K'Kruhk Stundum verður maður heppinn, og stundum, Jeisel verður maður óheppinn.
- K'Kruhk við Jeisel

K'Kruhk var Jedi meistari sem fæddist sirka 50 árum fyrir stríðið á Yavin. Hann er af tegundinni Whiphid sem kemur frá plánetunni Toola. Þektasti lærlingur K'Kruhk var Cade Skywalker sem var barna barna barn Luke Skywalkers. K'Kruhk lifði af skipun númer 66 og hann lifði líka af tímabil keisaravedisins.
K'Kruhk var afhenntur jedi-onum þegar hann var mjög ungur og hann ólst upp í Jedi musterinu.
Þegar hann var 12 ára þá var hann settur í þjálfun hjá Jedi riddaranum Lilit Twoseas. K'Kruhk var fyrsti lærlingur henar Twoseas. K'Kruhk barðist með Qui-Gon Jinn, Micah Giiett, Plo Koon, Obi-Wan Kenobi og fleirum Jedi-um í Yinchorri upprisunni.
Í Yinchorri upprisunni ákvöðu Jedi-anir að Mace Windu, Adi Gallia, Eeth Koth, Tsui Choi og Saesee Tiin ættu að vera sendir til að stoppa Yinchorri-ana. K'Kruhk, með Qui-Gon Jinn, Plo Koon, Obi-Wan Kenobi, Micah Giiett og Lilt Twoseas, áttu að sækja Windu og hina Jedi-ana.
Þegar K'Kruhk og félagar komu stóð yfir bardagi á milli Jedi-ana og Yinchorri-ana. K'Kruhk, Jinn, Kenobi, Giiett, Koon og Twoseas blönduðu sér í málið með þeim afleiðingum að Twoseas, meistari hans K'Kruhk lést. Þegar bardaganum var lokið fóru Jedi-anir aftur til Coruscant og K'Kruhk kom með Twoseas með sér til að geta haft jarðarför meistara sinnar í Jedi musterinu.

