Ki-Adi-Mundi Það er langt síðan ég hef komið með grein. Tvær síðustu greinarnar mínar hafa verið um mjög óþekkta karaktera svo ég ákvað að breyta um stíl og skrifa um þekktan karakter. Ég þurfti að velja á milli þessarar greina og þremur öðrum sem heppnuðust ekki vel. Svo hér kynni ég grein um Ki-Andi-Mundi og ég vona að þið hafið gaman af.
Kv. Kangaroos.

Takið hann. Við þurfum einn Jedi fyrir okkur, einn sem mun vera hér ávalt.
- Faðir Mundi við An'ya Kuro/Dark Woman

Ki-Adi-Mundi var Jedi meistari frá Cerea og hann var af tegundinni Cerean og hann fæddist 92 árum fyrir stríðið á Yavin. Hann var fundin á heimaplánetu sinni af Jedi riddaranum An-ya Kuro. En Kuro sérhæfði sig í að finna ungmenni sem voru með máttinn um alla vetrarbrautina.
Þó KI-Adi-Mundi hafði verið aðeins of gamall til að byrja Jedi þjálfun var Kuro samt gefið leyfi til að þjálfa hann því Jedi-anir vissu að Ki-Adi-Mundi mundi ekki valda vonbrigðum.
Þegar Ki-Adi-Mundi varð aðeins eldri og Jedi-anir gáttu séð að hæfileigar hans voru miklir var ákveðið að Yoda mundi taka við þjálfunini hans Ki-Adi-Mundi
67 árum fyrir stríðið á Yavin, þegar Ki-Adi-Mundi var aðeins 25 ára tók hann loka skrefið til þess að vera Jedi riddari.Og hann tók loka prófið eins og ekkert væri. En um þetta leiti var fólkið hans á Cerea heldi í helgripum af Bin-Garde-Zon, sem var glæpakóngur á Cerea, og Ki-Adi-Mundi tók til hendini og ákvað að taka Zon úr umferð. Þegar Ki-Adi-Mundi var í miðri rannsókn um Zon fattaði hann að dóttir hans Zon hafði tekið við glæpasamtökunum, því Zon var orðin gamall og blindur maður. Þegar Ki-Adi-Mundi ætlaði að þurka út þessi glæpasamtök var honum brugðið því þessi samtök voru risavaxin og Ki-Adi-Mundi hafði engan möguleika nema að gefat upp sem hann gerði. Það var farið með Ki-Adi-Mundi til að hitta yrimann yfirmannana af þessum glæpasamtökum, og það var auðvita Bin-Garde-Zon. Þegar Ki-Adi-Mundi var að tala við Zon þá var Ki-Adi-Mundi hótað í bak og fyrir , en Ki-Adi-Mundi var sama því hann var að einbeita sér við að ná í geislasverðið sitt. Ki-Adi-Mundi dróg geislasverðið sitt til sín með mættinum og drap alla verði hans Zon og þar á meðal dóttir Zon. En Zon reyndi síðustu tilraun til að drepa Ki-Adi-Mundi með að kasta hníf í áttina að honum en Ki-Adi-Mundi ýtti hnífnum frá sér með mættinum og hnífurinn fór þá aftur í Zon.
Eftir þetta var Ki-Adi-Mundi gerður af vaktstjóra yfir Cerean kerfinu.

Jedi
Maður tekur alltaf heimillið sitt með sér hvert sem maður fer
- Ki-Adi-Mundi

