímaröð. Hins vegar ákvað George Lucas að gera þetta eftir að hann var öruggur um vinsældir A New Hope, daginn áður en hún var frúmsýnd hætti hann við framhaldið sem hefði verið kölluð, A Splinter of the mind´s eye eftir Alan Dean Foster, þessi saga átti að vera framhald og hefði sýnt okkur áframhaldandi ævintýri Luke Skywalkers. Þessi saga varð að vinsælri bók.

Þegar Star Wars kom út fengum við nýjar goðsögur, ævintýri og nýja sýn. Það liggur ekki á milli mála að þessi kvikmyndasería, eða öllu heldur fjölskyldusaga hefur breytt poppmenningu Vesturlandanna. Eftir Star Wars urðu sumarmyndir að nauðsyn hjá kvikmyndafyrirtækjum fyrir vestan haf. Leikföng úr kvikmyndum urðu daglegt brauð, matvörur tengdar Star Wars létu sjá sig. Það er hægt að fá nánast allt um Star Wars, bækur, myndasögur, músamottur, rúmteppi, leikföng, morgunkorn, gluggatjöld, ef það er ekki til núna þá verður það eflaust til á næstunni. Það er undantekning ef einhver hefur ekki heyrt getið um myndirnar eða séð þær. Eru þessar myndir fyrir nörda eða fyrir vitleysinga sem láta plata sig að sjá þetta rusl fyrir 800 kr? Er eitthvað meira á bak við söguna eða er þetta bara dæmigerð ævintýraþvæla? Það fer að sjálfsögðu hvernig er litið á myndirnar í heild sinni. Þær eru orðnar fimm talsins og á stór hluti mannkynsins eftir að sjá hina fimmtu. Ef þetta er bara kvikmynd, hvernig nær hún að höfða til allra, jafnt sem konur og karla, hvort sem þau búa í Kína, á Íslandi eða Bandaríkjunum?


A long time ago in a galaxy far, far away….

Goðsagnir hafa fylgt mannkyninu í margar aldir, alveg frá því að fyrsti maðurinn gekk uppréttur. Maðurinn hefur ávallt reynt að skapa sér sess og öðlast skilning á jörðinni, og alheimnum sjálfri og viljað skilja tilgang lífsins. Hvort sem það er kristni, islam, hindúismi eða fjölgyðistrú, þá er alltaf hægt að finna hvernig við urðum til, eða af hverju. Mismunandi sögur, með mismunandi áætlanir fyrir okkur. Margir lesendur eru kannski forvitnir og spyrja sig hvernig tengjast Star Wars trúarbrögðum, eða goðsögum? Það væri kannski betra að spyrja hversu nátengdar þær eru goðsögum og trúarbrögðum. Star Wars heimurinn hefur sín trúarbrögð og þær svipa til margra trúabragða okkar í alvöru. Zen og búddhismi eru dæmi um það. Það eru jafnvel til Star Wars trú í heiminum. Fjöldi meðlima eru þó óþekktur. Fyrsta vísbendingin um að það séu til trúarbrögð í Star Wars, er veitt af Ben Kenobi og síðar meir af Han Solo.

Luke
The force?

Ben
Well, the force is what gives the Jedi his power. It´s an energy field created by all living things. It surrounds us and penetrates us. It bind the galaxy together.

Og síðar á Millenium Falcon.
HAN
Hokey religions and ancient weapons are no match for a good blaster at your side, kid.

LUKE
You don´t believe in the force, do you?

HAN
Kid, I´ve flown from one side of the galaxy to the other. I´ve seen a lot of strange stuff, but I´ve never seen anything to make me believe there´s some all-powerful force controlling everything. There´s no mystical energy field that controls my destiny.

Luke er ungur og heimalið barn, hann hefur aldrei fengið að kynnast lífinu fyrir utan Tatooine. Áhorfendinn veit að Luke þráir að komast í burtu, hann biður frænda sinn um að leyfa sér að fara í flugskóla, en hann vill ekki leyfa Luke það. Owen er hræddur um að Luke sé of líkur föður sínum, og það hræðir hann. Hann reynir að kúga Luke með því að telja hann um að hann sé ómissandi. Luke þráir samt að komast burt. Hann horfir út í fjarska og sér framtíð sína, það kallar á hann. Hugur hans er ekki við nútíðina eins og okkur er bent á síðar í sögunni. Luke er óþreyjufullur og veit að eitthvað biður þarna handan.

,,Hinn kunnulegi sjóndeilarhringur lífsins eltist af; gömul hugtök, hugmyndir og tilfinningalegt munstur hentar ekki lengur, nú er komið að því að stíga yfir þröskuldinn“

Venjafesta hentaði Luke ekki, og þegar frænka hans og frændi deyja er hann laus allra tengsla sem halda honum. Þegar hann hittir Ben í fyrsta skipti þá er það
,, The Call to Adventure”, boðberinn er Ben, eða öllu heldur Obi-Wan Kenobi sem vekur athylgi Lukes. Tengsl Bens við fortíðina, föður Lukes og ævintýri vekja upp ævintýraþrá Lukes.

