Saga Sithanna Saga Sithanna

Endilega látið mig vita ef þið finnið einhverjar staðreyndavillur. þessi grein mun verða birt í skólablaði Menntskólans við Hamrahlíð, og ég vil ekki hafa neinar villur í henni þar.

Endur fyrir löngu, í vetrarbraut langt, langt í burtu var pláneta að nafni Korriban. Á þessari plánetu lifðu verur að nafni Sith, sem á þeim tíma var sérstök tegund af lífveru, öfugt við þá sem voru síðar kenndir við nafnið. Sithar voru mjög tengdir við myrku hlið máttarins, og voru fræði þeirra ein uppistaða Sith-Reglunnar sem síðar réð stórum hluta vetrarbrautarinnar. Þessir fornu Sithar voru rauðir, með nokkurskonar yfirskeggsfálmara.
Í kringum 6900 BBY komu fyrstu Jedarnir í kynni við hina dularfullu Sith, sem höfðu þá átt í blóðugri borgarastyrjöld frá því að leiðtogi þeirra, svokallaður Sith‘ari féll í bardaga um plánetu þeirra. Jedarnir voru þó engir venjulegir Jedar, eins og vetrarbrautin þekkir svo vel, heldur útlagar sem höfðu mengast af myrku hlið máttarins, og leituðu skjóls eftir að hafa háð stríð við lýðveldið í hundrað ár. Myrku Jedarnir (Dark Jedi) tóku við stjórnartaumunum á Korriban, og komu reglu á hlutina. Eftir langa samveru vou Jedarnir búnir að kynblandast Sithunum. Litarháttur þeirra breyttist, og þeir breyttust úr hugsuðum í hermenn. Einn fyrsti Sith herrann sem lét að sér kveða utan Korriban var Naga Sadow. Myrku Jedarnir voru löngu gleymdir, og það var því áfall fyrir lýðveldið að þeir skyldu birtast aftur, mörghundruð árum seinna. Þeir háðu blóðugt stríð sem kallað var The Great Hyperspace War. Naga Sadow reyndi fyrstur Sitha að taka yfir vetrarbrautina, eftir að hafa tekið við sem keisari Sithanna eftir dauða Marka Ragnos. en stríðið gekk ekki nógu vel fyrir sig, og Sadow flúði til plánetunnar Yavin og byggði musteri til heiðurs sér á fjórða tungli plánetunnar. Mörgum árþúsundum síðar voru þessi hof notuð sem höfuðstöðvar uppreisnarinnar, undir stjórn Leiu Prinsessu og Mon Mothma. Sadow kom sjálfum sér fyrir í djúpsvefni í mörghundruð ár, og ekki er vitað með vissu hver örlög han urðu. Eftir þetta er lítið vitað um örlög upprunalegu Sithanna, fyrir utan lítinn hóp sem lifði í einangrun á plánetunni Told.

Fyrsti Jedinn sem fór ekki aðeins yfir á myrku hliðina, heldur var einnig þjálfaður samkvæmt kenningum Sithanna, var Freedon Nadd, en hann fann Naga Sadow í dásvefni á Yavin IV. Sadow kenndi honum leiðir Sithanna, og hafði Nadd gífurleg áhrif á Sithregluna í mörg ár. Þegar Nadd lést varð andi hans eftir í hinum veraldlega heimi.
Öldum síðar kom loks að því að Sitharnir sneru aftur, þegar ungur Jedi að nafni Exar Kun varð heldur áhugasamur um sögu hinna fornu Sitha, og myrku hliðina, og að loknu lærlingstímabili sínu hélt hann í alheimsreisu í leit að fróðleik Sitha. Hann kom loks á plánetuna Onderon, þar sen Freedon Nadd hafði síðast aðsetur. Þar náði Kun sambandi við anda Nadds og gerðist lærlingur hans. Nadd tók Exar Kun til Yavin IV þar sem kraftar Kun urðu stórkostlegir. Segja má að Exar Kun hafi verið sá sem kom Sith reglunni aftur í dagslósið, en áður hafði hún verið í felum í fjölda ára. Exar kun var ógn við lýðveldið og fyrrverandi lærisveinn hans, Ulic Qel-Droma gaf lýðveldi upplýsingar um aðsetur hans. Kun fann fyrir þessu í mættinum og beitti allri sinni orku til að verða að mættinum. Jedar lýðveldisins fundu fyir því og settu upp varnarskjöl um plánetuna sem kom í veg fyrir að andi Kuns myndi sleppa frá tunglinu Yavin IV. Andi Exar Kun var fastur þar, allt fram á árið 11 ABY, þegar Logi Geimgengill þufti að beita öllum sínum kröftum til að sigra Kun.

