Jæja, ekki er nú öll vitleysan eins. Þegar áhöfn Enterprise-E kom aftur í settið til að halda tökum áfram, tóku allir eftir gati í leikmyndinni, stóll skipherrans var horfinn. Núna hefur tökum verið frestað vegna þessa en þetta er sko ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist. Árið 1996, þegar stóllinn hans Kirks var á sýningu var honum stolið og fannst ekki aftur. Stóllinn á Enterprise-D hvarf líka rétt fyrir tökur á Generations.

Núna þurfa þeir að fá nýjan stól en hann mun kosta um 1.500.000 kr. eða 15000 USA$. Tökumenn vinna hörðum höndum við að fá nýjan en gamli stóllinn á sennilega eftir að vera seldur miklu dýrar á svarta markaðinum.

Samkvæmt Tom Cuneff hjá People Magazine… “The studio suspects an inside job, but they've yet to catch the culprits” eða, snarað á hið indiskæra mál, íslenskuna “Starfsmenn eru grunaðir, þó að enginn sérstakur hafi verið nefndur”
Af mér hrynja viskuperlurnar…