Konurnar hanns Mudd ,,Captains log: Stardate 1328.8“

Stutt umfjöllun um atburði þáttarins. Þessi þáttur er að mínu mati einn leiðinlegasti Star Trek þátturinn en ég stoppa engan sem vill lesa ( VARÚÐ, VÆGIR SPOILERAR ):
Þátturinn byrjar með því að Enterprise er að elta óskráð flutningarskip sem virðist ekki vilja svara köllum Kaptein Kirk. Óskráða skipið hraðar alltaf meira og meira á sér og Enterprise jafnar hverja hraðabreytingu sem það gerir. Brátt verður það ljóst kapteininum að skipið sem er á flótta hefur enga leið til að fara nema inn í loftsteinabelti þar sem það hefur enga möguleika til að lifa af. Kirk tekur til þess að útvíkka varnarskjöld Enterprise til þess að koma í veg fyrir eyðileggingu flóttaskipsins þrátt fyrir viðvörun Scotty um að það gæti ofunnið vélar skipsins. Innan skamms hættir flóttaskipið að geta viðhaldið hröðuninni lengur og skipið stefnir að því að springa. Áður en skipið springur er Kirk fljótur að skipa Scotty að bíma (flytja yfir) áhöfn skipsins yfir á Enterprise. Í transporter-herberginu eru Scotty, Dr. McCoy og Spock staddir til þess að taka á móti áhöfninni. Fyrsta manneskjan sem þeir bíma á Enterprise er búttaður karl, klæddur eins og sjóræningi, hávær og öruggur með sig. Maðurinn kallar sig Leo Francis Walsh. Ekki er mikill tími fyrir þá til þess að spjalla því ennþá átti eftir að bíma restina af áhöfninni á skipið áður en það springi. Á eftir Leo Walsh er restin af áhöfninni flutt yfir, 3 kvenmenn. Þetta eru samt engir venjulegir kvenmenn, þetta eru þrjár gullfallegar konur sem virðast hafa verulega sljóvgandi áhrif á alla karlmenn skipsins… nema Spock náttúrulega. Eftir að konurnar eru komnar á skipið spyr McCoy hvort þetta sé áhöfnin hanns en Walsh svarar á móti að þetta sé farmurinn hanns. Kirk kallar yfir samskiptartækið til þess að spurja Scotty hvort flutningurinn hefði gengið vel en bæði McCoy og Scotty eru alltof fangaðir af fegurð kvennana til þess að veita köllum Kirks athygli á meðan Spock horfir á þá með rannsakandi augum. Scotty rankar nú við sér og svarar Kirk. Kirk skipar áhöfninni að koma til hanns til þess að komast til botns í þessu flóttaveseni. Kirk sjálfur er orðlaus þegar hann sér gellurnar en hann er fljótur að ná einbeitingu aftur og tilkynnir Walsh að réttarhöld verði haldin næsta dag yfir honum fyrir að stýra geimskipi án leyfis. Stuttu seinna tala Kirk og Scotty saman og Scotty segir að liþíum kristallarnir (sem seinna áttu eftir að vera kallaði díliþíum) sem skipið gengur fyrir eru alveg að gefa sig eftir eltingarleikinn við Leo Walsh. Í réttarhöldunum daginn eftir er Walsh yfirheyrður með lygamæli. Fyrst biður Spock Walsh um að gefa upp fullt nafn en nafnið Leo Francis Walsh var lygi skv. tölvunni, þá gefur hann upp raunverulega nafnið sitt, Harcourt Fenton Mudd. Mudd er ákærður fyrir að stjórna óskráðu geimskipi og að svara ekki geimskipi frá UFP (United Federation of Planets) og reynist sekur. Kirk spyr svo Mudd hver tilgangur ferðar hanns er, Mudd segist stunda viðskipti sem ganga út á það að útvega einmana verkamönnum konum. Harry Mudd eins og hann er kallaður er semsagt melludólgur. Kirk spyr auðvitað hvort konurnar geri þetta af frjálsum vilja og þær svara Kirk með því að segja að þar sem þær ólust upp voru engir karlmenn til þess að uppfylla þarfir þeirra. Réttarhöldunum ljúka en rétt áður en Kirk og félagar stíga úr salnum slökkna ljósin í smá stund og Scotty tilkynnir það að liþíum kristallarnir séu endanlega búnir að gefa sig og Enterprise gangi algjörlega á rafhlöðum sem eiga ekki mikinn tíma eftir áður en þær gefa sig. Kirk veit að stutt er í plánetu sem selur liþíum kristalla, Rigel-XII, og í nauð breytir hann um stefnu í þá áttina til þess að bjarga Enterprise. Harry Mudd er settur í varðhald en biður stúlkurnar sínar að grúska aðeins um það hverskonar aðstæður eru á þessari plánetu, hvort þar gætu mögulega leynst nokkrir einmana verkamenn. Eftir að þær hafa rannsakað málin segja þær Mudd að á plánetunni séu þrír ríkir og einmana námumenn, Mudd er ekki lengi að redda sér sambandi við þá og spyr hvort þeir hafi ekki áhuga á smá skiptum. Mudd leggur til að þeir á plánetunni fái gellurnar og í staðinn fengi Kirk sýna liþíum kristalla með því skilyrði að Mudd yrði látinn laus. Kirk lýst alls ekki vel á það en hann hefur engra kosta völ, það er annaðhvort það eða ekkert, þannig að hann fellst á það. Áður en vinnumennirnir láta liþíum kristallana frá sér vilja þeir vera vissir um þessar kvensurnar. Þegar það kemur að því að gellurnar eru á leiðinni á plánetuna sér maður að þær eru ekki eins miklar fegurðardrottningar eins og fyrr, þær eru staddar í herbergi Mudd vælandi um pillur. Þær líta semsagt frekar ógeðslega út en Mudd á pillur sem lætur þeim líða vel og líta vel út. Mudd verður stressaður vegna þess að hann finnur ekki pillurnar en svo finnur hann þær að lokum og konurnar gjörbreytast eftir að gleypa pillurnar. Allt pakkið heldur niður á plánetuna í smá veislu, vinnumennrnir dansa við gellurnar meðan Kirk er í fýlu, honum lýst ekkert á þetta. Skyndilega fer ein konan að flippa og finnst eins og hún sé að svindla með því að taka pillurnar og hún rýkur úr húsinu þrátt fyrir rosalegan segulstorm utandyra. Kirk og kallinn hennar hlaupa báðir út eftir henni, kallinn finnur hana og heldur á henni aftur í húsið, Kirk bímar sig upp á Enterprise á svipuðum tíma til þess að athuga ástandið. Á skipinu komast Kirk og Spock að sannleikanum um fegurð kvennana. Næsta dag vaknar vinnukarlinn sem bjargaði konuni úr segulstorminum og sér að hún er byrjuð að versna í útliti og hann verður ekki sáttur, hann vildi ekki eiga konu til þess að þykja vænt um og eyða tíma sínum með, hann vildi bara ”booty". Kirk bímar sig niður í húsið. Konan verður skiljanlega reið út í karlinn sem vill í raun ekkert með hana hafa nema útlitið hennar sem núna var horfið. Kirk segir karlinum að Mudd hafi gefið konunum pillur til þess að líta vel út og sýnir karlinum pilluboxið. Konan brjálast og tekur eina pillu af honum en það sem hún veit ekki er að þeir voru búnir að setja innihaldslausar pillur í stað hinna. Viti menn, hún verður samt gullfalleg á ný (smá Space Jam fýlingur í þessu) og Kirk segir að það sé engin fegurð nema sú sem sé inni í okkur og skyndilega verður vinnumaðurinn ástfanginn af konunni. - Endir

