Ok, ég er búinn að horfa á Star Trek í nokkurn tíma, og mér er farið að finnast þetta orðið leiðinlegt. Það gerist nákvæmlega ekki neitt í Voyeger þáttunum, þetta er orðin hin argasta sápa. Ef þú missir af kannski 5 þáttum þá hefur mjög lítið gerst, B´lana og Tom verða enn saman, Janeway verður enn kapteinn og allt þannig. Það er aldrei notað það sem var í fyrri þáttum einu sinni.
Verð að segja eins og er, Voyeger eru lang verstu þættirnir af þessu öllu. Enterprise og DS9 voru fínir þættir en Voy. er ekki lengur um neitt, þeir eru farnir að skrifa sögu um sögu af sögu … ef þáttur er of lengi til þá verður hann svolítið súr. Samt horfi ég enn á þetta. Samt ef þeir fara ekki að gera eitthvað í þessu eða aðrar seríur (Enterprise eða DS9) fara að koma þá veit ég ekki hversu lengi ég nenni að halda þessari iðju minni áfram, að sitja fyrir framan sjónvarpið á sunnudags eftirmiðdögum og horfa á þetta.

Hvað með ykkur?