Ki-Adi-Mundi var eini Jedi-inn sem hafði leyfi til að ganga í það heilaga. Það var út af þeirri ástæðu að Cerean-ar hafa fjólkvæni sem eitthvers konar hefð og Jedi-anir villtu ekki bera óvirðingu við hefðir neinna. Ki-Adi-Mundi hafði sjálfur 8 eiginkonur, 1 son og 6 dætur.
Ki-Adi-Mundi var líka eitt að þeim fáu Jedi-um sem fengu sætti á Jedi ráðinu áður en þeir urðu Jedi meistarar. En þetta var bara tímabundið.
En þar sem Ki-Adi-Mundi var vaktstjóri yfir Cerean kerfinu var skilda hans að verja kerfið þegar átök komu upp í kerfinu. En fyrir Ki-Adi-Mundi var málið mjög persónulegt því dóttir hans, hún Sylvn, kom málinu við. Ki-Adi-Mundi átti að leita af genginu “Band Of Techrats” sem hvarf, en dóttir Ki-Adi-Mundi var í þessu gengi. Í leit sinni komst hann að því að gengið var í haldi hjá smyklhringi á Tatooine sem stjórnaður var af Jabba Desilijic Tiure (Jabba The Hutt) og Ephant Mon þannig að Ki-Adi-Mundi þurfti að fara til Tatooine til að tala við Jabba og Mon. Þegar Ki-Adi-Mundi hitti Jabba og Mon komu upp átök en Ki-Adi-Mundi náði að bjarga genginu og þar ámeðal dóttir sinni en óveðurs stormurinn, sem gekk yfir Tatooine á þessum tíma, leyfði Jabba og Mon að flýa auðveltlega.
En þegar Ki-Adi-Mundi var á leiðinu frá Tatooine fann hann ókyrrð í mættinum en gerði ekkert úr því. Þegar hann skilaði genginu aftur til Cerea, heimaplánetu sína, tók hann tíman til að heimsækja konunar sínar. En kona Ki-Adi-Mundi hún Shea hafði fréttir til að færa því það var önnur dóttir á leiðini. Þetta var 7. dóttir Ki-Adi-Mundi.
Þegar ráðist var inn í Jedi musterið af Yinchorri-um lést Jedi-inn Micah Giiett og Ki-Adi-Mundi fékk sætið hans Giiett á Jedi ráðinu en nú var Ki-Adi-Mundi orðin Jedi meistari. Ki-Adi-Mundi var ekki viðstatur innrásina.
Þó að Ki-Adi-Mundi var Jedi meistari leit hann ekki á sig sem meestara, því hann hafði aldrei þjálfað læling.
En Ki-Adi-Mundi var viðstadur hinn sögulega atburð þegar Qui-Gon Jinn ,sem var mjög góður vinur hans Ki-Adi-Mundi sagði að vipskipta sambandið æri búið að ráðast in á Naboo og að Sith-anir höfðu snúið aftur. Ki-Adi-Mundi þótti það skrítið því hann og allir Jedi-anir á ráðinu hafði ekki fundið það í mættinum. Jinn sagði líka hafa fundið “þann útvalda” og Windu sagði Jinn að koma með “þann útvalda” til Jedi ráðsins sem Jinn gerir. Þegar Anakin Geimgengil sem var “hinn útvaldi” nálgast finnur Ki-Adi-Mundi kunnulega tilfinigu og allt í einu kveikir hann á því að þetta var ókyrrðiní mættinum sem hann fann á leiðini frá Tatooine. Ki-Adi-Mundi talti að Geimgengil væri hættulegur og ef hann Geimgengil mundi vera Jedi mundi allt fara í hund og kött. En þegar Jinn, ásmat lærlingi sínum Obi-Wan Kenobi, fór til að endurheimta Naboo var Jinn myrtur af Sith-inum, en Sith-inn var drepin strax eftir á af Kenobi. Ki-Adi-Mundi var viðstaddur jarðarför Jinns á Naboo. Ki-Adi-Mundi virti Jedi reglun mikið, en samt sagði hann að hann ætlaði að hefna Jinns, þótt að Jedi gerði ekki slíka hluti.
En stuttu eftir fór Ki-Adi-Mundi aftur til Tatooine því að það var orðrómur um að Jedi-inn Sharad Hett væri þar dulbúinn sem Sandmaður. Ki-Adi-Mundi þurfti að komast yfir eitt af stærstu eiðimörk á Tatooine, en hann gat ekki farið yfir eiðimörkinna án leiðsögumanns. Ki-Adi-Mundi rakst á veru sem hann helt að hann gætti treyst. Þessi vera var auðug og let Mudi fá faratæki til að komast í gegnum eiðimörkina, veran let hann líka fá verði til að vdrnda hann. En í alvöru voru verðinir þarna til að passa að Ki-Adi-Mundi mundi ekki flýa. Svo legur Ki-Adi-Mundi á stað. Í miðri eiðimörkini fattar hann hver þessi vera var, þetta var auðvita Jabba. Þegar Ki-Adi-Mundi ætlar að flýa byrja verðirnir hans Jabba að skjóta á hann, en Ki-Adi-Mundi nær að flýa. Ki-Adi-Mundi fann Hett loks á endanum og Ki-Adi-Mundi reyndi að fá Hett til að koma aftur til Jedi reglunar. Hett neitaði þesu tilboði því hann sagði að sinn staður væri á Tatooine, hann vilti venda fólkið þar. Stuttu eftir var Hett myrtur af Jedi/manaveiðara sem hét Aurra Sing. Ki-Adi-Mundi þótti leitt að frétta af Sharad Hett svo að Ki-Adi-Mundi tók að sér að þjálfa son hans Hett. Sonur hans Hett hét A'Sharad Hett og hann var fyrsti lærlingur Ki-Adi-Mundi. Mundi tók hann með í nokkur verkefni en Mundi klæraði aldrei að þjálfa A'Sharad Hett því að fyrrverandi meistari Ki-Adi-Mundi, An'ya Kuro, tók við.