Klónastríðið
Við munum þrauka, meistari Hett
-K'Kruhk við A'Sharad Hett

Þegar K'Kruhk var orðin Jedi riddari byrjaði klónastríðið og K'Kruhk varð gerður af Jedi hershöfðingja. Fyrsta árásin í klónastríðinu sem K'Kruhk leiddi var á Teyr. Það var eitt að stæstu árásum í klónastríðinu. En þegar klónahermeninir fóru að tapa tölunni ákvað K'Kruhk að stoppa árásina en það tókst ekki því klónahermenninir tóku strjórnina í sínar hendur og kláruðu árásina því þeir voru skapaðir til að berjast fyrir lýðveldið. Lýðveldið bjargaði Teyr frá aðskilnaðasinunum, en samt var dánatalan eitt af þeim hæstu í klónastríðinu.
Eftir að K'Kruhk sá hvað margir voru dánir ákvað hann að hætta í stríðinu og hvarf og margir héldu að hann væri einn af þeim sem létu lífið í stríðinu á Teyr.
En hann hafði þá hópast með mörgum öðrum jedi-unum og farið til plánetunar Ruul. Þegar klónastríðið barst til Ruul fann Sora Bulq og her hans K'Kruhk og hinna Jedi-ana.
Sora Bulq spuði þá K'Kruhk hvað hann væri að gera á Ruul, K'Kruhk svarði og sagði að hann og þessir Jedi-ar vildu ekki taka þátt í stríðinu lengur. Sora Bulq hafði þá samband við Mace Windu á Coruscent og sagði honum fréttinar. Bulq bað Mace Windu um að koma til að gera samnnig við K'Kruhk og hinna Jedi-ana en þegar Windu kom til Ruul og hitti K'Kruhk og hinna Jedi-ana komst í ljós að það voru brögð í tafli því Dooku greifi og lærlingur hans, Asajj Ventress, komu til Ruul til að fremja morð á Mace Windu. En sem betur fer heppnaðist það ekki en þá kom líka í ljós að Sora Bulq væri svikari og hefði fallið til myrkru hliðarinar.
En þá sá K'Kruhk af hverju hann átti að taka þátt í stríðinu. Hann vidi stoppa hið illa og bjarga vetrabrautinni frá aðskilnaðasinnunum.
Næsta verkefnið K'Kruhk var að fara með Ki-Adi Mundi og Shaak Ti til Hypori. K'Kruhk var ekki eini sem fór með þeim því Aayla Secura, Tarr Seirr og Daakman Barrek og lærlingur hans, Sha'a Gi, fór líka með þeim.
En neyðarkallið sem kom frá Hypori var ekki frá stjórninni þar heldur var þetta neyðarkall frá aðskilnaðarsinnunum. Þetta var gildra sem Ki-Adi Mundi og Shaak Ti gengu beint í.
Skipið þeira hrapaði og Barrek reyndi að kalla á hjálp frá Obi-Wan Kenobi. En Hann var drepinn þegar hann var að senda skilaboðin til Kenobi.
Hinnir Jedi-anir voru en að berjast fyrir lífum sínum þangað til þeir fóru inn í rústinar á skipinu sínu.
Þar biðu allir Jedi-anir, K'Kruhk, Mundi, Ti, Secura, Seirr, og Gi eftir óneftum óvinni sínum sem var eitthver skonar vélmenni.
vélmennið kynnti sig fyrir þeim, hann hét Grievous. Þar sem Sha'a Gi fór þá alveg í kerfi og hljóp út úr rústunum af skipinu. Þá lenti Grievous á honum og kramdi hann. Grievous tók þá upp geislasverð og eftirlifandi Jedi-anir reyndu að verja sig frá honum sem gekk mjög illa. Þetta fór með þeim afleiðingum að Tarr Seirr dó, Secura og Ti sklöðust mjög mikið og K'Kruhk var talinn látinn. Þegar björgunar skipið kom til að bjarga Jedi-onum voru Shaak Ti og Aayla Secura settar í skipið og Ki-Adi Mundi fór með skipinu til Coruscant og K'Kruhk var skilinn eftir þar hann var talinn látinn.
Því K'Kruhk var Whiphid gatt hann notað sérstaka tækni, sem flestir Whiphid-inir kunnu, sem var að lækna sárinn eftir bardagann á meðan að liggja hreyfingalaus. K'Kruhk náði þá að flýja Hypori og fór til Coruscant og varð Jedi meistari eftir þetta og varð aftur hershöfðingi.
K'Kruhk fór næst með Oppo Rancisis, Quinlan Vos, Stass Allie og Ausar Auset til Saleucami að hjálpa hinnum Jedi-onum sem voru þar. Oppo Rancisis leiddi árásina.
Í árásinni á Saleucami var Rancisis myrtur af Sora Bulq, en Rancisis var góð vinur K'Kruhk.
Áður en Rancisis var jarðaður náði Quinlan Vos að lesa planið hans Rancisis úr huga hans þó Rancisis var látinn. Þetta var hæfileiki sem flestir mannveru Jedi-ar höfðu. Síðan var Rancisis jarðaður og K'Kruhk mætti í jarðförinna. Í jarðaförinni heiðruðu þeir sem voru viðstaddir minningar þeirra sem höfðu týnt lífinu í árásinni á Saleucami. K'Kruhk heiðraði minningu hans T'bolton.
Næsta morgun enduðu K'Kruhk og eftirlifandi Jedi-anir árásina á Saleucami.
Næsta verkefni sem K'Kruhk fékk var á Mygeeto að aðstoða Ki-Adi Mundi. K'Kruhk átti að fara með Jedi-anum Sian Jeisel.
Quinlan Vos og Aayla Secura fóru til Felucia.

Skipun Númer 66
Já, herra. Jafnvel ungmenninni
-Klónahermaður að fá skipun að framkvæma skipun númer 66