Eftir hvarf Kun hurfu Sitharnir úr vetrarbrautinni í nokkra áratugi, eða þar til að Mandaloriansstríðið hófst. Það varð til þess að tveir ungir Jedar, að nafni Revan og Malak. Þeir fóru í útjaðar vetrarbrautarinnar, og fundu þar uppsprettu mikils ills afls. Þegar þeir sneru til baka höfðu þeir gerst Sithar, og tók þá við stríð við lýðveldið. Þar sem Revan var sterkari af þeim tveimur þá tók hann titilinn Sith Meistari. Malak snerist hinsvegar gegn meistara sínum, og tók þá sjálfur við titlinum. Revan náði þó fram hefndum, en hann snerist aftur til ljósins og sigraði Malak. Revan og Malak eru taldir hafa byrjað hefðina sem segir til um að Sithar hafi titilinn Darth, þó dæmi hafi verið um það fyrir þeirra tíma, ásamt því að þeir voru fyrstu Sitharnir sem notuðu eingöngu rauð geislasverð, og eftir það hafa flestir notað slík.
Af Malak tók svo við þrenning sitha, þau Darth Traya, Darth Sion og Darth Nihilus. Traya var gömul blind kona, með ótrúlega tengingu við máttinn. Hún elti slóð Revans út í útjaðarinn og fann þar Sith lærdómssetur. Hún snerist til myrku hliðarinnar og leitaði uppi truflanir í mættinum og fann Nihilus og Sion. Sion var Sith frá tíma Exar Kun sem hafði verið sigraður í bardaga og notað reiði sína til að halda lífi, og var hann orðinn steingerður og í eilífum sársauka sem jók illsku hans til muna. Það eina sem hélt brothættum líkama hans saman var gríðarleg reiði og mátturinn. Nihilus var hugsanlega einhvertíman mannvera, en sú mannvera var löngu horfin, og það sem var eftir var einungis skuggi, með óseðjandi hungur fyrir máttarorku. Hann var einn af fáum Sithum sem leitaði ekki eftir heimsyfirráðum, heldur vildi hann aðeins seðja hungur sitt. Nihlus drap nánast alla Jeda sem voru uppi þega hann kom fyrst fram, en hann fann fyrir stórri samkomu Jeda, og dróst að henni og nærðist á máttarorkunni sem var samankomin, sem varð til þess að allir Jedarnir sem voru þar samankomnir létust. Darth Nihilus og Darth Sion sviku svo Trayu, og skáru á tengsl hennar við máttinn. Traya notaði svo Jeda sem hafði verið rekinn úr Jedaráðinu, og blekkti hann til að halda að hún vildi eyða Sithunum, á meðan raunverulegur tilgangur hennar var að ná fram hefndum. Þetta plan snerist gegn henni þar sem Jedinn sem hún blekkti drap þau öll.

Eftir það voru ansi mörg mögur ár fyrir Sithanna, sem einkenndust af innbyrðis átökum, þangað til ungur Sith að nafni Darth Bane kynnti sér upptökur af Darth Revan. Bane komst að þeirri niðurstöðu að Sitharnir myndu aldrei komast langt ef þeir héldu áfram uppteknum hætti. Bane varð mjög sterkur í mættinum, og tók að lokum þá ákvörðun að eyða Sithunum. Hann setti hina svokölluðu tvenndarreglu, sem sagði til um að aðeins gætu tveir Sithar verið til á hverjum tímapunkti. Þessi regla var í gildi þangað til að Darth Sidious og Darth Vader létu lífið. Lærlingur Bane var Darth Zannah, sem hann fann barnunga, og hann þjálfaði hana í drápsvél. Hugsanlegt er að Zannah hafi þjálfað Sith að nafni Darth Cognus. Á þessum tíma voru Sitharnir í felum, og Cognus þjálfaði Darth Millenial. Næsti Sith sem heimildir eru til um var Darth Vectivus, en ekki er mikið vitað um hann. Sitharnir hurfu í langann tíma, og á meðan þeir voru í felum kom fram Sith Meistari að nafni Dath Plagueis. Plagueis þessi var svo sterkurí mættinum að hann gat komið í veg fyrir að ástvinir hans létu lífið, og ekki er vitað til þess að annar Jedi/Sith hafi verið fær um það. Plagueis kenndi lærlingi sínum allt sem hann vissi. Lærlingurinn hafði áhyggjur af því að Plagueis myndi reyna að finna sér nýjann lærisvein, svo hann drap Plagueis í svefni. Þessi lærlingur gekk undir nafninu Darth Sidious. Raunverulegt nafn Sidiousar var Palpatine. Hann notfærði sér máttinn til að sitja á þingi, og varð að lokum Kanslari Lýðveldisins. Hann blekkti þingið til að gefa sér algjört vald yfir vetrarbrautinni, og eftir þetta gerði hann sjálfann sig að keisara vetrarbrautarinnar. Hann tók ekki mikinn þátt í átökum, og hann var nokkurskonar hugsuður á bakvið illskuverk lærisveina sinna.

