Þá er maður búin að berja fyrsta þátt star trek seríu númer 5 augum [númer 6 ef þú telur teiknimyndirnar með].

Þrátt fyrir að ekki sé með öllu sanngjarnt að dæma seríu af fyrsta þættinum, þá ætla ég aðeins að velta fyrir mér hvert þessi sería mun fara og hvernig hún mun verða öðruvísi en fyrri star trek seríur.

Ég ætla ekki að setja frá atriðum eða spilla plotti. Þó ætla ég að minnast á svona almennari hluti sem að einhver kann ekki að vita.


Áhöfnin virðist vera það jákvæðasta við þættina, ágætis leikaralið sem virðist ná ágætlega saman í þættinum. Það sem B&B hafa verið að reyna að undirstrika er að mannfólkið er ekki jafn þróað eins og þeir í tng-ds9-voy, og kemur það ágætlega í gegn.
Mikið ævintýrastemning yfir þessu öllu, áhöfnin er að uppgvöta nýja hluti og tekur eitt skref í einu. Vita ekki neitt stundum hvað þau eru að gera og þá getur oft komið sér vel að hafa eitt stykki Vulkana við hendina.
Það má líkja þessu við mynd eins og Goonies, þar sem að reynslulausir unglingar fara í ævintýraleit með einum fullorðnari.

Ef það var eitthvað sem fór fyrir brjóstið hjá mér þá er það að stundum er eins og þetta sé skrifað fyrir 5 ára krakka. Myndlíkingarnar eru svo hamraðar í áhorfendur að það mætti halda að það væri verið að búa til þessa þætti fyrir einhverja úrkynjað landsbyggðar í miðvestur bandaríkjunum [í þeim ríkjum t.d. sem öll kusu G.W.Bush]
Ég fer ekki út í smáatriði en þið sjáið þetta þegar þið sjáið þáttinn…..

Titillagið er [sem betur fer] það eina sem gæti haft veruleg neikvæð áhrif á þessa seríu…….. þetta er einhver húsmæðraþjóðernisstemning til bandaríkjana í laginu, þrátt fyrir að breti kyrji það, og ekki er skárra að hafa hrikalegar væmnar myndir frá Nasa undir.

Þessi sería verður ekki jafn háttstemnd en star trek á undan…. og er líkust tos þannig. Á meðan tng-voy tóku sig nokkuð alvarlega, þá er það ævintýrið sem er komið aftur í aðalhlutverkið hérna.

B&B eiga ekki eftir að víla fyrir sér að breyta TREK sögunni, það kom vel í ljós í þessum þætti, ekki það að þeir hafi gert einhvera róttæka söguskoðun í honum, heldur var stemningin svoleis. Svona afslöppuð “þessiþátturerskemmtunogævintýr” stemning.

SKEMMTUN er í aðalhlutverki í ENTERPRISE og er það ágætis tilbreyting, þar sem ég hef lengi vel verið á þeirri skoðun að Berman hafi aldrei ráðið við að skrifa alvarlegt og meiningarmikið star trek. Frekar að láta manninn í að gera eitthvað sem hann kann.

Ég vona þó að þeir skrifi ekki of mikið af þáttum, því þótt að þeir séu ágætir í stefnumótun, þá eru þeir ekki snillingar í að skrifa eðlileg samtöl og atburðarrás sem kerfst þess ekki að maður slökkvi örlítið á heilanum.
Eins skemmtilegt eins og það var þegar ég var átta ára, þá voru hlutirnir svolítið málaðir svart hvítir upp. Vondu kallarnir eru það.

Söguþráður til lengri tíma litið.
Það leit út fyrir það að í þessum þætti væri verðið að leggja grunninn af sögu sem gengur í gegnum þættina, en hvert sú saga leiðir kemur í ljós.

Tilvísun í framtíðina [sem hjá okkur myndi kallast fortíðin]
Eldra Star trek er búið að leggja grunninn af heilum HAUG af persónum, kynþáttum tækni og fleiru, sem nýju hetjurnar hafa aldrei séð…… það athyglisverðasta við þessa seríu er að sjá hvernig þetta verður tengt….. [og almættið forði okkur frá Q heimsókn og einhverjum öðrum raitings-boosterum]

Ég ætla ekki að fara náið út í leikarahópinn, en vil þó minnast á það scott bakula olli ekki vonbrigðum og ég hef lítið út á hina leikarana að setja.

Ef að þessi sería mun missa marks, þá er greinilegt að það verður handritshöfundunum að kenna, þ.e. ef að leikarahópurinn mun halda áfram á sömu braut.


en í lokin langar mig að segja að ég er þokkalega jákvæður….. það er ágætis grunnur kominn, en hvað sem er getur gerst, og ÞAÐ er fín tilbreyting frá fyrri “afrekum” Berman


p.s.Athugið annars með þetta, þetta er leikkonan sem leikur “the vulcan science officer”

http://www.maximonline.com/girls_of_maxim/girl_780.html