Einkenni tegundanna Ég var að hugsa, til hvers allar rákirnar og skorurnar og útvextirnir o.s.fv. á öllum tegundunum væru. Þetta hefur áreiðanlega þróast svona en þetta hlýtur að hafa einhvern tilgang. Eyrun á ferengum eru að sjálfsögðu svo þeir heyri betur, forfeður þeirra hafa verið veiðidýr og hafa þróast þannig, en eyrun hljóta bara að þvælast fyrir viðskiptavitinu þannig siðmenning þeirra hefur sennilega þróast mjög hratt.
Klingonar eru öðruvísi. Rákirnar á höfðinu á þeim hafa líklega ekki verið á þeim í upphafi en hafa myndast þegar þeir fóru að berjast svona mikið, og voru þá líklega hugsaðar til að styrkja höfuðkúpuna og vernda heilann frekar.
Útvextir annarra tegunda s.s. vúlkana, bajora, kardassa o.s.fv. gætu þjónað einhverjum tilgangi, bæði eins og í tilfelli ferenganna, að auka mátt skynfæranna, eða eins og hjá klingonunum að vernda mikilvæg líffæri.
No guts, no glory