Jæja nú er víst lítið um nýtt Star Trek fyrir þá sem stunda spólurnar í Laugarás og Nexus. Ég er einn af þeim mönnum sem hef leitað á leigunum að einhverju sem getur fyllt upp í tómarúmið og ekkert fundið sem ég hef ekki séð.
Ég var staddur hjá vini mínum að horfa á Danska Dogma mynd þegar lausnin á vandræðum mínum skaust inn í kollin á mér. Af hverju ekki að búa til íslenskt Star Trek Dogma. Ég hljóp heim með bros á vör og setist niður fyrir framan tölvuna og byrjaði að hugsa hvernig best væri að byrja svona verkefni. Ég skrifaði drög af þætti sem hafði góða tengingu við gömlu góðu þættina sem allir eiga sameiginlegan kjarna þegar þú skoðar þá vel. Ég velti fyrirbærinu fyrir mér og sá að nauðsynlegt væri að gera fyrstu 2 þættina af þessu STD ekki í dogmastíl og fá þar með aðstoð úti svo hægt væri að gera tvöfaldan þátt með tilheyrandi ljóseffectum, tel ég það nauðsynlegt til þess að fá söguna í það umhverfi sem ég vill nota. Þar með mundi fyrstu tveir þættirnir vera dýrir og ekki beint dogma en það sem eftir á kæmi yrði í frjálsum höndum.

Hér hef ég skrifað niður drög af fyrsta tvöfalda þættinum.

Enterprise NX-06

Skipið Enterprise NX-06 er á braut um Neptúnus, það eru 20 ár liðin frá því að Archer flaug skipinu Enterprise. Enterprise NX-06 er hinsvegar ný komið af færibandinu með Bob Brown kaptein á brúnni. Þátturinn byrjar með miklum hraða þegar Enterprise verður fyrir “onderport rift” sem stórskemmir skipið, (riftið kemur frá staðsetningu sem í framtíðinni er þekkt sem heimkynni the prophets sem þar búa í svo til gerðu náttúrulegu wormhole sem tengir Deltaquadrent við Alphaquadrent, sem verður að sjálsögðu ekki gefið upp.)
Á sama tíma og þetta rift lendir á skipinu mun vera að nafninu the caretaker óvart toga veru að nafni Q á mishepnaðann hátt í gegnum long long range transporter tæki. Það sloknar víst óvart á transporterinum á meðan transport stendur sem er frekar óheppilegt fyrir Q. Í stað þess að mólíkúlurnar hanns Q verði vel dreifðar um vetrabrautina togast hann í gegnum sprungu í tíma og rúmi sem stafar af svotilgerðu “onderport rift”, Q lendir harkalega um borð í í skipinu Enterprise sem er stór skaðað eftir að riftið lenti á skipinu, skipið er illa farið eftir bylgjuna. Q birtist við warp core-in og er Bob sagt að þeir sem ráðist höfðu á skipið séu búnir að transporta sig um borð, Q er voðalega reiður og pirraður með höfuðverk að auki eftir long long transportation og segir þeim að þau viti sko ekki við hvern þau séu að kantast upp á og heldur góða ljósasýningu. Kapteinn Bob hleypur að kallkerfi skipsins í þeirri von um að geta talað um fyrir Q og byrjar þar með langa tilfiningaþrungna ræðu um mannkynið, grundvallarhugtök Sambandsinns og fullt, fullt af öðrum skemtilegum hlutum. Q birtis á brúnni og segir Bob ekki vita neitt hvaða hættur séu framundar og dregur skipið Entterprise fram yfir þekkt svæði sólkerfisinns.
Skipið Entterprise er statt á sporbaug um óþekkta plánetu, Q er hvergi nálægt. Það er hailað á skipið frá plánetunni, geimverurnar virðast vinarlegar í fyrstu með stórann vingjarnlegan haus og bjóða eftirlifandi áhafnarmeðlimum Enterprise heimili á plánetunni, kemur í ljós að boð þeirra er því búið að áhöfninn búi í nýreistum neðanjarðar dýragarði sem settur var í laggirnar á plánetunni. Áhöfn Enterprise er ekki gefinn valkostur og er skipið ekki í ásigkomulagi til þess að verja sig. Kaptein Bob byrjar hér að garga út í loftið á Q en á þeirri stundu koma fullt af svölum ljósum og skipið rennur í gegn. Hið óþekkta skip hailar og seigist vera kynstofn þekktur sem species 23406 og segist sinna því starfi um 3000 að passa tímalínunna í þeim geim sem Federation er í (heimkyni þeirra fluidspace gerði þá að góðum kosti sem time care takers somthing whatever) species 23406 segja að geimverur sem kallast the prophets standa fyrir þessari röskunn á tímalínunni. Kaptein Bob lítur á valkosti sína og ákveður að taka boði species 23406 um að flytja þá aftur á sinn stað í geim og tíma. Skipið er togað í gegnum voða flottu ljósinn og skipið endar á sporbaug um Neptúnus þar sem þetta ævintýrið byrjaði. Species 23406 kveðja og fer kaptein í gegnum stöðu skipsins, weapons og warpdrive eru off line og er life suport frekar látt, manfall á skipinu er gríðalegt og stendur í raun og veru aðeins þeir eftir sem kynntir voru fyrir í þessum tvöfalda þætti.
Comunucator seigist ekki ná sambandi við eitt né neitt. Eftir að áhöfninn er búin að klóra sér aðeins í hausnum og tala aðeins um tilfiningar sínar komast þau að þeirri niðurstöðu að species 23406 hafi ekki alveg hitt á réttan tíma í rúmi og að skipið sé nú statt á tutugustu og fyrstu öldinni eða til þess að ver nákvæmur á síðari hluta ársinns 2001.
Ástand skipsinns er ekki gott og sér áhöfnin ekki annan kost fyrir sér en að taka shutelcraft niður á jörðinna í von um að geta látið lítið fara fyrir sér í von um að finna einn góðan veðurdag leið til þess að komast aftur heim. Kapteininn flytur alla 5 fyrrum kynnta meðlimi yfir í shutelcraft og stefnir til jarðar, hann ákveður að velja einhvern stað á jarðkringlunni þar sem auðvellt er að leggast látt og láta lítið fara fyrir sér, þar sem fólki er alveg sama um náungan og engar stórvægilegar breitingar ættu eftir að eiga sér stað allavega næstu tvöhundruð árinn. Stefnan er tekin á litla afskekta eyju kölluð Ísland og lendir skipið á miðjum Sprengisandi, kaptain Bob stígur út úr shutelcraft og horfir út í vindinn og fer með langa ræðu um skildur og tilfiningar og endar þessi þáttur á því að allir faðmast og ákveða að reyna að komast af á þessum afskekta stað sem ber hið kuldalega nafn Ísland.

