Boba Fett Jæja, hér er greinin mín um Boba Fett:D Ég íslenskaði ekki mikið af nöfnum því það er leiðinlegt:Þ En hérna kemur hún:


Uppeldið frá Jango

Allir flóttamenn Vetrarbrautarinnar óttuðust hann. Boba Fett var mannaveiðari með glæsilegan feril, tók bæði við verkefnum frá Veldinu og glæpamönnum víðsvegar um geiminn. Fett passaði vandlega uppá að enginn vissi neitt um fortíð hans og hélt dularfullu tjaldi yfir henni. En í raun var hann klónn, nákvæm eftirlíking af “föður” sínum Jango Fett.
Frá Jango lærði Boba allt í bardagaaðferðum og hvernig hann átti að komast af í lífinu. Meira að segja þegar hann var barn var hann góður með geislabyssu, allt þökk sé þjálfun Jango.
Hann var alinn upp á Kamino, varinn bæði frá storminum úti og óvinum föður hans.
Er að hann og faðir hans flúðu frá Jeda-Riddaranum Obi-Wan Kenobi til Geonosis þar sem Jango var lífvörður Count Dooku. Þar sá Boba föður sinn drepinn í Jedabardaganum er að Mace Windu skar af honum hausinn. Eftir dauða Jango fann Boba svarta bók sem Jango hafði skrifað í ráð til hans í sjálfbjörgun, ef að hann myndi þurfa að bjarga sér sjálfur. Eftir bardagann á Geonosis grafði Boba lík föðurs síns og merkti gröfina einfaldlega með J.F.
Hann fór síðan til Count Dookus og fékk hjá honum allan búnað föður síns. Seinna meir notaði Boba hann til framdráttar í sínum eigin mannaveiðaraferli.

Byrjunin á ferlinum

Fyrsta skiptið sem vitað eru um að Boba vann sem mannaveiðari var á fyrstu árum Veldisins. Fett var ráðinn af glæpamanninum Sise Fromm til að losa sig við ungan flugmann Thall Joben og vini hans. Þó að Fromm og restin af hans liði væru óvinir Jabba the Hutt sem Fett gerði oftast verkefni hjá, tók hann við verkefninu frá Fromm vegna þess að hann skuldaði Fromm greiða. Einhvern veginn í tilrauninni til að drepa Joben tókst Fett að eyðileggja sína eigin flaug sem hann var með á þeim tíma. Hann varð reiður útaf missinum og kenndi Fromm um og framseldi hann til Jabba the Hutt. Sem löglegt lögregluvald hjá Veldinu, fékk Fett oft verkefni hjá því og var oft kallaður til starfa.

Fett klófestir Solo

Stuttu eftir bardagann við Hoth, vildi Darth Vader klófesta uppreisnarflaugina Millennium Falcon. Og vegna þess réði Vader marga mannaveiðara, þar með talinn Fett. Vader sagði sérstaklega við Fett:“No disintegrations” og þekkti greinilega feril Fetts.
Og að lokum var það Fett sem gat fundið Falcon flaugina. Fett og Vader ginntu áhöfnina í gildru á Bespin. Fett fékk féið fyrir áhöfnina og hélt áleiðis til Jabba the Hutt á Tatooine með Han Solo. Á leiðinni þangað réðust hinir mannaveiðararnir, sem að Vader réð, á Fett til þess að ná Solo og fá peninginn fyrir hann. En þó að Fett hafi að lokum getað eytt þeim varð Slave 1 fyrir töluverðum skemmdum.

Fett lendir í Sarlacc

Stuttu seinna eftir að Fett hafði komið með Solo til Jabba höfðu vinir Solos eða Luke, Leia og Lando reynt að frelsa hann, en það hafði misheppnast. Jabba varð reiður og fór með þau út í eyðimörkina þar sem hann ætlaði að gefa Sarlacc skrímslinu þau. Þar fékk Luke geislasverðið sitt og byrjaði uppreisn þeirra gegn Jabba og Fett. Þökk sé klaufalegum tilburðum Solos sem var háflblindur vegna frosna carboniteinu kviknaði á þotupakkanum hjá Fett svo að hann skaust niður í Sarlaccinn. Brynja Fetts var ekki auðmelt hjá Sarlaccnum en einhvern veginn tókst Fett inní maga skrímslisins að koma haldi á geislabyssu og skaut hann sig þannig úr prísundinni. Fett var síðan bjargað af öðrum mannaveiðara, Dengar - sem að hjúkraði honum til lífs. Fett náði síðan aftur orðstír sínum sem besti mannaveiðari á Vetrarbrautinni.

Brynja Boba og Jango

Brynja þeirra var Mandalorísk hönnun, sem var yfir 4000 þúsund ára gömul hönnun.
Mandaloríar notuðu hana í The Great Sith War. Brynjan er gerð með mörgum földnum og hættulegum eiginleikum. T lagaði hjálmurinn var með innbyggðan kíki og mörgum fleiri eiginleikum eins og t.d hljóð og hreyfi skynjurum og infrarautt tæki.Hvernig fannst ykkur?


Kv. Coolistic