Obi Wan þjónar fyrst sem boðberi ævintýrinnar, margir tengja hann við Gandalf úr Lord of the Rings en það er þó fullt snemmt að gera það. Vissulega má segja að það séu svipbrigði, en töfrakarl sem slíkur er ekkert nýtt fyrirbæri, það eru til nokkrar útgáfur af þeim. Að fá lánað er ekki það sama og að stunda ritstuldur, það er nóg að lesa heimsbókmenntirnar til þess að vita það. Tolkien nýtti sér það sem var til staðar og Lucas gerð slíkt hið sama. Sá fyrsti og klassíki töframaður eða vitringur sem flestir kannast við er Merlín, sem er ávallt til staðar fyrir Arthúr konung. Því næst er einbúinn eða skrýtni galdrakarlinn sem allir forðast af fremstu megni og vita til þess að hann sé öflugur og létt-ruglaður. Að lokum er vondi töfrakarlinn. Hann er yfirleitt að berjast gegn annan töfrakarl sem er góður og/ eða að leggja undir sig heiminn. Þessi týpa notaðist Tolkien við og má segja að hann hafi náð að gera slíkan töfrakarl, sem minni sem margir styðjast við. Lucas notfærði sér hins vegar bæði hinn góða og einbúann.

Obi-Wan er einbúi, við fáum að vita það fyrst og það er sagt að hann sé klikkaður. Hér fáum við að vita hvernig aðrir líta á Ben, og passar álit fólks í þetta minni, en aðrir hafa líka notað þetta minni með því að nýta sér að vitringur komi til söguhetjunnar, og kynni ævintýrið. Lauslega mætti jafnvel segja að sígauninn í Hundrað Ára Einsemd, svipar nokkuð mikið til Obi-Wan Kenobi, báðir eru bundir sterkum böndum við endalok sagnanna. Og án vafa eru mikilvægir hlekkir í sögunni.

Nýlegt dæmi um töframann er að finna í Matrix. Morpheus er vitringur sem vitjar Neo, og spyr hann hvort hann sé til í að legga í þessa ferð. Leið hans og Luke er álíka svipuð nema þeir upplifa öðruvísi aðstæður. Neo neitar fyrst og þorir ekki hlusta á Morpheus, og lætur grípa sig frekar.
Owen
,,That old man´s just a crazy wizard. Tomorrow I want you to take that R2- unit into Anchorhead and have it´s memory flushed. That´ll be the end of it. It belongs to us now.“

Annað nýtt dæmi um notkun slíkra vitringa er Dumbledore í sögum Harry Potters, en hann er góði töframaðurinn sem lítur á Harry sem hinn útvalda, og hefur ýmisleg mikilvæg tengsl við fortíð Potters. Dumbledore er líka sérvitringur í röðum galdramanna. Læriföður-hugtakið er sennilega fyrst komið úr grískum goðsögum. ,,Mentor”, er sá sem var sonur Alkímisar og vinur Ódysseifs. Þegar Ódysseifur fór til þess að berjast í Trójustríðin, varð Mentor eftir til að gæta hússins og soninn hans. Frá því hefur hugtakið lærifaðir komið og þýðir það vitur leiðbeinandi eða traustur vinur.


Þegar Luke athugar málið frekar þá uppgötvar hann, að það er meira spunnið í Ben en hann hélt. Ben er í raun Obi-Wan Kenobi sem hafði barist og flogið, og hefði verið Jedi-riddari. Obi-Wan fær skilaboðin frá R2-D2 og kemst að því að Alderaan er í hættu. Eftir að hann sér skilaboðin, veit hann að tíminn sé kominn, tíminn sem hann hafði beðið eftir. Luke er á leiðinni og á að byrja ævintýrið. Hins vegar veit áhorfendinn ekkert nema að þessi pláneta sé í hættu og þarfnast Obi-Wans. Nú fær Luke að vita um ævintýrið sitt, og um leið trúarbrögðin. Obi-Wan færð það hlutverk að vera lærifaðir, og auk þess er sterk föðurímynd.

Ben
A young Jedi named Darth Vader, who was a pupil of mine until he turned to evil, helped the Empire hunt down and destroy the Jedi Knights. He betrayed and murdered your father. Now the Jedi are all but extinct. Vader was seduced by the dark side of the force.

Ævintýrið kallar á Luke, en hann neitar því. Neo gerði það sama fyrst með því að gefa sig fram. Frodo neitaði fyrst en vissi að hann þyrfti þess.

Ben
You must learn the ways of the force if you´re to come with me to Alderaan.

Luke
Alderaan? I´m not going to Alderaan. I´ve got to go home. It´s late, I´m in for it as it is.

Ben
I need your help, Luke. She needs your help. I´m getting too old for this sort of thing.

Luke
I can´t get involved! I´ve got work to do! It´s not that I like the Empire. I hate it! But there´s nothing I can do about it right now. It´s such a long way from here.

Ben
That´s your uncle talking.

Hetjan neitar

Luke neitar að fara, hann kastar fram afsökum. Málið er ekki svo einfalt, Luke er hræddur, tækifærið býðst honum loksins en hræðslan við að yfirgefa hið kunnulega hræðir hann frá tilboðinu. Luke fer í vörn og hagar sér eins og frændi sinn. Frændi hans er verkhyggju og raunsæismaður, Luke er það ekki líkt og faðir sinn. Amma hans vissi það líka um Anakin og vissi hitt um Owen, það kemur síðar í ljós.

Hjálp frá yfirnátturlegum völdum kemur í formi ,,Máttarins“ eða The Force. Luke kynnist þessu fyrst þegar Obi-Wan blekkir stormtrooperinn, og þeir komast framhjá án þess að sýna skilríki. Obi Wan er notaður til þess að hjálpa Luke á yfirnátturlegan hátt. Hann verður leiðsögumaður, líkt og Virgil í sögu Dantes.

