Jæja nú er trailerinn kominn út. Að mínu mati hefur hann staðið undir öllum væntingum. Það virðist allt vera sumir söknuðu í Phantom Menace, svona rogue eins og Hans Solo, Obi Wan virðist vera helvíti efnilegur í því hlutverki og á frábærar línur. Yoda er í fullu fjöri og m.a beitir ljósaverði.

Mace Windu er helvíti öflugur og sannar af hverju hann sé næstibesti Jedi-inn á eftir Yoda. Jango Fett er hreint magnaður og hann virkar helvíti vel, sérstaklega ef fólk hefur séð Once We were Warriors, sem var sýnd á laugardagskvöldið. R2-D2 og C-3P0, virðast vera koma sér í vandræði en ég hef ekkert heyrt úr honum See-Threepio ennþá. Það er ansi skemmtilegt að sjá hann, skemmtilegur litur.

Það er ánægulegt að sjá Ki Adi Mundi fá stærri hlutverk, enda er hann eini meðlimurinn á Jedi-Council, sem er einungis Jedi- Riddari en ekki Meistari. Hins vegar þykir mér það súrt að sjá ekki Adi Galla. Count Dooku er hreint magnaður. Christopher Lee er afar lánsamur maður.

Ýmis gagnrýni sem ég hef heyrt, er reyndar ósammála öllu.

* Yoda eru alltof tölvugerður ( of mikið CGI)
* Bardögin eru ekki nógu skipulögð! ( Það er augljóslega ringulreiði í gangi, sem ég tel vera gott) Enda finna Jedi fyrir því, það verður sorglegt að horfa upp á þetta.
* Línurnar hans Anakin´s eru ekki nægilega góðar( Þá má sérstaklega Ma´lady)
* Ekki líkt Star Wars??


Hvað um ykkur?
Through me is the way to the sorrowful city.