Manngildran ,,Captains log: Stardate 1513.1“

Stutt umfjöllun um atburðu þáttarins ,,The Man trap” úr upprunalegu Star Trek seríunni (VARÚÐ VÆGIR SPOILERAR):
,,The Man trap" er fimmti þátturinn af upprunalegu Star Trek þáttunum. Enterprise er að koma við á plánetu sem er algjörlega ómönnuð fyrir utan tvo fornleifafræðinga, hjónin Robert- og Nancy Crater, til þess að framkvæma reglubundna heilsuathugun. Kirk segjir manni í log-inu sínu að Nancy sé þessi eina kona í fortíð Dr. McCoy. Kirk, Dr. McCoy og einhver lágt settur kappi fara saman niður á plánetuna. Enginn virðist vera til staðar til þess að taka á móti þeim þannig að þeir ganga inn í húsið sem þeir sjá þarna rétt hjá sér. Ekki líður langur tími þangað til Nancy Carter lætur sína sig, hún verður himinlifandi yfir því að McCoy og hann sömuleiðis stórheillaður af því hversu ungleg hún virðist vera. Það furðulega er samt að Kirk sér hana ekki unglega, hann sér grátt hár og aldraða húð og enn furðulegra er að lágt setti kappinn sér hana sem allt aðra manneskju, dúndurljóskugella sem hann gat svarið að hafa eytt tíma með á gleðiplánetu. Kirk segir honum að fara út eftir að hafa látið þessu orð vaða úr sér. Nancy fer svo út (minnir að hún hafi sagst vera að sækja eiginmanninn sinn). Heita ljóskugellan gengur nú framhjá lágtsetta-kappanum með tælandi svip og kappinn eltir hana einhvert út í buskan. Núna kemur Robert Carter inn í húsið og lýsir ónægju sinni yfir þessu læknaáreiti og vinnutöf, hann segist hafa mikilvægari hluti að gera. Eftir að Robert heyrir að læknirinn er enginn annar en Dr. Leonard McCoy þá slakar hann aðeins á og leifir honum að gera vinnu sína. Skyndilega heyrist öskur, það er öskur Nancy. Þeir hlaupa úr húsinu til þess að athuga hvort allt sé ekki með felldu. Þeir koma að Nancy standandi yfir líki lágtsetta-kappans. Hann virðist vera með furðulega rauða hringi í andlitinu og einhverja plöntu í munninum. Kirk og McCoy bíma sig upp með líkið til þess að rannsaka málið betur og finna út hvað það var nákvæmlega sem drap kappan. Á meðan þeir voru á plánetunni báðu hjónin óvenjulega oft um saltbyrgðir. Dr. McCoy er viss um að það var allavega ekki plantan sem drap kappan, hann finnur ekki snefil af eitri í líkamanum hanns. Að lokum kemst hann að því að dánarorsökin var skyndilegur missir á öllu salti í líkamanum hanns. Kirk gerir strax tengingu milli þess og furðulegu saltfyrirspurna hjónanna. Kirk, McCoy og tveir aðrir öryggismenn bíma sig niður á plánetuna til þess að rannsaka frekar, Kirk fer fram á það að hjónin bími sig upp á Enterprise til öryggis á meðan ástandið stendur yfir. Robert samþykkir en þeir finna ekki Nancy. Þeir fara að leita að Nancy en finna hana ekki, í staðinn finna þeir annan öryggismannininn dauðan af sömu orsökum og hinn. Klippt er að Nancy þar sem hún er búin að drepa hinn öryggisvörðinn en eftir að hún er búin að drepa hann þá breytir hún sér í öryggisvörðinn (hún er neflilega hamskiptingur). Hún fer og hittir þá Kirk, McCoy og Robert sem öryggismaðurinn og þau bíma sig upp. Reddingin á málinu og restin af þættinum er ekkert svakalega flókin. Saltskrímslið drepur nokkra á meðan Kirk, Spock og McCoy leita að því. Á meðan McCoy sefur þá breytir saltskrímslið sér í hann, ræðst á bæði Robert og Spock en nær ekki að drepa Spock, hann slasast bara. Spock veit núna að saltskrímslið breytti sér í McCoy þannig að Kirk og Spock fara eins og skot að athuga hvort það sé í lagi með McCoy. Þeir koma að McCoy og saltskrímslinu sem er búið að breyta sér aftur í Nancy til þess að fá McCoy til að verja sig. Saltskrímslið ræðst á Kirk og McCoy skýtur það með fasarabyssu eftir frábæra bardagasýningu frá Mr. Spock:

http://www.youtube.com/watch?v=Dx4qXP1-8us

Þessi þáttur var sá fyrsti af Star Trek sem sást í sjónvarpi. Eftir að Gene Roddenberry og félagar höfðu framleitt nokkra þætti fékk sjónvarpsstöðin að velja hvaða þáttur yrði fyrst sýndur. Sjónvarpsstöðin valdi þennan þátt, The man trap. Leonard Nimoy hefur sagt að honum fannst þessi þáttur vera einn sá lélegasti af öllum sem þeir gerðu. Ástæðan fyrir því að sjónvarpsstöðin valdi þennan þátt var að þeim fannst að ef þeir ætluðu að byrja sína nýja sci-fi seríu þá þyrfti hún að byrja með þætti sem innihéldi skrímsli. Ólíkt öðru sci-fi sjónvarpsefni tímans þá fjallaði Star Trek aðallega um aðalpersónurnar, þeirra samstöðu og vinskap. Þetta var alveg óþekkt í sci-fi heiminum og sjónvarpsstöðvarnar höfðu ekki ímyndað sér að sci-fi gengi upp á þann hátt. Star Trek varð ekki vinsælt eftir sýningu þáttarins og heillaði fáa, það voru einmitt seinni þættirnir sem fjölluðu um innri átök, vinskap og að leysa vandamál í sameiningu sem heillaði fólk seinna.

Þátturinn var fyrst sýndur 8. september 1966

Skrifaður af George Clayton Johnson
Leikstýrður af Marc Daniels
Framleiddur af Gene Roddenberry

Live long and Prospe