Innri óvinurinn ,,Captains log: Stardate 1672.1“

Stutt umfjöllun um atburði þáttarins ,,The Enemy Within” ( VARÚÐ VÆGIR SPOILERAR ):
,,The Enemy Within" er fjórði þátturinn af upprunalegu Star Trek seríunum. Í byrjun þáttarins eru Kirk og félagar staddir á ískaldri plánetu til þess að framkvæma hinar og þessar vísindalegu rannsóknir. Allt í einu slasast einn vinnumaðurinn og eitthvað gult duft sturtast yfir hann frá einhverjum steinum og hann slasar sig svolítið á hendinni. Vinnumaðurinn fær leyfi til þess að bíma sig upp á Enterprise og láta læknirinn tjekka á honum. Scotty bímar vinnumanninn upp með miklum erfiðleikum, eitthvað virtist vera að transporter-tækinu. Scotty segir vinnumanninum að gula duftið sé segulmagnað og að hann þurfi að fara í sótthreynsun. Stuttu seinna tilkynnir Kirk Scotty að hann sé tilbúinn til að bíma upp. Aftur eru miklir erfiðleikar með transporter-tækið en flutningurinn tekst engu að síður, Kirk virtist samt eitthvað ringlaður þegar flutningnum var lokið og Scotty hjálpaði honum úr transporter-herberginu (takið eftir að Kirk er ekki með Starfleet/Enterprsie merkið á búningnum sínum í þessu atriði…). Á meðan Scotty hjálpar Kirk og transporter-herbergið er skilið eftir autt þá byrjar tækið allt í einu á sjálfu sér að bíma einhvern upp, Það er annað eintak af Kirk! Hann setur upp illan svip og gerir manni ljóst að hann er ekki alveg heill á geði. Við skulum kalla fyrri Kirk, auma-Kirk og seinni skulum við kalla reiða-Kirk til þess að koma í veg fyrir misskilning. Klippt er til auma-Kirk aftur (þar sem hann er skyndilega kominn með Starfleet/Enterprise merkið á peysuna sína… wtf?) en ekki mikið gerist, hann fer bara í herbergið sitt og tekur við einhverri skýrslu frá yeoman Janice Rand, sem er nokkuð heit btw en svo fer hún bara út og í sitt eigið herbergi. Aftur klippt til reiða-Kirk sem valsar inn á læknastofu Dr. McCoy og heimtar brennivín, læknirinn getur auðvitað ekki neitað skipunum kapteinsins þannig að hann lætur hann fá flösku af brennivíni (sem er af einhverjum ástæðum geymd í lyfjaskápnum). Reiði-Kirk þrammar um gangana, sturtandi í sig brennivíni með geðsjúklingasvip á smettinu. Hann stefnir að herbergi yeoman Rand með ljótar hugsanir í kollinum. Hann fer inn í herbergið og segir Rand að hann sé búinn að þau séu búin að vera þykjast alltof lengi, reynir að kyssa hana og þukla á henni. Rand lýst ekki á blikuna og streitist á móti af öllum krafti, hún klórar reiða-Kirk í framan til blóðs (það er mikilvægt), og áður en reiði-Kirk nær vilja sínum fram þá nær Rand að kalla á mann til þess að hjálpa henni og kalla á Spock. Maðurinn hleypur að kalltæki en reiði-Kirk fer á eftir honum og rotar hann og flýr í burtu. Á sama tíma fara aumi-Kirk og Spock saman á fund Scotty í transporter-herberginu. Scotty sínir þeim hundsdýr sem þeir bímuðu upp stuttu eftir að þeir bímuðu Kirk, það hafði tvöfaldast í flutningnum, annað dýrið ljúft og rólegt en hitt geðsjúkt. Scotty segir auma-Kirk að það sé ekki möguleiki að bíma upp restina af fólkinu niðri á plánetunni ef þeir vilji ekki að hið sama komi fyrir það og dýrið. –Ég vil taka það fram að tímaröðin á atburðunum er svolítið ruglingsleg svona í tómri uppryfjun þannig að smá skekkja gæti verið á atburðarásinni hérna hjá mér.– Janice Rand og maðurinn sem reiði-Kirk rotaði eru núna komin á læknastofuna
og Rand er að segja auma-Kirk, Spock og McCoy frá því sem gerðist, en hún hefur náttúrulega enga hugmynd um að Kirk hafi verið klofinn í tvennt í bíminu. Janice Rand segir þeim að kapteinninn hafi reynt að nauðga henni og segjist hafa þurft að klóra hann í framan til þess að losa hann frá sér en aumi-Kirk er athugull og bendir Rand á það að hann sé algerlega ómeiddur í framan þannig að það gæti ekki hafa verið hann. Spock, með rökréttu hugsuninni sinni, segir auma-Kirk að ekkert annað komi til greina en að þeir hafi tvífara um borð á Enterprise og hann verði að finnast. Smátt og smátt verður það ljóst að aumi-Kirk hefur ekki lengur hæfileikan til þess að stjórna skipinu á skilvirkan hátt, slæma hlið Kirks tamin gefur yfirburðar stjórnarhæfileika en ótamin er hún stórhættuleg. Aumi-Kirk ákveður að tilkynna áhöfninni að hættulegur tvífari hanns sé um borð og að hægt sé að þekkja hann á klórum í andlitinu. Það sem aumi-Kirk hugsar ekki alveg nógu vel út í er að auðvitað heyrir reiði-Kirk skilaboðin og grípur þá til þess að hylja klórið með maskara. Eftir að hafa hulið sárin fer reiði-Kirk úr herbergi sínu skipar hann manni sem gengur framhjá honum að láta sig fá fasarabyssu, hann réttur reiða-Kirk byssuna og reiði-Kirk rotar hann. Nú liggur á að góma reiða-Kirk vegna þess að hitastigið á plánetunni þar sem restin af fólkinu er ennþá fer svo lágt niður að ólíft verður á plánetunni. Spock spyr nú auma-Kirk hvert hann myndi fara ef hann væri að reyna að fela sig um borð Enterprise og aumi-Kirk segir að hann myndi líklegast fela sig á lægri hæðunum, vélarherberginu. Aumi-Kirk og Spock fara þangað til þess að góma reiða-Kirk, það tekst með snilldar Spock að gera með því að beita taugagripi á hálsinn á reiða-Kirk til að svæfa hann. Núna festa þeir reiða-Kirk niður á læknastofunni. Á meðan segist Scotty hafa lagað transporterinn og leggur til að þeir reyni að sameina dýrið áður en þeir prufa það á Kirk. Þeir setja dýrið í tækið og prufa, það lifir ekki sameininguna af vegna losts. Spock heldur því sterklega fram að dýrið hafi dáið einungis vegna þess að það var hrætt og hafði ekki hugmynd um hvað væri í gangi en Kirk með sína mannlega gáfu gæti haldið sér yfirveguðum og lifað sameininguna af. Aumi-Kirk fer á læknastofuna einn til þess að tjekka á hinum helmingnum sínum og í gegnum kalltækið segir Scotty honum það að transporterinn sé tilbúinn. Aumi-Kirk leysir reiða-Kirk úr festingunum og er sannfærður um að reiði-Kirk vilji líka sameinast en þar hafði hann rangt fyrir sér, reiði-Kirk rotar auma-Kirk og heldur fer að brúnni. Reiði-Kirk skipar stýrimanninum að fara úr sporbaug og skilja fólkið á plánetunni eftir, Spock finnst það furðulegt en hann getur ekki gert mikið í því. Allt í einu birtast Dr. McCoy og aumi-Kirk saman á brúnni og koma upp um reiða-Kirk, reiði-Kirk fer yfir um og fer að grenja, hann gefst upp og samþykkir sameininguna. Allir fara saman niður að transporter herberginu og ljúki málinu af. Flutningurinn tekst og Kirk skipar Scotty strax að bíma restina af fólkinu upp. Málin redduðust og allir urðu ánægðir. -Endir

