Jæja, þá verð ég að reyna lífga upp á þessu hérna apparati áður en myndin kemur. Ég ætla byrja því að spyrja nokkrar spurningar og síðan fjalla ítarlega um nokkra hluti. Í fyrsta lagi er einhver að fara á fimmtudag til þess að sjá hana. Ég er búinn að kaupa miða mun framarlega, æi mér finnst það líka betra. Það var alveg stappað í miðjunni. Ætlar einhver að fara sem karakter? Allavega vona ég að það verði pizzur en ekki ,,kafbátar”. Veit einhver hvort það verði Margarita pizzur eða grænmetis-pizzur? Kannski veit enginn en hvað um það. Er einhver hér sem er búin/n að lesa bókina, ég er að fara drífa mig í því, var að fá hana í hendurnar, pantaði það af [amazon.com]. Ef þið viljið ekkert vita um myndina þá ráðlegg ég ykkur að hætta lesa, sumt gæti verið spillandi.


Myndin lofar mjög góðu og er fullvisst að margir munu fyrirgefa Lucas fyrir Phantom Menace, að mínu mati er TPM mjög góð en Lucas hefði ekki átt að klippa sum atriði. Jar Jar er ekki það hræðilegur, það var reyndar hræðilegt að fara í bío og vera með krökkum og hlusta á þau tala um hann, allavega gerður bandarískir krakkar það. Önnur gangrýni sem ég hef er hvað varð um allt fólkið á Naboo? Það var gerð innrás en samt sjáum við svo lítið af því, það hefði verið betra að sýna örvæntinguna betur. Ég hefði viljað sjá meira samskipti milli Anakins og Qui Gon Jinn, hann var eins og faðir í smástund. Samt tel ég það ekki gott að það sé verið að dæma myndina fyrir að vera of flöt, ég held að væntingarnar hafi verið of miklar og síðan er erfitt að standa sér á báti þegar allar hinar eru settar til samanburðar. Síðan er þetta saga sem á að vera ein heild en ekki mynd út fyrir sig. TPM var aðeins kynning og til þess að setja allt upp, við sjáum hvernig Padme og Anakin hittast, fáum að sjá Lýðveldið, við horfum upp á Palpantine vera Phantom Menace, þessi hluti af sögunni átti ekki að vera átakanlegur heldur einungis vísbending um það sem koma skal.

CGI
Nú er þetta mismunandi eftir fólki, sumir vilja meina að Lucas noti of mikið af því og það sé illa gert, en sumum finnst það æðislegt. Ég er í seinni hópnum. Jú, af hverju? Af því að allar fyrri myndirnar styðjast við tæknibrellur og ná markmiði sínu vel, oftast. Mér finnst það ákveðinn fásinna að dæma nýju myndirnar útaf tölvutækninni, þetta gerir okkur kleift að njóta þess að tæknin sé til staðar. Eins og ég skrifaði um daginn þá vildu sumir vera gagnrýna Yoda, en vil ég biðja þetta fólk um að hætta að nöldra. Ég fer á myndina til þess að njóta hennar, en ekki til að velta mér yfir því hvort að Yoda hafi minnkað um þrjá sentímetra eða hækkað um þrjá.


Jedi-Council
Þetta er atriði sem ég vil stikla á. Sumir hafa gagnrýnt þingið fyrir að hafa ekki séð fyrir hrun lýðveldisins. Eins og Yoda segir þá er erfitt að sjá dökku-hliðina, hún blindur. Þetta kemur inn á Palpantine á eftir. Mjög margir hafa sinn uppáhaldskarl úr þeirra raðir og eru hræddir um að þau deyi. En það er alveg öruggt að margir munu deyja, en munum við sjá Anakin drepa einhverja? Það er nú spurning, persónulega finnst mér fáranlegt að hafa þriðju myndina með PG-merki, þrátt fyrr að börn vilji sjá hana, það bara liggur í augum uppi að margir deyi.


Mace-Windu
Þetta er karakter sem allir fíla í ræmur eða gjörsamlega hata. Ég fíla hann og er George Lucas hrifinn af þessum karakter sjálfur, ég spái því að hann hafi mikið þátt í því að Leia, Luke og Padme komist í burtu. Margir vilja meina að hann deyi af völdum Anakins, það getur verið mögulegt en samt. Allt í lagi, við höfum Anakin sem er með mesta midi-chlorian magn í sögu Jedi-ana og síðan höfum við Jedi-Master sem ræður yfir allri reglunni ásamt Yoda, eitthvað hlýtur að vera góður, hann er víst goðsögn í reglunni. Anakin stjórnast mikið af tilfinningum sínum líkt og Luke og hefur það alltaf verið til trafala. Anakin er hæfileikaríkur en það er stundum ekki nóg gegn reynslu og yfirvegun. Mace Windu verður mikilvægur fyrir söguna í næstu mynd, en hvernig er spurning. Það hefur verið þrálátur orðrómur á kreiki að hann sé svikari, en það er víst rugl.

