Þetta er tveggja diska sett.
Fyrri diskurinn er myndin og seinni diskurinn atriði sem klippt var úr og skipt úr fyrir öðrum, heimildarmyndir, treilerar og fleira.

Einn vænsti ST mynda dvd pakki sem ég hef séð, enda Region 1 diskur.


The Motion Picture kom út árið 1979 og er leikstýrt af Robert Wise, var tilnefnd til óskarsins fyrir Art Direction, Visual Effects og Orginal Score.

Fyrir þessa “directors cut” útgáfu var allt hljóð tekið og endurmixað í 5,1 [dolby digital]. Öll myndskeið tekinn inn aftur í frábærum gæðum, og valin atriði fengu andlitslyftingu. Má þar á meðal nefna atriðið sem gerist á Vulcan, annað í stjörnuflota aðalstöðvunum í San Francisco, VGER endaatriðið og nokkrar skipatökur.

Stærsti gallinn við þessa mynd [og þó] er sá að hún er svolítið í takt við 2001, og á meðan það virkaði í þeirri mynd, eiga þessi löngu hægu geim-atriði það til að hægja á myndinni, sem er ekki með alltof þykku plotti til að byrja með. Og því miður þá setur Wise nokkur atriði inn aftur, sem hann tók út á sínum tíma vegna þess að þau hægðu á “pace”-inu á myndinni.

En langflestir kvikmyndaunnendur þekkja þessa mynd og er þessi útgáfa frábært tribute til hennar, því að þetta er í raun myndin sem að festi star trek í sessi.

Aukadiskurinn er líka alveg frábær….. ég hefði þó viljað sjá ennþá meira af SFX vinnslunni á bakvið hana, í staðinn fyrir að hlusta á bransakalla [katzenberg-shatner-goldsmith] tyggja sömu setninguna ofan í mig aftur og aftur.

Einn punktur sem kom þar fram sem fáir trekkarar vita [ég vissi það amk ekki :) ] :

Seinasta árið sem TOS [fyrsta star trek sjónvarpsserían] var í gangi voru sjónvarpsstöðvarnar ennþá að mæla áhorf eingöngu í fjölda áhorfenda, en það breytist ári eftir, þegar þær fóru að mæla áhorf einstakra aldurshópa og kom þá í ljós að Star Trek var með sterkt áhorf hjá aldurshópi sem skipti þá miklu máli, 18-25 ára karlmenn.

Upp úr því tóku þeir til að þróa aðra Star Trek seríu, Phase II, en þegar Star Wars gerði allt vitlaust þá ákváðu þeir að nota pilot söguna og búa til bíómynd úr henni, og það varð Star Trek The Motion Picture.

Ég þakka fyrir mig - droopy