Stargate The Ark Of Truth Stargate The Ark Of Truth

Stjörnugátt Örk Sannleikans


Áður en þessi kvikmyndaumfjöllun er lesin eða horft er á myndina‘‘ Stargate The Ark Of Thruth‘‘ skal viðkomandi hafa að minnsta kosti horft á seríur 5-10 af SG-1 til þess að hafa einhvern skilning á myndinni og hennar umfjöllun. Takk fyrir.

Leikstýrð af :
Robert C. Cooper

Framleidd af :
Robert C. Cooper
John G. Lenic
Brad Wright

Aðalhlutverk:
• Ben Browder sem Lieutenant Colonel Cameron Mitchell
• Amanda Tapping sem Lieutenant Colonel Samantha Carter
• Christopher Judge sem Teal'c
• Michael Shanks sem Dr. Daniel Jackson
• Beau Bridges sem Major General Henry “Hank” Landry
• Claudia Black sem Vala Mal Doran
• Currie Graham sem James Marrick
• Morena Baccarin sem Adria
• Tim Guinee sem Tomin
• Julian Sands sem [urlhttp://images2.wikia.nocookie.net/stargate/images/thumb/c/c7/Doci.JPG/250px-Doci.JPG]Doci
• Sarah Strange sem Morgan le Fay
• Michael Beach sem Colonel Abe Ellis
• Gary Jones sem Chief Master Sergeant Walter Harriman
• Martin Christopher sem Major Kevin Marks
• Chris Gauthier sem Hertis
• Eric Breker sem Colonel Reynolds
• Matthew Walker sem Merlin
• Fabrice Grover sem Amelius
• Spencer Maybee sem Captain Binder

Tónlist eftir:
Joel Goldsmith

Tökumaður:
Peter F. Woeste

Dreift af:
Metro-Goldwyn-Mayer/ 20th Century Fox

Frumsýnd :
11. Mars 2008

Sýningartími:
102 mín

Tungumál:
Enska

Fjárhagsáætlun:
$7,000,000 (869.120.000,00 isk)

Ágóði (í BNA):
$13,166,110 (1.639.180.695,00 isk)

-SPOILER-

Söguþráður

Myndin hefst fyrir milljónum ára í annarri vetrarbraut. Þar eru samankomnir nokkrir Alteran (Ancient, Ævafornir, Ancestors, Forfeður, Lanteans, þeir sem byggðu fyrstu Stjörnugáttirnar) sem hafa fundið upp tæki sem heilaþvær fólk (Örk Sannleikans). Alteran eiga í stríði við Ori og er tilgangur arkarinnar að sannfæra Prior og aðra fylgimenn Ori að loforð Ori um uppphefjun (ascension) séu lygar. Alteran hverfa þó frá þeirri áætlun þar sem Alteran vilja að hver og einn hafi sinn frjálsa vilja.

Milljón árum síðar er SG-1 statt í yfirgefinni borg þar sem dr. Jackson finnur kistu sem áletranir lýsa sem Örk Sannleikans.Áður en Jackson tekst að opna kistuna mæta Ori-orrustuskip á svæðið og neyða SG-1 til þess að gefast upp. Prior sem er þarna ásamt mennskum hermönnum Ori og lætur hermenn sína opna örkina. Þá reynist þetta ekki vera hin raunverulega Örk Sannleikans heldur kassi með molnðum pergmentsrúllum. Prior skipar þá Tomin (fyrrverandi eiginmaður Vala), sem fer fyrir hernum meðan Prior er ekki viðstaddur, að drepa SG-1. Tomin þráast við og fer að trúa því sem SG-1 segir um að Prior hafi engan kraft. Prior bregst þá við er Tomin hlýðir honum ekki og reynir að taka af honum byssuna en Cameron Mitchell drepur Prior. Því næst halda SG-1 meðlimir ásamt Tomin aftur til SGC. Þá er kominn nýr fulltrúi IOA, James Marrick, og virðist Mitchell ekki vera sérstaklega hlýtt til hans en Marrick er þarna til þess að yfirheyra Tomin. Á meðan uppgötvar Jackson að örkin er enn í Ori-vetrarbrautinni og það sem meira er á sömu plánetu og Ori-höfuðborgin Celestis. Því fer SG-1 ásamt Marrick og Tomin um borð í Ódysseif og í gegnum ofurhliðið (risastór Stjörnugátt fljótandi í geimnum) yfir í Ori-vetrarbrautina. Þegar SG-1 ásamt Tomin er geislað (Asgard beaming tækni) niður á plánetuna ræsir Marrick Asgard kjarnann (öll asgard tækni og þekking saman komin á einum stað) sem dregur að sér Ori-skip.

