Colonial One Önnur grein mín um Colonial One, þar sem hin var allgjört drasl, vonandi að þessi þykir betri. VARÚÐ – ef þið viljið ekki skemma fyrir ykkur, ekki lesa því þessi grein inniheldur upplýsingar úr þáttaröðunum þremur + miniseriunni

Coloninal One: aðsetur ríkistjórnar og heimili Lauru Roslin forseta og ráðherra hennar.

Colonial Heavy 798 var leigt af Intersun fyrirtækinu til að ferja þáverandi menntamálaráðherra Lauru Roslin til The Battlestar Galactica, en verið var að taka Galactica úr almennri notkun og breyta skipinu í safn og halda átti sérstaka athöfn enda um eina af elstu battlestar ennþá í notkun.

Eftir athöfnina heldur Colonial Heavy 798 aftur til Capricu er skilaboð um árás á nýlendurnar 12 sem er í fullum gangi berast, Laura Roslin, sem hæst setti meðlimur ríkistjórnarinnar um borð tekur við stjórn og byrjar að undirbúa skipið undir hugsanlega langtíma dvöl. Með hjálp frá Lee Adama tekst þeim naumlega að sleppa undan 2 árásum frá cylon raiders á meðan skipið stendur í björgunaraðgerðum við að hjálpa strönduðum skipum allt í kringum Capricu. Laura nær tali af meðlimi í ríkistjórninni en stuttu seinna er sjálfvirk skilaboð það eina sem heyrist “Case Orange” Eftir að hafa sent inn sérstakan kóða fær Roslin til baka þær fréttir að hún er hæst setti meðlimur ríkistjórnarinnar sem eftir er á lífi. Við þetta er hún fljót svarinn inn í embætti forseta og skipið nefnt Colonial One.
Ríkistjórn Lauru Roslin - kaus að nota Colonial One sem miðstöð ríkistjórnarinnar þrátt fyrir að það væri líklegar rökréttara að hún væri staðsett um borð í Galactica, sem er með mun örugari, eins og sást í “33” þar sem “jump drive” eða FTL (faster then light) vélar Colonial One voru í sífellu að gefa sig. Aðal ástæðan á bakvið þessa ákvörðun er að halda Ríkistjórn og her aðskildum. Mikil hógværð var yfir öllu um borð í tíð fyrstu ríkistjórnar Roslin’s, einföld skrifstofa, fjöldi eftirlifenda skrifað á töflu fyrir aftan skrifborðið hennar og svefnaðstað innan fyrir skrifstofuna. Ásamt henni þá eru aðstoðarmenn og aðrir meðlimir ríkistjórnarinnar með aðstöður um borð í skipinu.
Ríkistjórn Baltars – Baltar kaus einnig að nota Colonial One sem miðstöð ríkistjórnarinnar sinnar, hann lét lenda skipinu á hæð fyrir ofan New Caprica. Ekki er hægt að segja að Baltar hafi haft hógværð í huga þegar hann endur innréttaði skrifstofuna sína, með stór og mikil viðarhúsgögn, og mynd af sjálfum sér þar sem talan um fjölda eftirlifenda var áður.
Hernám Cylon-anna – eftir að the cylons komu og tóku yfir New Caprica, var hópur af mann cylon módelum sent umborð í Colonial One til að “aðstoða” við stjórnun nýlendunnar, cylon-arnir mynduðu ráðgjafanefndi sem stafaði með ríkistjórninni. Frá Colonial One sáu Cylon-arnri við að stjórna nýlendunni og flestir þeirra bjuggu mjög líklega um borð í skipinu, eða í næsta nágrenni. Þegar uppreisnin á plánetunni náði hámarki við komu Galactica var það um borð í Colonial One þar sem alltar ákvarðarirnar voru teknar og endanlega sú að yfirgefa plánetuna. Laura Roslin ásamt vopnuðu fylgdarliði ruddust inn í skipið skömmu eftir að cylon-arniar höfðu yfirgefið það, og var Colonial One eitt af síðustu skipunum að yfirgefa New Caprica.
Önnur ríkistjórn Lauru Roslin – eftir brotthvarfið frá New Caprica tók Roslin aftur við sem forseti og situr núna um borð í mun þéttsetnar skipi en áður, þar sem þó nokkur skip voru ófær um að taka á loft eða höfðu verið tekin í sundur er fjöldi farþega um borð í hverju skipi fyrir sig orðinn töluvert meiri, sést í einum þætti “Collaborators” hvar 2 krakkar sitja og leika sér á gólfinu inn í skrifstofu forsetans. Roslin neyddist til að flytja skrifstofu sínar frá efri dekki skipsins niður í minna og þrengri herbergi neðarlega í skipinu eftir að slys olli því að lítil “raptor” flaug missti stjórn og klessti á Colonial One.
Colonial One – skipið sjálft er nógu lítið til að passa inn í “flugskýlið” á Galactica og býður það upp á þann möguleika að ferja forsetan á milli með minni áhættu, samt sem áður er Colonial One með sitt eigið “skýli” nógu stórt fyrir farþega skutlur. Stórt herbergi hefur verið breitt í “press room” þar sem fréttamenn flotans koma saman og hlusta á yfirlýsingar forsetans og ráðamanna. Eftir fall nýlendanna var farðegarými skipsins minkað og flestir borgarlegri farþegar fluttir í breitt svæði skipsins söm höfðu áður verið geymslu rími, til að gefa ríkistjórninni meira pláss. Eftir flóttann frá New Caprica er fjöldi borgarlega farþega aftur kominn í hámark þar sem mikill skortur er á plássi í flotanum.
Þess má til gamans geta að framleiðendur þáttanna hafa margoft beðir Ronald D Moore um að eyðileggja skipið í þáttunum þar sem settið þykir mjög svo erfitt að mynda og lýsa. Upphaflega var hugmynd um að Colonial One átti að líta út eins og the olympic carrier en sú hugmynd þótti ekki nógu góð og var þess vegna notuð fyrir the olympic carrier og samskonar skip í flotanum. Liturinn á Colonial One var sérstaklega valinn til að líkja sem mest eftir Air force one forsetaflugvél bandaríkjaforseta, til að koma á auknum trúverðugleika.