http://www.youtube.com/watch?v=hCzIrUdEIBQ

Þessi þáttur er eins og ég sagði áður ekki í miklu uppáhaldi hjá mér. Harry Mudd kemur svo seinna í öðrum þætti sem er að mínu mari mjög vel heppnaður. Þótt þessi þáttur sé ekki mjög skemmtilegur miðað við aðra snilldar Star Trek þætti þá hefur hann mikið um samfélag 7. áratugsins að segja. Gene Roddenberry, skapari Star Trek, hugsaði sér að ef hann gerði sem gerast í framtíðinni, í geimnum og á öðrum plánetum þá gæti hann komist upp með að skrifa ýmislegt sem aðrir þættir tímans fengju ekki að sýna. Star Trek kom út einmitt á þeim tíma sem hippatímabilið var í hápunkti í bandaríkjunum og mikið var að gerast í samfélaginu. Ritskoðun var mikil í bandarísku sjónvarpi og sjónvarpsstöðvar vildu ekki neitt með ádeiluefni hafa. Það að Star Trek gerist í framtíðinni í geimnum gerði Gene Roddenberry í raun kleift að láta þættina fjalla um nærrumþví hvað sem hann vildi. Þessi þáttur af Star Trek er greinileg ádeila á eiturlyf, hóruskap og melludólga. Ekki er mikið meira hægt að segja um þáttinn.

Þátturinn var fyrst sýndur 13. október árið 1966

Skrifaður af Gene Roddenberry
Leikstýrður af Harvey Hart
Framleiddur af Gene Roddenberry

Live long and Prospe