Fyrir nokkrum mánuðum skrifaði ég grein sem hét Rodenbery og Plato(þið getið lesið hana með því að smella á: aðrar greinar eftir höfund). Í skoðunum um þá grein kom framm að margir telja að heimspeki í star trek sé einföld og barnaleg. Ég vil í þessari grein færa rök fyrir því að heimspeki og siðfræði sé í raun eitt af þeim grunnatriðum sem gera star trek. Skemtilegum og áhugaverðum vísindaskáldsögum. Án heimspeki væru þetta ómerkilegar sápuóperur sem eiga það til gerast úti í geimnum.

Ég ættla að byrja á því að flokka niður nokkrar gerði star trek þátta:

Exploration and discovery:
Í þessari gerð af þáttum fynnur skipið nýa plánetu, nýa siðmenningu eða nýtt alien artifact og þarf að ransaka það. Einnig geta þeir gengið út á að innri uppgvötun þegar að einhver úr áhöfninni uppgvötar eitthvað um sjálfan sig. Dæmi: Enterprise fynnur the Dyson sphere, 7 of 9 skoðar og uppgvötar mannlega eðlið í sjálfri sér.
Í þessari gerð af þáttum spyrjum við áhorfendur okkur óhjákvæmilega spurninga eins og er þetta hægt? Er betra að vera borg en human? Er líf annarstaðar í alheiminum? Þetta eru í eðli sínu heimspekilegar spurningar. Eða hvað? Að minsta kosti vekur þetta upp einhverja heilbrigða forvitni og undrunartilfiningu.

Defending the good:
Í þessari gerð af þáttum þarf áhöfnin oft að stilla til friðar á milli tveggja ólíkra þjóða. Eða berjast á móti eihverjum illum óvini eins og dominion eða borg. Þetta geta líka verið Holodeck sögur eða átök innan áhafnarinnar.
Þessir þættir vekja okkur náttúrulega til umhugsunar um hluti eins og er ég góður maður? Er til einhver algjörlega góð leið eða fer skilgreiningin á göðu og illu eftir samfélaginu sem að maður býr í.
Baráttan milli góðs og ills hefur í gegnum tíðina verið megin þemað hjá flestum heimspekistefnum og trúarstefnum.

Moral dilemmas:
Þetta eru einhverjir skemtilegustu star trek þættirnir að mínu mati. Tíbískur moral dilemma þáttur er þegar að Q leggur einhverjar þrautir fyrir áhöfnina. Þegar að áhöfninn þarf að velja á milli þess að fylgja the Prime directive eða bjarga mörgum mannslífum. Þegar að einhver úr áhöfninni verður að taka á persónulegum vandamálum sem að standa í vegi fyrir starfleet skyldum hans.
Þessir þættir hafa í gegnum sögu star trek tekið á flestum siðfræðilegum vandamálum sem að heimsspekingar í gegnum söguna haf getað hugsað upp. Hvaða Trekari hefur ekki lennt í persónulegum vandamálum og hugsað hvað myndi Picard gera núna?

Free will:
Þættir sem að sýna að einstaklingurinn og frjáls vilji er sterkari en kúgun og einræði. Skipi og áhöfn er haldið gegn vilja sínum og verða að sleppa. Q eða aðrar máttugar verur reina að fá áhöfnina til að hætta að ransaka geiminn. Einstaklingur fornar sér til að bjarga lífi annara. Þetta er oft sett upp sem mótsögnin Federation - Borg, þar sem að federation er samfélag með áherslu á einstaklinginn og borg er samfélag þar sem að það eru ekki einstaklingar.
Þetta vekur náttúrulega upp spurningar eins og eru borgarnir í raun fullkomnir? er sundurlaust samansafn af einstaklingum betra en samvitund? Höfum við rétt til að skipa fólki fyrir og ef ekki hvaða rétt hefur kirk þá til að brjóta prime directivið og neyða sínar federation hugsjónir upp á aðra.

IDIC:
Þetta er skamstöfun á vulcanskri heimspeki, Infinite Diversity in Infinite Combinations. Í þessum þáttum er koma yfirleitt framm mjög framandi verur og mjög framandi hugmyndir.
Þessi gerð af þáttum örvar okkur til að vera með opinn huga og ekki dæma allt eftir útliti og okkar egin hugmyndum.

Allar ktegundir sem að koma framm í star trek hafa sitt eigið þema. Þetta er yfirleitt einhver þáttur mannlegs eðlis færður út í öfgar.
Dæmi: Klingons - Heiður, baráttuvilji og dýrslegar kendir færðar út í öfgar, Romulans - vantraust og sviksemi fært út í öfgar, Vulcans - rökfærsla, tilfiningabæling, Ferengi - græðgi, Chaldonians - fróðuleiksþorsti, Borg - samvitund og fullkomnunarárátta, Dominion - einræði, þrælahald, Bjorans - trú á Guð eða guði.
Allar þessar tegundir standa sem andstæður á móti federation sem að er nokkurskonar holdgerð mynd hins fullkomna samfélags Plato sem er lýst í bókinni the Republic.

Star trek tekur líka afstöðu til ákveðinna heimspekistefna. Til dæmis þá er þetta með að einstaklingurinn sé grunnur samfélagsins mjög rótgróið í star trek. Sömuleiðis kenningar Aristótelesar um vináttu og Markúsar Árelíusar um skyldur einstaklingsins gagnvart samfélaginu.

Anyway,all good things must come to an end.

Ég held að ég hafi komið mínum siklaboðum nógu vel til skila í stuttri grein. Það hafa verið skrifaðar nokkrar bækur um þetta sem að er gaman að lesa.

Endilega komið með skoðanir.
Lacho calad, drego morn!