Star Trek: The Next Generation á DVD Hæ hó jibbí jei og jibbí jei, það er komið startrekthenextgenerationádvdtillandsins….

Þetta kom í Nexus í dag og ég fékk fyrsta eintakið hjá þeim, sem þýðir að það eru aðeins fjögur eftir… Fyrstir koma fyrstir fá.

Ég er búinn að vera að browsa í gegnum diskana og vá hvað það er gaman að komast aðeins í gamla góða TNG fílinginn aftur. Öll uppsetning á diskunum er í skemmtilegum LCARS stíl og það eru blíbbhljóð og alles.

En aðalatriðið er nú samt það að þetta eru mjög góð bæði mynd og hljóðgæði sem gerir lífið betra. Húrra fyrir Stafrænum Mynddiskum.
Það skemmtilega við þetta er það að horfa á þetta döbbað á frönsku, þýsku, ítölsku og spænsku. Alveg hræðilegt…. :) Sérstaklega að hlusta á byrjunina: “Space, the final frontier. These are the voyages of the Starship Enterprise…..etc.” og það á spænsku :)

Svo er það með þessi special features sem er á diskunum. Ég er að vísu ekki alveg búinn að horfa á það allt. En það sem ég sá heitir “The Beginning”. Það fjallaði um það þegar þetta var allt að fara af stað. Nokkur viðtöl við Gene Roddenberry og auðvitað allt crewið líka. Ja, þið verðið bara að horfa til að heyra…

Svo voru svona smáatriði í þáttunum sem maður var búinn að gleyma. Eins og til dæmis þegar Riker kallaði Data Pinocchio í Encounter at Farpoint. Þetta var þegar þeir voru staddir á Holodeckinu og Data var að æfa sig í því að blístra.
Svipurinn á Data þegar Tasha var að táldraga hann í The Naked Now.
Og svo nottla auðvitað má ekki gleyma berrössuðum vanganum á Riker.

En ég er ekki búinn að horfa á næstum því allt, þannig að það á eftir að koma meira frá mér…


Jugglerinn