Hæ.

Það sem ég er að velta fyrir mér, og hefur farið dáldið í taugarnar á mér, er dáldið smáatriði í sambandi við þessar margumræddu rákir á enni klingona (þetta er samheiti - lítill stafur…!)

Nefnilega; Í TOS voru þeir ekki með rákirnar vegna þess að þeir höfðu ekki efni á að ‘meika’ leikarana, rákirnar komu fyrst í bíómyndunum og voru eftir það. Nú var ég að horfa á ‘tribbles’ þáttin í DS9 um daginn og þar var Worf spurður út í þetta og svarið var ‘We do not disscuss it with outsiders’! Þetta er alltaf búið að vera viðhorf þeirra sem búa til ‘cannon’ið' fyrir Star Trek, það er að gefa engar skýringar á hvernig ennin á klingons urðu svona á um, hvað, 10 árum. (Frekar stuttur tími fyrir svona þróun að eiga sér stað náttúrulega?) Þannig hefur þetta alltaf verið dálítil ‘mistery’.

Svo var ég að horfa á ENT-Broken Bow um daginn (Hérna kemur pointið! :-) ) og gettu hvað! Kemur ekki eitt stikki klingon og brotlendir á Jörð! Og gettu hvað! Hann er með RÁKIR Á ENNINU!!! Halló? Á þetta ekki að gerast FYRIR TOS? Eða er ég að missa af einhverju miklu?

Og áður en þið segið það; ég veit að þetta eru ‘bara’ sjónvarpsþættir, en þetta eru sjónvarpsþættir sem mér þykir vænt um! Og já, ég veit líka að þetta er of löng grein um svona lítið mál, en það skildaði þig enginn til þess að lesa hana! :-)

Ást og friður til ykkar allra ;-)

X