Þrír sjóliðar voru kosnir sjóliðar ársins um borð á skipinu U.S.S. Enterprise, þau heita Robert Pickering, Timothy Whittington og Sara Elizabeth Pizzo. Það er nú ekki frásögu færandi nema af því að þeim var boðið að koma fram í Enterprise þættinum “Desert Crossings” og þáðu þau það boð. Þeir sem hafa verið um borð á Enterprise fengu senda til sín Enterprise þætti og þau fengu móttöku skilaboð frá Scott Bacula þegar þau komu heim í nóvember á síðasta ári, ástæðan er sú að þetta eru svo miklar hetjur sem fóru að berjast gegn hryðjuverkum út í hinum stóra illa heimi.

Mitt álit er að þó svo að þetta skip heitir Enterprise, þá ætti Star Trek að einbeita sér meira að skemmtilegu sambandi við NASA og rannsóknastofnanir, ekki við her.
Mig langar bara að vita hvort aðrir séu sammála mér í þessum málum, eða hvaða álit þið hafið á svona. Samt er ekkert nema gott um það að segja að áhöfnin á Enterprise fái að horfa á Enterprise! ;)