Þegar Mitchell og Carter frétta af því eru þau geisluð aftur um borð í Ódysseif til þess að komast að því hvað Marrick er að bralla. Þegar þau hafa brotist inn í kjarnaherbergið hefur Marrick búið til Fjölfaldara (Replicator, vél gerð úr örsmáum einingum og framleiðir fleiri einingar úr hverju sem það finnur) og ætlar að nota hann til þess að eyða Ori-skipunum. Þegar Mitchell ætlar að eyða Fjölfaldaranum með and-fjölfaldarbyssu sleppur fjölfaldarinn og byssan hefur engin áhrif, en IOA hafði skipað Marrick að búa til Fjölfaldara og gætt þá þeim eiginleika að and-fjölfaldarbyssan virki ekki á þá þó svo að þeir séu útbúnir með sjálfseyðingarkóða, sem hann viti þó ekki hver sé en segir hann kóðann vera einhversstaðar í skipinu. Þar sem Ori-skip gætu verið á leiðinni ákveður Mitchell að geisla upp Tomin, Vala, Jackson og Teal‘c en Fjölfaldarar hafa tekið yfir slík kerfi í skipinu og það verður ógerlegt. Þar sem Ori-skip nálgast eru engar aðrar leiðir færar en að fara yfir í hásvið (hyperspace) og skilja Tomin og restina af SG-1 eftir á plánetunni.

Eftir nokkra leit finnur Daniel örkina niðri í hálfhrundum katakombum og eftir nokkurt basl tekst þeim að koma henni upp á yfirborðið. Þegar þau eru komin upp á yfirborðið er setið fyrir þeim af Ori-hermönnum og þeir særa Teal‘c og telja hann látinn en taka hin til fanga og færa til borgarinnar. Þegar til borgarinnar er komið kemst Vala að því að Ori var eytt af Sangraal (tæki sem eyðir upphöfðum verum) þegar Adria birtist henni og segist hafa tekið allan mátt þeirra. Á meðan gengur
Teal‘c frá staðnum sem þau fundu örkina og yfir að borginni en fellur niður þegar hann kemur að vatninu vegna sáranna sem hann hlaut í bardaganum við Ori-hermennina en Morgan le Fay (upphafin vera) læknar hann og gefur styrk til þess að halda áfram. Því næst birtist Morgan í fangaklefa Daniels og segir honum að ef að einn Prior verði heilaþveginn af örkinni munu allir Prior hljóta sömu örlög, en allir Prior eru tengdir saman gegnum stafi þeirra. Ef að Daniel tekst að gera það verði Adria nógu veikburða til þess að Morgan geti ráðið niðurlögum hennar.

Á meðan fer Prior til Jarðarinnar til þess að gera lokatilraun til þess að boða trú sína þar. Þegar Landry hershöfðingi neitar að hlusta á hann nemur Apollo flota af Ori-móðurskipum er bíða átekta við enda sólkerfisins.

Á sama tíma um borð í Ódysseif verður Marrick fyrir árás Fjölfaldara sem taka yfir líkama hans. Brátt lenda Fjölfaldara-Marrick og Mitchell í slag en Mitchell tekst tímabundið að losa heila Marricks undan áhrifum fjölfaldara og Marrick segir honum að sjálfseyðingarkóðinn sé á sömu flögu og var upprunalega notuð til þess að skapa þá. Mitchell setur þá af stað sprengju er drepur Marrick og segir Carter hvernig skuli eyða Fjölföldurum.

