Það er eitt sem ég hef verið að íhuga. Afhverju er Tom Paris í rauðum galla? Ég veit að rauði gallinn flokkast undir command staff og Tommi litli er alltaf að þvælast með hinum “nöfnunum” í Vger en hvers vegna var þá ekki Data í rauðum galla. Er þetta dæmi um mismunum eftir kynflokki eða í tilfelli Data framleiðslu númeri?

Annað sem ég er orvitinn um er hvað áhafnirnar eru rosalega human. The Federation er samansett af mörgum kynþáttum og margir tildæmis Vulcans hafa verið í sambandinu frá byrjun og sífet fleiri að bætast við sí og æ. Afhverju eru þá alltaf svona fáar geimverur í bridge crew? Að meðaltali hefur ávalt verið um ein geimvera í brúnni. TOS var það Mr.Spock TNG var það Worf eftir að ljóshærða bimbóið drapst og Data. En Data varð gerð í mannsmynd og ekki honum að kenna að elliæri vísindamaðurinn gerði hann gylltann. VGER hefur Tuvok og DS9 er mest fjölbreytt, með Worf, eitt stykki Bajora , Odo sem er eiginlega maður með engar brúnir og svo Dax sem er eiginlega human með vont tilfelli af fæðingarblettum.
————————-