The Phantom Menace DVD diskurinn er kominn út! Eftir að aðdáendur Star Wars voru sífellt biðjandi George Lucas að gefa út Star Wars myndirnar núna, þá ákvað hann að gera það. Hann ætlaði í raun og veru ekki að gefa út The Phantom Menace strax, heldur ætlaði hann að bíða eftir því að allar 6 myndirnar væru komnar út og gefa þetta út í stórum pakka. DVD-útgáfan er samansett af 2 DVD diskum, annar inniheldur bíómyndina sjálfa og hinn inniheldur mikið af aukahlutum sem harðir aðdáendur Star Wars ættu að kíkja á. Hér eru aukahlutirnir:

Feature-Lengt Audio Commentary:
Helstu menn sem komu við gerð myndarinnar ræða um gerð atriðanna í myndinni á meðan myndin spilast svo maður getur séð nákvæmlega hvað þeir eiga við. Meðal viðmælanda má nefna George Lucas, Rick McCallum, Ben Burtt, Rob Boleman, John Knoll, Dennis Muren og Scott Squires.

“The Beginning” Making Episode I Documentary Film:
Saga framleiðslu myndarinnar er rakin og sagt frá hvernig þeir gerðu helstu atriði myndarinnar og er oft mjög fyndið hvernig þeir gerðu sumt.

Exclusive Deleted Scenes and Documentary
Klipptu atriðin eru sýnd og að auki er sýnt hvernig þeir gerðu klipptu atriðin og líka af hverju þeir þurftu að klippa þau út. Ég hef aldrei séð að eitthvað fyrirtæki hélt áfram með klipptu atriðin EFTIR að myndin var frumsýnd. Þetta kom mér mjög á óvart því til dæmis var önnur bilun hjá Anakin Skywalker í Podrace-inu. Ég ætla ekki að segja frá alltof miklu.

Multi-Angle Animatics:
2 atriði í myndinni, kafbáta-atriðið og Podrace-ið, eru sýnd frá því að þau fóru af frumteikningum í full-unnin atriði.

Feuturettes:
Ég var ekki búinn að sjá þetta svo ég skrifa enska textann hingað í staðinn.
Five mini-documentaries give you an insider’s look at The Phantom Menace’s storyline, design, costumes, visual effects and figth scenes through behind-the-scenes footage and interviews with the cast and filmmakers.

Web Documentaries:
Þessi sería birtist á starwars.com á meðan á framleiðslu The Phantom Menace leið og vann hún mörg verðlaun.

Exclusive Production Photo Gallery:
Myndasafn tekið á meðan þeir framleiddu myndina auk þess að allar hafa undirtexta sem skýra nánar frá þeim.

“Duel of the Fates” Music Video:
Myndbandið er tekið við sýningu John Williams í húsi Sinfóníuhúsinu í London í Maí 1999 og er líka sýnt frá undirbúningnum baksviðs og fleira.

Posters and Print Campaign:
Engin bíómynd er án kynninga og er núna hægt að sjá allar/flestar auglýsingarnar sem birtust.

Trailers and TV Spots:
Fylgstu með öllum trailerum sem komu út og líka sjö merkum stöðum sem myndin var tekin á.

“Star Wars:Starfighter – The Making of a Game” from LucasArts:
Hægt er að sjá gerð fyrrnefnds leik sem gerður er eftir myndinni.

Exclusive DVD-ROM Content:
Þetta mun leiða þig á sérstaka heimasíðu sem inniheldur sérstakt efni sem er eingöngu tengd frá DVD disknum. Ég ætla að setja tengilinn í tenglasafnið bráðum.

Skemmtið ykkur vel og vonandi kaupið þið diskinn. Þótt hann sé ekki kominn með íslenskan texta þá mæli ég með honum. Hann fær fullt hús stjarna frá mér.