Á Celestis er örkin opnuð og gangsett af Jackson eftir nokkuð bras og er það Doci (eins konar páfi Prior) sem verður fyrir geislanum frá henni. Doci sér þá að Ori eru ekki guðir og sendir þau skilaboð til allra Prior. Þegar Adria hefur misst svo mikinn kraft nær Morgan að ráðast gegn henni í eilífum bardaga. Því næst sækir Ódysseyfur þau og flytur aftur til Mjólkurbrautarinnar þar sem þau láta Prior sem er á jörðinni heilaþvost af örkinni og þar með heilaþvo alla Prior í heiminum.

Gagnrýni

Eins og þættirnir er myndin stútfull af: ,,Sjáðu sannleikann, þú ert ekki svona manneskja…‘‘ og fleira sem er orðið heldur klisjukennt og ofnotað. Þó er það eitt slíkt atriði sem mér fannst frábært, og það er þegar Teal‘c talar við Tomin um fyrirgefningu og að fyrirgefa sjálfum sér (eða þá ekki fyrirgefa sér), mér fannst það atriði vera lokapúslið í persónuna Teal‘c .

Hverjar voru líkurnar á því að það væri einmitt Tomin, af tugum ef ekki hundruðum hershöfðingjum Ori og fyrrverandi hennar Vala, myndi einmitt lenda á þessari plánetu þar sem SG-1 var. Hvílík tilviljun. Og hvert fóru hinir Ori-stríðsmennirnir?

Asgard-kjarninn, afhverju var hann ekki kominn til Area 51? Það hlýtur að taka meira en nokkrar vikur að skoða alla Asgard-tæknina.

Marrick þurfti að nota laumuspil til þess að komast inn að kjarnanum, þó svo að hann væri háttsettur meðlimur IOA. Það ætti að hafa verið nóg fyrir IOA bara að segja SGC frá planinu og neyða þá til þess að spila með, líkt og svo oft áður.

Þegar SG-1 og Tomin eru geisluð niður á Celestis, hverjar voru líkurnar á því að lentu einmitt á sama ferkílómetra og örkin? Og afhverju voru þau ekki með fleiri menn með sér til þess að leita? Svo þykir mér furðulegt að Ori hafi ekki þegar fundið hana.

Þegar Teal‘c fer að leita að Jackson og co. eftir fyrirsátrið, hvernig í óæðri enda veraldar gat hann vitað hvert ætti að fara? Og jú, vitanlega giskaði hann einmitt á réttu leiðina. Þegar hann er kominn að hafinu sem umlykur borgina, og Morgan læknar hann, hvernig komst hann yfir hafið, með stafinn sem hann studdi sig við? Þó svo að Teal‘c sé eitthvað um tíu sinnum einn maður þá efa ég að hann hefði geta synt þetta með stafinn og án þess að Prior tækju eftir honum. Þegar hann frelsar Vala, var Teal‘c í Prior fötum, hvernig svo sem hann komst yfir þau.

Það að allir Prior í Ori-vetrarbrautinni heilaþvoist á sama tíma og Doci var frekar slappt, allt of auðvelt, og ég efa það að missir allra Prior í Ori-vetrarbrautinni hafi verið nógur til þess að veikja Adria, sem var með kraft örugglega þúsund upphafðra vera og gera Morgan kleift að berjast við hana án þess að tapa.

Allt í allt var þetta ágæt mynd. Leikarar góðir í sínum störfum, búningar og tæknibrellur mjög góðar (ég er venjulega mjög gagnrýninn á tæknibrellur) en söguþráður verri en Star Wars The Clone Wars þáttaraðirnar. Ég skil að þeir hafi ekki haft mikinn tíma til þess að ljúka af Ori, en hefðu frekar átt að sleppa Continuum (seinni SG-1 myndin) og hafa tvíleik um lokabardagann við Ori.

3,5
Er einkunn þessarar myndar.
Einn fyir leikara.
Einn fyrir búningar og tæknibrellur.
Einn fyrir að það var ekkert tímaflakk.
Núll komma fimm vegna þess að þetta var Stargate SG-1.