Anakin
Hann er hrokafullur og hlýðir ekki reglum Jedi-ana. Hann saknar ennþá móður sinnar, og að vissu leyti yfirfærir tilfinningar sínar yfir á Padme, en ekki að öllu leyti. Í Phantom Menace var svona bróðir-systir tilfinning í gangi, hann var væntalega ekki komið með hvolpavitið þá. Það er óþarfi að segja of mikið um hann, þið sjáið það sjálf hvernig hann bregst við mótlæti, og þá skulið þið muna þessi orð vel sem Yoda sagði;
I sense much fear in you, fear leads to anger, anger leads to hate, hate leads to suffering.

Padme
Hún mun lifa af í öllum þremur myndunum. Það hlýtur að vera, því að Leia segist muna eftir henni og hvað hún hafi verið sorgmædd. Sumir vilja meina að hann hún setjist að í Alderann, og deyi þá. Það stenst ekki, hún hlýtur bara að deyja af sorg, Leia gaf það í skyn að hún hefði dáið ung, það útilokar þá dauði hennar í A New Hope. Það sem ég hef séð í myndum og lesið um, þá er hún voða svipuð og dóttir sín Leia. Hún er allavega er þetta hörkukvendi.

Yoda
Það er ennþá margt ósvarað um hann og spurningin er sú, verður því svarað? Til dæmis er ekkert vitað um tegund hans né uppruna. Tengjast tegund hans, The Journal of Whills? George Lucas var að gæla sér við hugmyndir um það yrði sögumaður og það yrði einver Yoda-tegund. Ég las reyndar um það ætti að ávarpa þetta um tegund hans í Episode 3. Yoda er alltaf flottur.

Þetta er konan sem er af sömu tegund og Yoda, hún Yaddle. Var eitthvað að heyra um það hún væri dáin, er það bara Expanded universe eða þóttþétt? Veit einhver?
[http://www.starwars.com/databank/character/yaddle/index.html]

Það sem gerir mig forvitna er Aurra Sing, hún sást ekki mikið í Phantom Menace, en mun hún spila stórt hlutverk í 3? Ég hef ekkert heyrt um hana í 2, ég held að hún verði ekki í því. Það hlýtur að vera ástæða fyrir því að Lucas lét hana í myndina hjá pod-keppninni.

Palpantine
Þetta er stór spurning, flestir vita að hann verði Keisarinn, en er einhver ,,plot-twist” í gangi? Mun þetta vera svona augljóst eða er ekki allt sem það sýnist? Ég er þá ekki að tala um hann sé klónaður, enda er ekki hægt einrækta midi-chloarins, mér er sama um hvað stendur í Dark Empire. Af hverju skynja þeir hann aldrei? Er hann svo öflugur Sith? Hann er holdgerving alls ills en nær að fela sig.

Count Dooku
Ég hef talað um hann áður, en er forvitinn að vita hvað aðrir eru Lost Twenty, því veður eflaust svaraði einhverjum bókum eða bók. Dooku er mikilvægur hlekkur við fortíðina og framtíðina, hann sýnir hvernig Jedi-riddarnir sjá ekki heildarmyndina. Hann notar bardagatækni nr 2með sverðinu sem flestir núa á dögum ráða ekki yfir, en Mace Windu notar 7 sem er nátengd Sitth, en Yoda notar víst númer 1,

Jar Jar
Hann er að stefna í því að verða hræðilega sorglegur karakter, flestir ættu að fyrirgefa hann fyrir mistök hans, ef ekki þá hatið þið hann ennþá meira. Hann verður með mun minni hlutverk í þessari mynd, þannig margir ykkar getið verið glöð yfir því. Ef þið lesið Lér Konung þá skiljið þið hvað ég á við, hins vegar er þetta ekkert nýtt bókmenntaminni en samt ótrúlega áhrifaríkt, það skapar ennþá meiri sorg.

Vörur
Hvernig gengur það? Þessi miðar sem ég keypti í Nexus er helvíti flottir.
Er reyndar bara búinn með Jango Fett-söguna en ekki Zam-Wessel, hvernig gengur hjá ykkur? Ég á eftir að kaupa slatta, eins og Rogue Squadron og svoleiðis.
Through me is the way to the sorrowful city.