http://www.youtube.com/watch?v=_bZKEhgieoc

Ég verð að segja að mér hefur alltaf fundist þessi þáttur frábær. Hann er frekar fyndinn en á sama tíma viðheldur hann ákveðinni virðingu og spennu. Þessi þáttur er frábært dæmi um velheppnaðan Star Trek þátt sem fjallar um innri átök aðalpersónanna vs. þætti fjalla aðallega um einhverja eina óvinapersónu en sýnir okkur lítið af þeim persónum sem við elskum að sjá á skjánum. Það er eitt sem mér finnst sérstaklega vel heppnað við þennan þátt er að þrátt fyrir að William Shatner sé á skjánum í um 90% tímans þá ná þeir að sýna okkur þau innri átök Spocks sem gera hann að svo áhugaverðri perónu. Spock lýsir átökum helminga sinna, vulcan helmingsins og mennska helmningsins, í samhengi við sameiningu tveggja hluta Kirks. Að lokum verð ég að gefa William Shatner þúsund hrós fyrir stjörnuleik sinn í þessum þætti, maður fær oft að sjá hann láta vitleysingslega í sjónvarpinu en þetta var á einhverju allt öðru plani.

Þátturinn var fyrst sýndur 6. október árið 1966

Skrifaður af Richard Matheson
Leikstýrður af Leo Penn
Framleiddur af Gene Roddenberry

PS. af hverju í bossanum sendu þeir ekki bara litla geimskutlu eftir liðinu á plánetunni…

Live long and Prospe