Svona rétt til að lífga uppá umræðuna og áhugan. Þessir spillar eru að mínu mati það smáir að varla er hægt að kalla þá spilla. Njótið.






Byrjað verður að skjóta StarTrek X: Nemesis nú í nóvember. Kostnaðaráætlunin hljómar uppá $80 milljónir. Þessi áætlun er $20 miljónum hærri en seinasta mynd, Insurrection. Líkleg ástæða þessar hækkunar má að hluta til finna í launakröfum Patrick Stewart (Jean-Luc Picard) og Brent Spiner (Data). Einnig má áætla að lagt verður míkið í að hafa myndina sem flottasta hvað varðar tæknibrellur og sviðsmyndir.

Búið er að staðfesta að Kate Mulgrew (Kathryn Janeway) muni koma fram í myndinni og skipa Picard Skipherra fyrir um ákveðin mál. Einnig hefur komið fram að annar þekktur StarTrek leikari mun koma fram í feluhlutverki (cameo). Sögusagnir segja að Whoopi Goldberg muni koma aftur fram sem Guinan.

Mögum til blendinar gleði er ljóst að Wil Wheaton mun koma fram í örsmáu hlutverki í myndini sem Wesley Crusher.
:: how jedi are you? ::