Ég hef verið að velta nokkrum atriðum fyrir mér varðandi (Star Trek) Enterprise.
T.d. þetta, að það heitir ekki kallað \“Star Trek\”. Það getur enginn sagt mér að Enterprise sé ekki Star Trek-legt. Mér var sagt að það væri til að losna við stimpilinn til þess að ná víðari áhorfshópi. Ég keypti nú samt ekki alveg við því.
Í fyrsta lagi stóð í allra fyrstu au´lýsingunum og gerir held ég enn: ,,If you are not a trekkie now, you will be after seeing Enterprise\“. Svo stendur líka í öllum greinum um þetta, til dæmis í TV guide, Star Trek goes before Star Trek og eitthvað því um líkt.

Svo er annað og það er varðandi skipið. Það er alls ekki líkt skipum úr elstu þáttunum, og er raunar miklu frekar líkt skipagerð úr allra nýjustu þáttunum: Akira-gerð. Reyndar er hægt að skýra það með ýmsum hætti. Til dæmis er ólíklegt (sérstaklega ef geimferðastofnunin er ekkert sérlega rík) að geimskip væri byggt algerlega straumlínulagað, því í geimnum er MJÖG lítil sem engin loftmótstaða, svo að geimför geta litið hvernig sem er út. Svo er þetta reyndar lítill galli því MÉR þótti gömlu skipin ekkert mjög flott, sérstaklega því þau voru öll eins og USS Enterprise.

Svo varðandi búninga: Þeir eru mjög flottir, reyndar ekki mjög Star Trek-legir, enda hannaðir með það í huga að þetta gerist eftir (ekki nema) 160 ár. Samt er við þá sá galli að þeir bera með sér útlit búninganna úr Voyager og DS9 en ekki TOS. Þið takið eftir dæminu á öxlunum, þetta litaða. Það lítur út eins og röndin á fyrrnefndu búningunum og svo eru stöðumerkingarnar eins og þær sem komu fram í TNG en alls ekkert líkar TOS merkingunum.

Svo í þessum síðasta \”nöldur\"dálk mínum vill ég segja dálítið. Þetta eru stór mistök: Starfleet heitir Starfleet í Enterprise en í fyrstu þáttum TOS voru hann kallaður United Space Probe Agency (UESPA) eða Geimferðastofnun hinnar Sameinuðu jarðar (GSHSJ). Ég vildi virkilega að þetta no effect from previous shows syndrome hætti. Það er það eina sem ég hata við Star Trek.

Annars eru þættirnir fínir og eiginlega betri en nokkuð annað sem ég hef séð.
—————
kariemil
Damn, my pants ar levitating on the sweet spot…
Af mér hrynja viskuperlurnar…