,, Goðsögur sem eru ívið flóknari þróa hlutverkið í leiðsögumann, kennara, og ferjumann, sá sem stjórnar sálunum á leiðinni til framhaldslífs. Í klassíkum fræðum er það Hermes og Merkúr; hjá Egyptum Thoth, í kristni er það Heilagur andi”

Hermes er sonur Seifar og Maia. Hann var guð viðskipta og sendiboði guðanna. Hermes fann upp flautuna og strengjuhljóðfærin. Hann táknar ferðalög.
Merkúr var guð hjá Rómverjum, hann er guð viðskipta líka en að auki guð íþróttamanna, ferðamanna, og fjárhættuspilara. Auk þess var hann guð fágunar, vísindanna og listar. Merkúr sá líka um að leiða hina dauðu til Hades.
Thoth var ritari guðanna hjá Egyptum, sem þekkti alla leynilegu visku, og skráði niður annála hinu dauðu. Hann var velgjörðamaður lærdómar, listar, og fann upp skriftlistina. Hann er táknaður sem maður með haus af bavíana í stað venjulega haus. Á hellinísku tímabilinu rann hann saman við gríska guðinn Hermes, og seinna meir sem Hermes Trismegistur, velunnari töframanna.

Fyrsti þröskuldurinn

Að komast yfir fyrsta þröskuldinn er mikill áfangi og nær Luke því bæði í Mos Eisley, með því að yfirgefa Tatooine og selja eigur sína, og síðar meir með því að kynnast Máttnum. En jafnframt fáum við að kynnast nýjum persónum

Han Solo sem er andstæða Lukes og síðar meir keppninautur. Besti vinur hans er Chewbacca. Han Solo hefur farið um út alla himingeima og lifað lífinu, og efast um þetta afl, sem Ben talar um. Hann er á flótta frá Jabba og hefur verðlaunafé til höfuðs á sér. Við kynnust Han sem útsmogna smyglara sem skýtur Greedo fyrst ( í upprunalega myndinni). Han Solo er ekki hinn dæmigerði hetja, hann er þó ekki alveg andhetja, heldur er hann á gráu svæðinu þar á milli. Honum virðist vera alveg sama um baráttu góðs og ills, eins lengi og hann hlýtur ekki skaða af og getur þénað einhvern veginn. Chewbacca er hins vegar tákngerving hins trausta vins, og útlit hans minnir okkur á hund. Við fáum ekki að vita mikið um Chewbacca nema að honum þyki mjög vænt um Han, og er tilbúinn að gera hvað sem er til að vernda hann. Aðrar persónur sem fáum að kynnast er Jabba, en hann er glæpamaður sem hefur tök á Han. Jabba er glæpamaður og virðist í fyrstu sýn hafa enga þýðingu en það reynist rangt.

R2- D2 og C-3PO eru þeir fyrstu sem við fáum að kynnast í sögunni, en er hlutverk þeirra mikilvægt? Vissulega, eftir áhorfendinn hefur séð allar fimm myndir liggur enginn vafi um það. Þó má benda að hlutverk þeirra fyrst er að byrja ævintýrið. Þeir valda atburðinn sem er kveikiþráðurinn að köllun Lukes. Án þeirra hefði sagan verið tillögulega öðruvísi. Samt er forvitnlegt að spá í hvort að vélmenni geta öðlast greind í mannlegu skyni, eða eins margir meina gervigreind. Gervigreind er ekkert nýtt af nálinni. Matrix er heimur þar sem vélmenni ráða og hafa öðlast gervigreind eftir græðgi mannkynsins varð of mikill. Í Bladerunner er gervigreind ein meginþema í þessari sögu. Star Trek hefur sína gervigreind, en Borg hafa vitund og innlima alla aðra. Allir eru ein vitund, enginn hefur séreinkenni. Skelfing sýn á gervigreind.
Þó eru til jákvæðri útgáfur. Isaac Asimov og sagan hans Bicentennial Man, sem síðar varð kvikmynd, er hugljúf saga um vélmenni sem þráir að vera mennskur og öðlast viðurkenningu sem slíkur einstaklingur. Vélmennið í sögunni þarf að berjast við fordóma og raunir. Líkt og vélmennin í Star Wars. Önnur kvikmynd sem fjallar um svipuð mál er AI, þar er ,,vélmennið“ er strákur sem þráir að vera með móður sinni, hann leitar að töfrakonunni og finnur hana að lokum í formi geimvera. Að lokum fær hann að vera með móðir sinni, óskin hans er uppfyllt að vissu leyti. Allar þessar myndir eða bækur hafa það sameignlegt að yfirfæra mannlegar eiginleikar á vélmennin. Hvað annað má segja um Marvin vélmennið úr The Hitcherhiker´s guide to the galaxy, sem er þunglynt og kaldhæðnislegt vélmenni. Hefur hann ekki þessa gervigreind, það hlýtur að vera ef hann er með þessar mannlegu tilfinningar. Leitin að mannlegum tilfinningum er hluti af Data, hann vill fá svörin. Við sjáum okkur sjálf í vélmennin. Það er þess vegna sem okkur líkar vel við þessi vélmenni, eður ei.