Klónastríðið
Tíminn til að berjast er að nálgast
- Ki-Adi-Mundi

22 árum fyrir stríðið á Yavin, þegar Ki-Adi-Mundi er sjötugur, er stríð á sjóndeildarhringnum. Ki-Adi-Mundi ásamt Jedi-onum Yoda, Mace Windu, Plo Koon, Kit Fisto, Luminara Unduli og lærligur Unduli, sem hét Barriss Offee voru öll á fundi hjá Palpatine kanslara og voru þau að ræða um hversu miklar líkunar voru á því að styrjöld mundi koma. En ekki einu sinni Yoda gat séð það fyrir. Fundinum var slitið út af morð tilraun á Amidölu þingmanni. Jedi-anir buðu henni Jedi vend þanngað til að það væri búið að finna morðingjann. Jedi-anir sem hún fékk til að verja sig voru Obi-Wan Kenobi og Anakin Geimgengil. Þegar Morðinginn reynir aðra tilraun til að myrða Amidölu eltir Kenobi morðingjann um götur Coruscant. Seinna bætis Geimgengil í eltingarleikinn. Þegar þeir ná morðingjanum reyna þeir að fá einhverjar upplýsinga úr morðingjanum en áður en morðingin getur sagt eitthvað verður hann myrtur. Þá leitar Kenobi að morðingajnaum sem myrti morðingjan. Þegar Kenobi fer til Kamino í leit af morðigjanum kemst hann að því að það sé verið að skapa klónaher fyrir Lýðveldið. Það kom honum á óvart því enginn í lýðveldinu bað um klónaherinn. Þegar Kenobi hittir uppunalega klónann, sem hét Jango Fett, grunaði Kenobi að Fett væri morðinginn. Kenobi átti að færa Jedi-onum Fett en Fett náði að flýa. Kenobi eltir þá Fett til plánetunar Geonosis þar sem Kenobi verður handtekin af aðskilnaðarsinnunum. Mace Windu ætlaði að fara með 200 Jedi-a til að bjarga Kenobi á meðan Yoda mudi sækja Klónaherinn á Kamino. Ki-Adi-Mundi var 1 af þessum 200 jedi-um.
Þegar Jedi-anir komu á Geonosis komst í ljós að aðskilnaðarsinnanir voru líka búnir að handtak Geimgengil og Amidölu. Jedi-anir frelsuðu Kenobi,Geimgengil og Amidölu en bardagin var rétt að byrja þarna. Vélmennaher aðskilnaðarsinnana barðist á móti Jedi-onum, en þegar lengra var liðið af bardaganum var Jango Fett afhöfðaður af Windu.
Eftir stutta stund urðu Jedi-anir umkringtir. Það leit út fyrir að þetta yrði lokin fyrir þessa Jedi-a sem eftir voru. En allt í einu kemur Yoda eins og kallaður með Klónaherinn með sér. Eftir þetta byrjaði bardagin að dreifast um Geonosis. Ki-Adi-Mundi fór með Jedi-onum Kit Fisto og Plo Koon í þeim tilgangi til að sprengja vélmennastjórnskipið sem stjórnaði vélhermönnunum á Geonosis. Þetta verkefni gekk ekki upp. En þetta var aðeins neistinn sem kveiti bálið. Því með þessum bardaga byrjaði styrjöld sem átti eftir að dreifast um vetrarbrautina. Klónastríðið var byrjað og nú kom hvert verkefnið á fæti öðru.
Fyrsta verkefnið hans Ki-Ad-Mundi í Klónastríðinu var að svara neiðarkali sem kom frá plánetuni Hypori. Í neiðarkalinu kom fram að vélmennaher aðskinaðarsinnana var að ráðast inn á plánetuna. Ki-Adi-Mundi tók Shaak Ti, K'Kruhk, Tarr Seirr, Aayla Secura, Daakman Barrek og lærling Barrek hann Sha'a Gi með í þetta verkefni. En það sem Ki-Adi-Mundi vissi ekki var að aðskilnnaðarsinnanir voru búnir að ná yfir á Hypori og þeir horðu send neiðarkallið. Þetta var allt ein gildra sem Jedi-anir gengu beint í. Skip Jedi-ana var skótið niður á plánetuna og var það umkringt af vélhermönnum. Allir Jedi-anir flýðu inn í skpið, eða það sem var eftir að því, eftir að hava barist við eitthvern vélmanna hershöfðingja. Eini Jedi-inn sem náði ekki að flýa var Barrek og Barrek reyndi að kala á hjálp. Jedi-inn Obi-Wan Kenobi fékk skilaboðin og fór að bjarga Jedi-onum. Hershöfðinginn drað Barrek á meðan Barrek var að senda skilaboðin. En Jedi-anir inni í skipuni vissu að hershöfðingin mundi brátt koma til að berjast við þá og það án vélmenna hers. Jedi-anir heyra allt í einu í hershöfðingjanum og hann seigir:
“ Jedi-ar þið eruð umkringtir, er ykkar er til fangar. Gerið frið meðal máttsons nú. Því þetta er ykkar seinnasta stund. En vitið það að ég Grievous hershöfðingi er ekki án miskunar. Ég læt ykkur fá hetjulegan dauðadag, gerið ykkur tilbúna! ”
Jedi-anir biðu lengi eftir Grievous angað til að Sha'a Gi stóðst þetta ekki lengur og hljóp út úr skipinu, Ki-Adi-Mundi reynti að stoppa hann en það gekk ekki, þegar Gi var kominn út þá hoppaði Grievous niður og lenti á Gi með þeim afleiðingum að Gi dó. En biðin var á enda þarna stð Grievous fyrir framan Jedi-ana. það komu upp átök á milli Jedi-ana og Grievous. Jedi-anir reðu ekkrt við hann og byrjuðu smát og smát að tapa töluni. Fyrst slasaðist K'Kruhk svo do Tarr Seirr svo slasaðist Aayla Secura svo á endanum slasaðist Shaak Ti. Ki-Adi-Mundi var eini eftir til að berjast á móti Grievous. Grievous slær svo sverðið ú höndunum á Ki-Adi-Mundi en áður en Grievous nær að Drepa Ki-Adi-Mundi kemur hjálpin sem Barrek sendi eftir og bjarga Ki-Adi-Mundi en þurfa að fara því annars munu Shaak Ti og Aayla Secura deyja. En hvorgi klónanir né Ki-Adi-Mundi vissi að K'Kruhk væri lifandi.
Seinna í Klónastríðinu gerði aðskinnaðarsinnanir árásá heimaplánetuna hans Ki-Adi-Mundi, Cerea, og Ki-Adi-Mundi gerði sitt besta til að venda plánetuna og fólkið sitt. Þó að árásin á Cerea stóð yfir í 1 mánuð. Það taltist ekki mikið miðað við aðrar árásir í Klónastríðinu. Aðskilnaða höfðu betra úr þessari árás. Þetta var líka dagurinn sem Ki-Adi-Mundi missti fjölskyldu sína. Þó Ki-Adi-Mundi þótti þetta sárt vissi hann að lífið og stríðið heldur áfram.
Þegar árásin á Jabiim stóð yfir var talið að Obi-Wan Kenobi hefði dáið og Ki-Adi-Mundi tók þá við að þjálfa Anakin Geimgengil. Ki-Adi-Mundi var ekki ánægður með nýja lærling sinn og þegar Ki-Adi-Mundi frétti að Kenobi væri lifandi var hann feginn, bæði var Obi-Wan Kenobi á lífi og hann losnaði við Anakin Geimgengil.

