Jango Fett Jæja þar sem ég er í jólafríi ákvað ég að drífa mig í að skrifa eina grein og vill ég hvetja alla til þess að skrifa grein um uppáhaldspersónurnar sínar í einhverju Sci-Fi tengdu efni!


Jango Fett:


Nafnið Fett dregur upp hroll hjá flestum sem þurfa að nefna hann á nafn. En hjá hinum sem eiga efni á að ráða hann hljómar þetta spennandi og að verkið sem hann var ráðinn til að gera muni hann geta gert. En hjá þeim sem hafa ástæður til að óttast hann, merkir nafnið dauða eða að þeir verða handteknir. Á lokaárum Lýðveldisins var Jango Fett besti mannaveiðarinn í Vetrarbrautinni. Hann var góð skytta og einnig var hann góður að berjast án vopna, klæddur í brynjunni sinni sem var Mandalorisk hönnun sem faldi framhandleggi hans sem voru illa skrámaðir og með mikið af skrýtum húðflúrum. Á brynjunni voru falin mörg hættuleg vopn eins og dual geislabyssur og mörg önnur sem hann hafði komist yfir á árunum.


Í orrustu notaði Jango sér þotupakkann á bakinu til þess að auka hraðann gegn óvinum sínum. Í þotupakkanum var einnig nokkuð sem kom óvinum hans á óvart í orrustu - sprengjuflaugar.
Ef hann þurfti að ferðast langar vegalengdir í Vetrarbrautinni fór Jango alltaf á flauginni sinni Slave 1.


Þegar Jango var barn varð hann munaðarlaus eftir að villimenn drápu faðir hans sem var einfaldur Concord Dawn(heimapláneta Jango) bóndi. Þegar Jango var 10 ára kynntist hann Jaster Mereel sem kynnti Jango fyrir hörðu mercenary lífi(kann ekki að þýða það). Hann var alinn upp af frábærum bardagamönnum og lærði þannig að lifa af, jafnvel í erfiðustu aðstæðunum. Eftir að Jedariddararnir höfðu drepið langflesta Mandaloríska hershöfðingja varð Jango Fett einn af þeim seinustu til þess að ganga enn í brynjunni.


Mörg ár af líkamsþjálfun Jango breytti honum í einn af mest óttaðasta mannaveiðara Vetrarbrautarinnar. Ekki einu sinni glæpaklikan Black Sun gat verið örugg frá dual geislabyssunum hans. Stundum vann hann með Zam Wesell, þar sem að hæfileikar hennar gátu hjálpað honum í mörgum verkefnum. Þó var Fett mun hrifnari af því að vinna einn.


Um 10 árum áður en Klónastríðið byrjaði, kom maður að nafni Tyranus að máli við Jango á Bogden tunglunum og var með gott tilboð fyrir hann. Í skiptum fyrir mikið fé myndi Fett verða útlitið á Klónaher. Fett sagði já við þessu tilboði en vildi einnig fá Klón fyrir sjálfan sig sem ekki hafði verið gruggað í sjálfstæðinu og vaxtarferli - sensagt hrein og bein efirmynd af Jango.


Fett hvarf alveg úr undirheimum Vetrarbrautarinnar þegar hann tók sér tíma til þess að ala upp son sinn eða Klón sem hann hafði skírt Boba. Hann nefnilega hafði alltaf hugsað með sér hvernig líf hans hefði orðið ef hann hefði haft verndara sem hefði þótt vænt um hann. En ef honum fannst eitthvað verkefni spennandi, þá gat hann enþá klætt sig í brynjuna og farið og gert verkefnið.


Eitt sinn kom ráðsmaður Verslunarsambandsins Nute Gunray til Jango og vildi að hann myrti þingmanninn Padmé Amidala sem hafði löngum verið þyrnir í augum ráðsmannsins. Nú fékk hann Zam Wessell aftur til liðs við sig og réð hana til verksins - og lét hana fá eitruð skordýr til verksins. En því miður komust tveir Jedar að þessu og náðu Zam, þannig að Jango varð að drepa hana svo að slóðin myndi ekki liggja beint til hans. En Fett hafði ekki gert ráð fyrir að Obi-Wan Kenobi kæmist að því hvaðan pílan sem Jango notaði var frá. Þetta var Kamínó Saberdart - sem leiddi Kenobi beint til Kamino plánetunar. Þar komst Kenobi að tilveru Klónahersins og hitti Jango. Höfðu þeir stuttar samræður, hvorugir sögðu þeir frá raunverulegum fyrirætlunum sínum. Jango ákvað samt sem áður að flýja. Kenobi reyndi að stöðva þá en feðgarnir komust samt burt á Slave 1, en ekki áður en að Kenobi hafði kastað homing beacon á flaugina þeirra.


Í Jedabardaganum mikla á Geonosis var Jangos helsta verk að vernda Tyranus. Svo að hann fór og barðist við Jedana. Hann var það góður með geislabyssur að hann náði að drepa nokkra Jeda en hann var ekki nógu góður fyrir Jeda Meistarann Mace Windu sem varðist skotum Jangos og skar að lokum af honum hausinn. Nýlega munaðarlaus Boba Fett tók hjálm hans upp - hissa og sár.


Kv. Coolistic