Fyrsti lærisveinn Sidiousar var Darth Maul. Darth Maul var mjög fær þegar kom að bardaga, og var hann fyrsti Sithinn síðan Sith að nafni Darth Ruin fór í felur sem komst í kynni við Jeda. Þessi hittingur reyndist mikill örlagavaldur, en Maul drap Qui-Gon Jinn, frægann Jeda-Meistara. Lærisveinn Jinns, Obi-Wan Kenobi sigraði hinsvegar Maul, og drap hann. Maul var auðþekkjanlegur vegna Sith húðflúra sem þöktu allann líkama hans, og tvíblaða geislasverðs.
Næsti lærisveinn Sidiousar hét Dooku Greifi, og Sith-nafn hans var Darth Tyranus, þó gekk hann yfirleitt undir raunverulegu nafni sínu. Dooku hafði lært Jedi listina af Yoda sjálfum. Hann hafði kennt Qui-Gon að vera Jedi, og tók Dooku andlát hans mjög inná sig, og eftir það sagði hann sig úr Jedi-ráðinu. Sidious frétti af þessu og notaði áhrif sín til að komast í samband við Dooku. Hann tældi hann á band myrku hliðarinnar. Dooku varð síðar einn helsti leiðtoginn í klónastríðinu. Hann var drepin eftir að Sidious skipaði ungum Jeda að nafni Anakin Skywalker að drepa Dooku eftir að hafa afvopnað hann. Þetta dráp var eitt fyrsta skref Skywalkers inná myrku hliðina, en hann varð einmitt næsti lærisveinn Sidiousar. Skywalker var talinn vera einn efnilegasti Jedi allra tíma, og var hann talinn vera sá eini sanni, sem myndi koma jafnvægi á máttinn. Skywalker var sigraður í bardaga gegn fyrrverandi meistara sínum, Obi-Wan Kenobi. Í þeim bardaga missti hann alla útlimi, líkamshár og varð fyrir ýmsum öðrum líkamlegum skaða. Eftir það þurfti hann að vera í brynju sem hélt í honum lífinu. Hann hélt þó áfram að taka þátt í hernaðaraðgerðum keisaraveldisins, og hann varð einn óttaðasti maður vetrarbrautarinnar.
Hann tók sér ýmsa lærisveina en enginn þeirra náði að verað Sith. Sá sem komst næst því var Galen Marek, sem gekk einnig undir nafninu Starkiller. Marek varð einskonar laumorðingi fyrir Vader, þar sem hann elti uppi Jeda og drap þá. Darth Vader hafði ætlað sér að gera Marek að hægri hönd sinni þegar hann myndi svíkja Sidious. Marek snerist hinsvegar til ljósu hliðarinnar og fórnaði sér fyrir uppreisnarhreyfingunna eftir að hafa reynt að drepa Sidious og Vader.

Sitharnir hurfu í stuttann tíma eftir Darth Vader snerist aftur til ljósu hliðarinnar eftir að hafa horft uppá meistara sinn kvelja son sinn Luke. Vader lyfti keisaranum yfir höfuð sér og henti honum ofaní hyldýpi þar sem hann féll til dauða. Darth Vader var máttfarinn eftir þetta atvik og hann lést skömmu síðar eftir að hafa fjarlægt grímuna sem hélt honum á lífi og horft á son sinn með sínum eigin augum.
Næsti Sith var leynilegur lærlingur Vaders að nafni Lumiya. Lumiuya hafði slasast í bardaga, en Vader endurbyggði hana, líkt og Sidious hafði endurbyggt hann sjálfann. Vader kenndi henni að verða Sith, en öfugt við Marek þá vissi Sidioius af því. Eftir að hafa þjálfað hana lét hann keisarann hafa hana sem sinn einkamálaliða. Hún vann leynileg verkefni fyrir keisarann. Eftir andlát Sidiousar og Vaders tók Lumyia upp titilinn Sith. Það merkilegasta sem hún gerði var líklega að þjálfa Jacen Solo, son Leiu Skywalker og Han Solo, og barnabarn Darth Vader. Solo varð þekktur sem Darth Caedus. Jacen féll ungur til myrku hliðarinnar, og olli það foreldrum hans mikilli sorg. Caedus stóð í miklum bardaga við fjölskyldu sína, sem endaði þannig að Caedus féll fyrir hönd tvíburasystur sinnar, Jainu. Á síðustu andatökum lífs síns er talið að hann hafi snúið aftur til ljósu hliðarinnar en það er ekki vitað. Eftir það tók Darth Krayt við, en hann breytti speki Sithanna svo mikið, að andar framliðinna Sitha sneru við hann bakinu. Krayt breytti tvenndarreglu Banes, yfir í einingarreglu, sem sagði til um að það væri einn Sith herra, og allir aðrir væru undirmenn hans. Þessi regla kom í bakið á honum þegar aðstoðarmaðurinn Darth Wyyrlok drap hann og tók við titlinum af honum. Ekki er vitað hver tók við af honum.

Heimildir:

http://starwars.wikia.com/wiki/Main_Page hellingur af greinum, of margar til að telja upp.
Star Wars myndirnar (Duh)
Star Wars: Knights of the old Republic
Star Wars: Knights of the old Republic II
Star Wars Legacy
Star Wars: The Force Unleashed
Star Wars: Jedi Knight II
The Unofficial Star Wars Guide