Dauði
Eins og allir hinir, hann grunaði ekkert hvað var að gerast í alvöru. Nema þegar það var alltof seint.
- Frá dagbók fimmhundruð og fyrstu hersveitar.

Þegar tuttugustu og fyrstu Nova Corps hersveitin var breit í “The Galactic Marines” seinustu mánuði Klónastríðsins og voru þeir settir undir stjórn Ki-Adi-Mundi.
Ki-Adi Mundi fór með þá til Mygeeto. En Ki-Adi-Mundi grunaði ekki að þeta mundi vera síðasti bardagi sinn. Í miðjum bardaga kallaði Ki-Adi-Mundi á klónahermennina að halda áfram, en hann vissi ekki að þeir fengu skipun um að framkvæma skipun 66, sem var að drepa alla Jedi-a. Þegar þeir numu staðar leit hann við og sá að þeir voru að miða byssum sínu á sig. Ki-Adi-Mundi reyndi að verjast frá eins mörgum skotum og hann gat en það var ekki nóg. Ki-Adi-Mundi var allur. Hann dó 19 árum fyrir stríði á Yavin, 73 ára gamall.s
Keisaraveldi fyrveradi Lýðveldið sagði að hann hafi verið að fremja landráð og þess vegna var hann drepinn.
Seinna, eftir að keisaraveldi var fallið og þegar nýja Jedi reglan var stofnuð, tók stofnadi reglunar hann Logi Geimgengil, sonur Anakin Geimsengils, nokkrar reglur og hluti Ki-Adi-Mundi. Reglan sem hann tók var að Jedi-ar mættu eiga eiginkonur og hlutinir sem hann tók voru t.d. geislasverðið hans Ki-Adi-Mundi og dagbók hans sem hann notaði í Klónastríðinu.


*A'Sharad Hett var Jedi sem fell mikið seinna til myrknu hliðarinnar og þá hét hann Darth Krayt.
From The Desk Of Kangaroos