C-3PO er alltaf vælandi og með stanslausar áhyggjur, hann vill ekkert lenda í klandri en samt er alltaf í miðju alls hasar. R2-D2 er einn af þeim mörgum sem sanna að ytri útlit segja ekki til um innri styrk. Artoo er ávallt tilbúinn að hjálpa og lætur ekki vaða yfir sig, ólíkt sessinaut sínum Threepio. Smæð Artoos sýnir okkur fram á að stærð allra er aukaþáttur þegar til kastanna kemur. Andlegir eiginleikar vinna fram fyrir líkamlegum eiginleikum. Þessir tveir eru með hliðstæður í mörgum sögum, þeir eru eitt af mörgum frægum tvíeykum sem skapa fyndi með því að vera svo ólíkir. Við höfum Merry og Pippin, Don Kíkoti og Sanchez, Odo og Quark, Abel og Kain í Sandman og Jay and Silent Bob.

,, The Belly of theWhale”

Oft í sögum lesum við eða sjáum við söguhetjuna eða hetjur í óvenjulegum aðstæðum. Luke er núna í bælið óvinarins, hann er kominn í Dauðastirnið. Leið hans er nú ekki lengur með Obi-Wan, við fáum að sjá Obi-Wan Kenobi berjast og fórna sér svo að Luke gæti sloppið. Obi-Wan verður hluti af Mættinum eftir að Darth Vader slær til hans, og hann hverfur. Auðvitað finnst okkur þetta sjálfsagt mál að vondi-karlinn drepi læriföður sinn, hann er jú, vondur. Eitthvað meira liggur á bak við, Vader vill gjörsigra Obi-Wan, ástæðurnar fáum við ekki að vita fyrr en seinna meir. Eftir að Obi -Wan deyr heyrum við hann kalla á Luke. Þar með hefur Obi-Wan orðið hluti af Mættinum. Eftir þetta höfum við sönnun fyrir því að Mátturinn sé um kringum okkur öll. Málið er þó ekki leyst, þessi trúarbrögð virðast vera á undanhaldi, Vader ásamt Luke virðist vera sá eini sem enn trúir á Máttinn.


Vader
Don´t be too proud of this technological terror you´ve constructed. The abilty to destroy a planet is insignifcant next to the power if the Force.

Motti
Don´t try to frighten us with your sorcerer´s ways, Lord Vader. Your sad devotion to that ancient religion has not helped you conjure up the stolen data tapes, or given you clairvoyance enough to find the Rebel´s hidden fort…..

Hér sjáum við hvernig hinn almenni maður skynjar trúarbrögðin, vísindin hafa tekið yfirhöndina í þessu samfélagi. Vader er samt að vara okkur við um ofurtrú á vísindum, þetta er vísun í þemu, sem kemur sterkari inn seinna meir. Tæknin á móti nátturuna og trú.

Að hitta gyðjuna.

Luke og Han hitta gyðjuna. Það er ekkert nýtt fyrirbæri í sögugerð, en þessi gyðja er ekki tilbúin að setjast og láta bjarga sér, hún ætlar að bjarga þeim. Nú hefur goðsögunni verið breytt til að henta nútímanum. Leia er femínisti og situr ekki kyrr í von um að riddari komi henni til bjargar. Strax í byrjun vitum við hún sé öðruvísi.

Leia
Aren´t you a little short for a stormtrooper?
Luke
What? Oh… the uniform. I´m Luke Skywalker. I´m here to rescue you.
Leia
You´re who?

Hefur þessi setning bara skemmtunargildi, eða er til þess að gefa til kynna að hún sé ekki peð í valdabaráttu karlveldisins? Sjálf var hún mikilvæg í stjórnmálum á heimaplánetunni sinni. Það er margt sem bendir okkur á að Leia eigi ekki eftir að vera ein önnur stöðluð kvenímynd. Hún tekur strax upp byssu og virðist vera mun betri skytta en Han, og jafnvel Luke. Við vissum frá byrjun að hún hefði verið stjórnmálakona, og sáum hana horfa upp á milljón manns deyja eins og lét ekki yfirbuga sig. Leia lætur sig ekkert bregða, hún ætlar sér að sigra. Hún notar hins vegar kvenlegu hlið sína til að sannfæra Han um að vera kyrr og hjálpa, og lætur hann fá samviskubit.

Raunir hetjunnar.

Luke þarf að horfa upp á lærifaðir sinn deyja, en það erfiðasta er eftir, til þess að verða að hetju þarf að stanast þessa þolraun. Hann ætlar að fljúga og reyna tortíma Dauðastirninu. Það virðist ekki ætla verða auðvelt. Honum tekst samt að eyða Dauðastirninu, og á leiðinni notar hann Máttinn. Darth Vader skynjar að Mátturinn sé með honum, nú vandast málin.

,,One scholar has called Star Wars “mysticism for the masses.” You've been accused of trivializing religion, promoting religion with no strings attached“ *

Að lokum endar allt vel og allir eru ánægðir, en margt er í vændum.
Í Empire Strikes back þá sjáum við að Rebellion höfðu aðeins unnið einn sigur, en ekki stríðið. Nú ætlar að keisaradæmið að snúa blaðinu við. Samband Leia og Han verður alvarlegra og okkur grunar að eitthvað sé í aðsigi. Samband þeirra er þó ennþá að þróast, hún vill enn ekki gefa sig eftir og verða hans strax. Sjálfur er hann ennþá að leika skúrk í augum hennar, þrátt fyrir að hann sé yfir sig hrifinn af henni, hegðar hann sér barnalega gagnvart henni. Hún gerir slíkt hið sama með því að kyssa Luke. Hún notar Luke einungis til þess að hnekkja á Han, og halda á spilunum í sínum höndum.

