Jæja, þetta er grein sem er svolítið stimpluð á þá sem eru búnir að horfa á báðar seríurnar af battlestar galactica, engir spoilerar samt. battlestar er ekki bardagavopn eða auka pakki í sims svo endilega aðrir fuss fuss farið eitthvert annað ;)….

svo ég byrja bara…. hóst hóst

þeir sem þekktu til upprunalegu Battelstar Galactica þáttanna voru ekkert svakalega bjartsýnir þegar tilkynnt var á sínum tíma að þessi sería yrði endurgerð, “gömul lumma endurrituð í örbylgju vúbdí dú!”. Men vissu ekki hverju þeir áttu að búast við en strax í fyrsta þætti fór ekki milli mála að hér var á ferð virkilega vandaður, vel skrifaður, big budget sci fi þáttur (og maður dillaði sér í stólnum eins og lítil stelpa). þættirnir hafa staðist björtustu vonir manna. Gerðar hafa verið tvær seríur og hafa þær fengið margar góðar viðurkenningar, sem ég nefni hér (fengið lánað af wikipedia).

2005 Time's - Best of 2005: Television (Position: #1) [9]
2005 Hugo Award for Best Dramatic Presentation, Short Form. “33” (episode one)
2005 American Film Institute's top 10 Television shows of the year 2005
2005 Newsday's - Best of 2005: Television (Position: #1) [10]
2005 Pittsburgh Post-Gazette's - Best of 2005: Television (Position: #1) [11]
2005 Chicago Tribune's - Best of 2005: Television [12]
2005 TV Guide's and TV Land's The 100 Most Unexpected TV Moments for “Kobol's Last Gleaming, Part 2”
2006 George Foster Peabody Award
2006 Saturn Awards for best syndicated/cable TV series, best supporting actor on TV (James Callis), and best supporting actress (Katee Sackhoff)

Times kallar ekki kvað sem er ömmu sína og að þeir kallað þættina þá bestu í sjónvarpi 2005 (hlýtur að segja mönnum eitthvað um gæðinn).

það er kominn góður tími síðan 2 sería kláraðist. eins og ef til vill margir vita þá er farið að styttast mjög í að næsti þáttur verði sýndur í bandaríkjunum (6 okt). í tilefni af því hefur verið gefnir út mini þættir á heimasíðu battelstar. þessir þættir eru meira svona litlir konfektmolar á undan stóru súkkulaðitertunni og langaði mig að benda þeim á sem eru komnir með vatn í muninn.

Annað hef ég ekki séð menn tala um hérna og það er podcastið. Ronald D More, aðal rithöfundur þáttanna hefur eftir sýningu kvers þáttar í bandaríkjunum gefið út podcast á netinu (mp3 skrá) þar sem hann talar yfir þættina (sem hann horfir á mutaðann heima hjá sér). Ég gerði það að vana mínum að horfa á þáttinn með honum blaðrandi yfir í hvert skipti sem nýr þáttur kom út og gaf það manni skemmtilega innsýn í þættina. Hann er ekkert að skafa af því, ef hann er ekki sáttur við þáttinn þá segir hann það bara beint út, útskýrir kvað sökkar og biðst afsökunar. þetta eru snilldar comenterys og mæli ég með því að menn tékki á því.

Fyrir þá sem lítið þekkja til þá hefur verið gefið út recap þættir á netinu fyrir seríu 1 og 2. Sem sagt stuttir þættir sem að gefa upp plot 1 seríu og annarrar, (Mæli samt með að menn byrja frá byrjun og legi sér í til dæmis laugarás).

Allavega kominn spenningur í mig og langaði að sjá allavega eina grein um þættina áður en nýa serían byrjar. Nennti ekki að leita að hlekkjum á það sem ég er að minnast á hérna, verðið að hafa eitthvað fyrir þessu ;).

kveðja Gjallandi…..