Þegar K'Kruhk og Sian Jeisel voru á leiðinni af Saleucami til Mygeeto beið floti aðskilnaðasinnana bakvið tunglið á Saleucami.
Árásarflaugar aðskilnaðarsinnana voru mun meiri en árásaflaugar lýðveldisins þannig að skipið sem K'Kruhk og Jeisel voru í skaðaðist mikið í þessari árás. Þegar K'Kruhk og Jeisel náðu að flýa frá flota aðskinnaðarsinnana þurftu þau að lenda á plánetuni Bogden.
Á Bogden var Jedi skóli og flaug K'Kruhk og Jeisel lennti fyrir framan skólann.
Á Bogden tók Jedi meistarinn Du Mahn og nemendur hennar á móti K'Kruhk, Jeisel og klónaher þeirra. Yoda bað Du Mahn og ungmennin sem lærðu hjá henni að bíða við þennan Jedi skóla eftir árásina á Coruscant þangað til að það væri öruggt að snúa aftur til Jedi mustersins. Þegar Klónahermenninir voru að gera við flaugina fóru nemedunir að elda mat handa K'Kruhk, Jeisel og klónunum.
Meðan það var að elda matinn kynntust K'Kruhk og Jeisel Jedi-anum Chase Piru.
Eftir matatímann fengu klónanir skipunum að framkvæma skipun númer 66.
Allir Jedi-anir sem voru í skólanum voru að venda ungmennin frá klónunum. Seinna sáu Jedi-anir að þeir gátu ekkert gert við þessu þannig að Jeisel fórnaði sér svo að K'Kruhk, ungmennin og Piru gátu flúið til hálfskemmdu flaugarinnar.
Sian Jeisel, Du Mahn og mörg ungmenni komust ekki lífi af.
K'Kruhk vissi ekki af hverju klónanir reyndu að drepa þau, hann vissi ekki heldur hvort klónanir mundu elta þau hann vissi jafnvel ekki hvert þau mundu fara.
Eftir að hafa hrapað á óþekkri plánetu og allir sem voru í flaugini komust af lifandi, settu þau upp búðir til að lifa af þarnna. Þau vissu ekki hvað þau ætluðu að vera lengi þarna. Kannski alla ævi.
Einn dag hrapaði annað skip á sömu plánetu, þetta var skipið hans Lumbar.
Lumbar var sjórænigi sem var búinn að stela mikilli fjárupphæð frá stjóranum sínum og var að flýa hann. Lumbar rændi ungmennunum og notaði þau sem gísl. Þegar Piru reyndi að bjarga ungmennunum var hún skotin af Lumbar. Á meðan Piru var að bíða eftir dauðastund sinni var K'Kruhk að tálga út örvar svo kallaði K'Kruhk á Lumbar og sagði við hann að ef hann mundi ekki frelsa ungmennin mundi hann mæta örlögum sinnum. Lumbar hundsaði þetta. K'Kruhk skaut þá ör í áttina að Lumbar en hitti ekki en Piru notaði máttin svo að örinn mundi hitta Lumbar. Lumbar lifði þetta af og þegar hann sá K'Kruhk nálgast sig hótaði hann að drepa Piru og ungmennin. K'Kruhk tók upp geislasverðið sitt og skar Lumbar í sneiðar og bjargað Piru frá dauðanum.
Eftir að hann var búinn að myrða Lumbar tók hann eftir því hversu árásargjarn hann var, þannig að hann fór með ungmennin og Piru á öruggan stað og K'Kruhk fór svo frá þeim og vonaði bara að ungmennin mundu ekki muna eftir sér eins og hann var þegar hann myrti Lumbar.
Hann kom stöku sinnum til að sjá Piru og ungmennin en varð þá ekki lengi.

Cade Skywalker
Jedi-anir komu sér inn í þetta stríð og það eyðilagði næstum Jedi regluna
-K'Kruhk

K'Kruhk var gerður að kennara í Jedi háskólanum á Ossus á meðan hann var að þjálfa Cade Skywalker. Eftir stríðið í háskólanum varð K'Kruhk aftur talinn látinn, þetta var 130 árum eftir stríðið á Yavin. En hann hafði flúið til heimaplánetu sínna Toola og var þar í 7 ár þangað til að hann fann fyrir einhverju í mættinum sem var að segja honum að snúa aftur til Ossus.
Þegar komið var á Ossus lét K'Kruhk Cade Skywalker klára Jedi þjálun sína. K'Kruhk og Wolf Sazen hjálpuðu Cade að klára Jedi þjálfunina.
Þegar þjálfunini var lokið átti Cade að fara til Coruscanttil að berjast gegn Sith-onum. K'Kruhk gaf Cade R2-D2 til að vinna í skipinu hans Cade, “The Mynock.
Þetta sama ár átti Cade og áhöfninn hans, sem voru R2-D2, Deliah Blue og Jariah Syn, og fyrverandi Jedi lærlingurinn Azlyn Rae að fara til faldna mustersins*. En það sem K'Kruhk og hinnir í Jedi ráðinu, T'ra Saa og Tili Qua, vissu ekki var að Azlyn Rae var svikari og leiddi riddurunum úr keisaraveldinu hans Roan Fel inn í musterið. Einginn vann þessa árás en Jedi-anir náðu að hrekja menninna hans Roan Fel út úr musterinu.
Þetta er það mesta sem K'Kruhk gerði á sínum langa ferli sem Jedi. Það er ekki mikið meira vitað um K'Kruhk. Það er ekki heldur vitað hvenær stríðið á milli Roan Fel, Sith-ana og Jedi-ana endaði og það er ekki vitað hvernig K'Kruhk dó en hann lifði löngu og góðu lífi.

*Falda musterið (The Hidden Temple) var byggt af bræðrunum Nat og Kol Skywalker. Það var fyrir Jedia sem voru að flýa ”Sith-Imperial" stríði.
From The Desk Of Kangaroos