Leia
You make things difficult sometimes.

Han
I do, I really do. You could be a little nicer, too. Come on, admit it, sometimes you think I´m alright.

Leia
Sometimes, smiling ; maybe…occasionally, when you aren´t acting like a scoundrel.

Það er meira á bak við þessi orð en gefur fyrst til kynna, hvorki Leia né Han vill gefa fyrst eftir. Þau eru að leika sér að hvort öðru, og fela tilfinningar sínar.

Luke fer til Dagobah og kynnist þar Yoda. Yoda er mjög gott dæmi um boðskap sem Lucas reynir að miðla til okkur allra. Yoda kemur til hans, en kynnir sig ekki, í fyrsta skipti veit enginn hver Yoda er, allir búast við einhverju hetju. Aðalhetjan hvort sem það er kona eða karl, í flestum sögum er talin vera hávaxin/n, fríð/ur og gædd/ur miklum kostum. Luke segist vera að leita af miklum stríðsmanni, þá segir Yoda þessi orð ;
,, Wars not make one great”.

Það er það andlega sem skiptir máli en ekki að drottna yfir öðrum, einungis að þekkja sjálfan sig. Yoda hefur mörg tengsl við búddhisma og kenningar þeirra.
Þetta litla græna fyrirbæri hnýsist í öllu hjá Luke og lætur hálf kjánalega, síðar vitum við að þetta sé Yoda. Áhorfendur vita að Yoda sé öflugur en flestum finnst erfitt að vita til þess að hann sé svona útlitandi.Yoda lifir fábrotnu lífi, hann er eins munkur úr austrænni trúarbrögðum. Hann sést lifa með því að aðlagast nátturunni. Hann borðar einfaldan mat og er Mátturinn eini félagsskapur hans á Dagobah. Yoda er sannfærður um að hann geti ekki kennt Luke, af því að hann er svo líkur föður sínum.
Luke er óþolinmóður og er dónalegur við Yoda, af því að hann heldur Yoda er ómerkileg vera. Þetta er fyrstu mistök Lukes í myndinni, að mynda sér skoðun á einhverjum við fyrst sýn og telja sig æðri, hugsun sem gengur á bága við kenningar Jedi-ana, en er sniðið að dökka hlið Máttarins. Luke féll á fyrsta prófraun sinni hjá Yoda.

Yoda
To become a Jedi, takes the most deepest commitment, the most serious mind.

og síðan

Yoda
This one I have watched a long time. All his life has he looked away… to the horizon, to the sky. Never his mind on where he was, on what he was doing. Adventure, excitement. A Jedi craves not these things.

Í Empire Strikes back er Boba Fett kynntur til sögunnar, hann er mannveiðari en enginn venjulegur mannveiðari. Vader ávarpar hann beint og segir honum að drepa ekki bráðina. Þá er það augljóst að Fett er meira en hæfur, og til að undirstrika það sjáum við hann sé með hár af Wookie-tegundunni sem safngripur. Boba Fett er hins vegar andhetja í allri sögunni. Boba Fett stendur hvorki með Rebellion né The Empire, hann gerir það sem tryggir sjálfum sér afkomu. Að vísu tekur hann ekki að sér störf fyrir Rebellion, en gerir það fyrir glæpamenn eins og Jabba, ástæðan fyrir því kemur ekki fram fyrir en í Attack of The Clones, Boba Fett er á móti Jedi-reglunni og vinnur því frekar með þeim sem drápu þá. Samt sem áður vill hann ekki taka afgerandi afstöðu. Hann felur sig á bak við grímuna og til þess að vita meira um hann þurfum við að leita til fortíðarinnar.

Í miðju myndarinnar sjáum við Keisarann, hann stjórnar Vader augljóslega. Vader hlýðir honum samt ekki í einu og öllu. Vader hefur aðrar áætlanir. Það er forvitnilegt að vita til þess að Vader er nánast hálfguð og er því næstum því óstöðvandi fyrir meðalmann. Ekki getur Keisarinn verið minni spámaður í þeim efnum og er ráðgátan um hann haldin áfram í Return of the Jedi og Episode 1, 2 og 3.


Lando er þrjótur líkt og Han en hefur samt bundið sig niður með því að sjá um Cloud City. Lando tapaði Millenium Falcon í baccaspil á móti Han, með því höfum við strax nokkur vitneskju um samband þeirra. Han er ekki alveg viss um hvort að Lando ætli að slá til sín eða taka vel á móti sér. Þeir hafa skrautlega fortíð saman, en eru vinir. Nú fáum við fyrstu vísbendinguna um að Leia sé systir Lukes. Leia skynjar tvískinnung í gjörðir Landos, hún treystir honum ekki fullkomlega, næsta rökrétta skrefið er þegar hún nær sambandi við Luke í fjærlægð, hingað til vitum við Ben hefur bara gert það og Yoda fygldist með Luke. Því hljótum við að sjá tengsl, Leia er tengd Mættinum líkt og Luke.