Shutelcraft.
Er ég búinn að sjá fyrir að hvít Toyota Corola 98 station model mundi henta vel sem shutelcraft, mætti fá einhverstaðar tvö þykk hvít rör sem hægt væri að festa upp á þakið (setja bara hálfa rauða kúlu á framendan) og búm þú ert kominn með warp cabebilety á glæsilegu shutelcraft, kanski smá rauðar límbandarennur meðfram hliðunum líka ef menn vilja vera extra flottir á því.

Búningar
Ekki mikið mál, það eru örugglega einhverjir þarna úti sem eiga búninga hangandi inni í skáp sem yrðu til í að lána, annars væri nú alltaf hæggt að nota hvíta sloppa (bynda bandið um ennið síðan).

Intróið.
Intróið yrðir síðan að sjálfsögðu að hafa sama themelag og Enterprise NS-01, sé ég fyrir mér captain Bob á hestbaki á spretti meðfram íslenskri ströndu að hlaupa við hlið shutelcraftsinns (hvít Toyota Corola) svona dýrið og vélinn, gamli tíminn og nýi, síðan já mundi hesturinn og shutelcraft fara geist meðfram ströndinni á meðan að hitt yndislega themelag mundi spilast út, er með hugmynd í kollinum að láta captaininn vera beran að ofan og kanski með bandaríska fánan bundin um höfuð sér svona til þess að efla aðeins þessa yndislegu tilfiningu sem grafinn er í þetta yndislega lag sem endurspeiglar svo vel þeim hlutum í star trek sem gerir það þess virði að horfa.

Tæknibrellur
Tæknibrellur eru ekki svo mikið mál, hægt að t.d. íta á pásu á upptöku og já taka fólk úr mynd og já hvað hefuru “transportet person” og já já það er alveg örugglega hægt að brenna einhverja snilld sman ef allir leggast á eitt.

Síðan væri að sjálsögðu nauðsynlegt að hafa einn karakter í áhöfninni sem munndi tengja þessa seríu við gömlu seríurnar, væri því gaman að búa til kynþátt sem já væri blanda af t.d. Nelix of fleirri skemmtilegum karakterum. Sé fyrir mér geimveru sem fenst gaman að elda mat handa öllum og vera nice við alla, sérkenni hanns fólks gæti verið að þau syngi allar setningar sem þau segja, kynþátturinn er óþekktur og mikil dulúð yfir söngfuglunum, stofnin mun síðan á óskýrandi hátt hverfa af sjónasviðinu á “óskiljanlegan hátt” þegar Kirk og félagar koma til sögunnar.
Tel ég að það sé aðeins einn maður hér á landi sem gæti leikið hinna vinsælu matargerða söng geimveru sem ég mun já reyna með bestu getu að gera að hluta seríanna. Tel ég að eini maðurinn sem gæti leikið þvílíkan karakter sé okkar heit elskaði Siggi Hal, hann kann að elda, góður söngvari, og já maður fólks sinns held ég bara, Einn tveir og elda !!!

Það væri hægt að búa til marga skemtilega þætti sem mundu að sjálfsögðu vera með góðan smjör þef af voyager og öðru yndislegu trekki. Get ég t.d. nefnt einn af þeim þáttum sem í kolli mínum er til þess að fá menn til þess að hugsa,
Vúlkaninn Stok fær vinnu í bakaríi þar sem Stok mundi þurfa að aðlagast mannlegum aðstæðum og hlusta á góðar tilfiningaþrúngnar ræður frá captain Bob um af hverju Stok þurfi að vinna en ekki hann (og svo má lengi telja) .
Það sem fyrst þarf er góð umræða til þess að hita upp í kolunum. Ég þýði þennan snildar texta yfir á ensku og sendi hann út og hver veit nema fyrr um varir geta trekkarar á Íslandi staðið stolltir saman með sinn eigin íslensku treksápu.

Með kveðju frá Wailer.