Chewbacca fær síðan fleiri mannlega eiginleika, en öllu heldur kosti, hann er augljóslega flinkur að setja saman hluti sbr. C-3PO og Millenium Falcon. Auk þess fær hann aukin dýpt eftir að viðbrögð hans við frystingu Han. Við skiljum þessar tilfinningar sem hann gengur gegnum og við vitum án vafa er Chewie er mannlegri en margir. Þetta endurtekið trekk í trekk, Chewie er tapsár eins og sást í New Hope, og að auki fullur af andúð gagnvart Lando eftir frystinguna. Er hægt að álasa Lando? Hvað hefði hann getað gert? Að vísu vildi hann halda borginni og var hræddur við Vader. Það er algeng vitneskja hvernig Vader og Veldið fer með fólk sem óhlýðnast.

Á meðan hefur Luke brugðist Yoda þrisvar sinnum. Fyrsta skiptið er þegar hann trúir ekki því að það sé hægt að lyfta skipinu. Luke hefur ennþá efasemdir um Máttinn, og er því vantrúaður á guðlegt afl.

Yoda
,,. Look at me. Jugde me by my size, do you?
And well you shouldn´t. For my ally is the Force. And a powerful ally it is. Life creates it and makes it grow. It´s energy surrounds us and binds us. Luminous beings we are, not this crude matter“.

Luke bregst Yoda aftur með því að hlusta ekki á Yoda. Luke skynjar eitthvað illt í hellinum, Yoda varar honum við og segir hann þurfi ekki vopnin sín. Luke hlustar ekki og tekur þau samt. Þessu lýkur með því að Luke berst við Vader, og drepur hann en það var ekki Vader, heldur Luke sjálfur. Luke hefur fengið aðvörun, hann var hræddur og tók því vopnin með sér, og er því sekur um ótta og árásarhneigð, þess vegna sjáum við líkneskju Lukes í staðinn fyrir Vader, hann er á leiðinni að feta í fótspor Vaders. Luke fer síðan á brott þegar hann skynjar að vinir hans séu í hættu á Bespin. Yoda segir honum að framtíðin sé óljós og margt ráði henni. Luke fer samt gegn ráðum Bens og Yoda. Eftir þetta vitum við að það einhver annar sem er tengdur Mættinum, Yoda segir að það sé annar. Hér fáum við vísbendinguna um að Leia sé þessi önnur. Leia skynjar Luke þegar hann í vanda staddur, og er því skyld honum, það er augljóst eftir opinberun Vaders


Opinberunin.

Luke og Vader berjast og því lýkur með því að Vader segir honum að hann sé faðir hans. Luke er ringlaður, hann hélt að Vader hefði myrt föður sinn. Hann veit ekki hvernig á að bregðast við. Föður-ímyndun er allt sem hann þráir ekki að vera. Nú er skilgreining áhorfendans vefengt, hvernig getur hann verið faðir hetjunnar. Nú snýst sagan ekki aðeins um baráttu á milli góðs og ills, heldur er þetta fjöldskyldusaga líkt og Godfather-þrennan. Í fyrsta skipti notar Vader, nafn Lukes og reynir að sannfæra um að ganga til liðs með sér.

Darth Vader
,, There is no escape. You have only begun to discover your true power. Join me and I will complete your training. With our combined strength, we can end this destructive conflict and and bring order the galaxy”.

Darth Vader
Obi-Wan never told you want happened to your father.

Luke
He told me enough. He tolded me you killed him.

Darth Vader
No. I am your father.


Eftir að Leia, Lando og Chewbacca bjarga Luke reyna þau að komast burt, og áður en þau ná því takmarki, nær Vader sambandi við Luke. Eftir að þau sleppa er Vader vonsvikinn, en hann lætur það ekki bitna á aðra, hann drepur ekki né skaðar neinn. Með því öðlast hann viðurkenningu sem mannvera, en áður fyrr líta flestir á hann sem sambland manns og vélmennis, en smátt og smátt í myndinni sáum við að þetta var aðeins maður sem lifir með aðstoð tækja. Og eitt atriði sem undirbýr áhorfendann um að Vader sé ekki bara illur, er þegar hann hindrar Boba í að skjóta Chewie, af hverju þurfti hann að gera það? Það var engin ástæða til þess, þetta er þversögn við skoðanir Keisarans um aðrar lífverur. Hann lítur niður á þær en Vader bjargar honum. Að sjálfsögðu beitir Vader, Han Solo þyntingum og lætur fyrsta hann, en það er er gert í því skyni að ná syni sínum Luke.

Myndinni lýkur á því að Lando og Chewie ætla bjarga Han frá Jabba. Á meðan höfum við Luke og Leia sem horfa á eftir þeim. Myndin er búin og hetjurnar unnu ekki, heldur varð sagan flóknari. Allt var ekki svart og hvítt.

Í Return of the Jedi er Luke orðinn að Jedi og sannar sig sem slíkan. Fyrrihluti myndarinnar sýnir fram á hversu öflugur hann er orðinn, hann bjargar Han en ekki öfugt. Luke efnir loforð sín og fer aftur til Dagobah, en þegar hann kemur uppgötvar hann að Yoda er að deyja. Yoda varir Luke um Keisarann.

Yoda
Do not underestimate his powers, or suffer your fathers fate you will.

Yoda upplýsir hann um það sé líka annar Skywalker og Ben segir honum að það sé Leia. Ben segir honum frá fortíðinni og við vitum að Ben kennir sjálfum sér um fall Anakins.
Ben
,,You're going to find that many of the truths we cling to depend greatly on our own point of view.“


Boba Fett ,,deyr” ómerkilegan dauða, eða hvað? Ef litið er til nýrrar myndarinnar er augljóst að hann sé afurð tæknis. Jango Fett er ,,faðir“ hans, og er Boba Fett einræktaður. Boba deyr samt út af völdum nátturnar, það er Sarlaac sem gerir það. Nátturan hefur náð yfirhöndinni enn á ný.


Þegar Luke og allir hittast og leggja á ráðin til þess að ráðast á nýja Dauðastirnið, þá er fullljóst að uppgjör á milli Lukes og Vader er óflyjanlegt. Luke fer til þess að vitja Vader, nú byrjar valdataflið, Luke vill bjarga Vader, en Vader vill steypa Keisaranum af stóli og ráða með Luke, Keisarinn vill losa sig við Vader og fá Luke. Keisarinn vissi bara um Luke, hann fékk að vita um hann í Empire Strikes Back, alla tíð hélt að hann börn Anakins höfðu ekki lifað af. Samt nær Keisarinn að snúa sér þetta í hag, hann ætlar að taka Luke að sér sem nema. Luke vinnur föður sinn og virðist ætla verða að Vader sjálfur en lítur á höndin á sér, og man eftir öllu sem Yoda of Ben sögðu.
Luke
,,Your overconfidence is your weakness.”

Palpatine
,,Your faith in your friends is your“.

Allt virðist stefna í sigri Keisarans, en því verður breytt, Vader horfir á son sinn og ákveður að bjarga honum með því að drepa Keisarann. Ástin hans gagnvart Luke er sýnd þar. Anakin er kominn aftur og uppfyllir spádóminn, Balance of the Force. Aðeins Anakin gat gert það en ekki Luke. Sagan er um Anakin og fall hans og að lokum endurlausn hans. Vader sem allir álitu vera hið vonda einu sinni áður er orðinn að hetju aftur.

Eftir að Luke kemst í burtu og allir fagna þá sjáum við Obi-Wan, Yoda og Anakin saman, orðnir hluti af Mættinum. Palpantine hins vegar deyr kvalarfullan dauða og deyr á andstæðan hátt við alla hina. Við vitum líka að Anakin og Qui Gon Jinn hverfa ekki eins og Yoda og Obi-Wan, hins vegar kemur í ljós seinna að Qui Gon Jinn er hluti af Mættinum og náði að tengjast því, líkt og Anakin nema hann birtist og Qui Gon ekki. Darth Maul og Palpatine munu aldrei verða hluti af Mættinum, þeir notfærði sér dökka hliðsins og þurfa því að gjalda þess. Anakin er hinn útvaldi sem var notfærður af hið vonda.

Ofurtrú á tækni varð Keisaranum líka að fjörtjóni, hann taldi að frumstæð þjóð eins og Ewokar gætu ekkert gert. Þessi þema er stór partur af sögunni. Þeir sem voru taldir ósigrandi tapaði fyrir nátturunni.

Er Anakin Kristur ?

Eins og flestir vita segir bíblían frá því að Kristur hefði fæðst og María Mey hefði átt hann og varð hann getinn með yfirnátturlegum aðferðum og móðir hans hefði verið hrein mey. Við skulum láta það ligga kyrrt ef Jósep hefði sætt sig við það kona hans væri ófús til að rekkja hjá honum, og heldur víkja að megin-þemu sögunnar. Anakin er getinn af Mættinum, hann er því Kristur í Star Wars heiminum. Þetta minni hefur verið notað í margar aldir og var löngu við lýði áður en kristni tók það að sér fullkomnlega. Hetja sem er eingetinn. En hvað er Mátturinn? Mátturinn er til útaf midichlorians.
,,Midi-chlorians, útskýrt af höfundi Star Wars, George Lucas:
,,Midi-chlorians are a loose depiction of mitochondria, which are necessary components for cells to divide. They probably had something–which will come out someday–to do with the beginnings of life and how one cell decided to become two cells with a little help from this other little creature who came in, without whom life couldn't exist. And it's really a way of saying we have hundreds of little creatures who live on us, and without them, we all would die. There wouldn't be any life. They are necessary for us; we are necessary for them. Using them in the metaphor, saying society is the same way, says we all must get along with each other.” *

Qui Jon Ginn uppgötvar að Anakin hefur hæsta magn sem nokkuð tímann hefur fundist, jafnvel Yoda hefur ekki svona mörg. Qui Jon Ginn hefði verið í Jedi-ráðinu ef hann hefði farið eftir reglum þeirra, en hann leyfir sér að hugsa öðruvísi. Hann er undanfari Anakins og jafntframt læriföður og faðir hans í smá tíma. Qui Jon er líka lærifaðir Kenobi. Málin flækjast hins vegar þegar það kemur í ljós að Count Dooku þjálfaði Qui Gon. Count Dooku yfirgaf Jedi- regluna. Þetta mál kemur fram í Attack of The Clones.

Móðir Anakins er hlý og góð, við vitum að Anakin elskar hana mikið og er of nátengdur henni til að gleyma henni, við vitum að þegar hann yfirgefur hana verður afdrífaríkt val seinna meir. Við höfum persónur sem við eigum eftir að sjá betur, við eigum eftir að læra um Mace Windu, meira um Yoda og Padme Amidala.

Jar Jar er persóna sem margir hata en skilja ekki tilgangs hans. Jar Jar er hluti af Mættinum eins og hver annar. Hann þjónar sögunni og klaufska og gleði aðeins til að leggja áherslu á hversu góður hann, Jar Jar Binks er áhrifavaldur í Star Wars sögunni. Klaufinn sem meinar öllum vel en færir vandræði. Að líta á Phantom Menace sem misheppnað verk er mistök af hálfu margra. Hún er hluti af sögunni eins og allar hinar, það er ekkert svo mikið um ævintýri um að vera því að góðu öflin ráða. Hinar myndirnar voru í miðju stríðs. Það er valdabaráttu í gangi, í TPM er Palpantine að leggja á ráðin og er ekki allt sem sýnist.Trúarbrögð í Star Wars koma sterkust fram þar. Muninn á milli Sith og Jedi. Darth Maul hatar, og notar reiði sína, hann er eins og stormsveipur.

Myndin og bókin mun svara margar spurningar en ekki allar. Anakin velur leið sína og við munum meta hvort að þessar ákvarðanir eru réttmætar eða ekki, það er þó ákvörðun áhorfendans að meta hvort að Anakin sé góður eða vondur, eða jafnvel líta á málin öðruvísi og segja að hann gerði mistök.


Ástin er stór þema í öllum myndunum. Anakin elskar móðir sína og missir hana með því að þurfa yfirgefa hana. Amidala elskar þjóð sína og er reiðbúin til þess að nánast hvað sem til að bjarga þeim. Palpantine elskar völd og svifst einkis til þess að fá þau.
Anakin og Padme eru ástfangin en þau mega það ekki. Ástin verður í annað skiptið hindrun í lífi Anakins, Jedi-reglan reynir að ræna honum þessum tilfinningum. Í Empire Strikes back, er ást stór partur af myndinni og líka Return of the Jedi, Luke og Leia ástin á milli systkina, ástin á milli sonar og föður, ást Leia og Han og loks vinarást.




Kynþáttahyggja í Star Wars birtist í ýmsum formum
Fordómar sem sjást eru fordómarnir gegn vélmennum, í A New Hope mátti Threepio og Artoo Detoo ekki koma inn á barinn. Eru fordómar gegn vélmennin bara við lýði á Tatooine eða annars staðar? Ef litið er til Jedi-ráðsins, þar sjáum við gríðarlegt samansafn af ólíkum einstaklingum, af ólíkum tegundum mynda eitt voldugsta bandalag sem vitað er um. Jedi-reglan gerir ekki greinarmun á fólki eða verum, þá höfum séð að trúarbrögðin tengja alla sama í þennan heim.


Munurinn á Sith og Jedi

At last we will have revenge.

Fear attracts the fearful, the strong, the weak, the innoucent. Fear is my ally.

I sense much fear in you. Fear is the path the darkside. Fear leads to anger, anger leads to hate, hate leads to suffering.

Eru þetta sömu trúarbrögðin? Munurinn kannski felst í boðskap hvora tveggja, eitt boðar frið, helga sig að reglunni, berjast aðeins í sjálfsvörn. Sith leitast eftir að stjórna með hatri og vald. Þeir vilja drottna yfir aðra en Jedi-ar, leitast á við að vera hluti af nátturunni og Mættinum og þjóna henni.


Áhrifavaldar

Allar myndir Kurowasas, Flash Gordon og Buck Rogers. Sögurnar um Arthúr konung. Errol Flynn myndir, stríðsmyndir. Annað sem ber að nefna sem margir lenda í er það dæma verkin illa. Gagnrýni á The Phantom Menace eða Fellowship og the Ring er ósanngjörn. Bent hefur verið á það þessi tvö verk sé ekki jafn skemmtilegar eða góðar og hin verkin. Svona hugsunarháttur er nátturlega svolítið firring, þær eru órjúfanlegar hluti af hinu.

Eins og lesandinn hefur komist af er margt sem kemur fram í þessum myndum. Klassískar þemur deyja ekkert úr, það skiptir engu hvort að þær eru í trúarbrögðum eða orðnar að goðsögum, það er ávallt boðskapurinn sem stendur upp úr. Ást, fjölskylda, baráttan á milli góðs og ills. Eftir stendur að Star Wars er heimur sem sameinar marga, þrátt fyrir ólíkar skoðanir og hugmyndafræði. Töfrarnir eru fólgnir í því.

Heimildir:

Campbell, Joseph, The Hero with a thousand faces(Fontana Press, Bretland, 1949)

Glut, F Donald, Star Wars- The Empire Strikes back, byggð á sögu eftir George Lucas, Handrit eftir Leigh Brackett og Lawrence Kashdan.( Del Rey, New York, 1980)

Lucas, George, Star Wars- A New Hope- handrit ( faber and faber, London * Boston, 1997)

Lucas, George, The Phantom Menace( 20th Century Fox, Bandaríkin, 1999)

Page, Micheal, Encyclopedia of things that never were( Penguin Studio, 1985)

Sansweet, Stephen með Daniel Wallace and Jose Ling, Anakin Skywalker - The Story of Darth Vader(Chronicle Books, San Francisco, 1998)

Time, 26 Apríl, 1999, Vol 153, No 16 * Viðtal við George Lucas

Willis, Dr. Roy, Goðsagnir Heimsins(Mál og Menning, Reykjavík,1998)

http://www.theforce.net/midichlorians *


Allar fyrirspurnir eða ábendingar er hægt að senda á avalon@mi.is

Ef óskast er eftir að nota þennan texta þá skal geta til um heimilda og spyrja höfund jafnframt um leyfi til slíkra notkuns. Annað er ritstuldur.
Through me is the way to the sorrowful city.