The Ori (greinasamkeppni) Þetta er grein um The Ori. Þetta er Frumraun mín í að skrifa grein hérna á Sci-Fi áhugamálinu en ég tek allri gagnrýni opinskálega.

The Ori (borið fram Oræ) eru nýju “óvinirnir”í Stargate SG-1 heiminum eftir fall Goa'uld í lok 8. seríu. Við fengum fyrst að sjá þá í byrjun níundu seríu þegar Daniel og Vala fluttust tímabundið í líkama tveggja manneskja á plánetu í annarri vetrabraut sem er stjórnað af The Ori, þannig fréttu The Ori af því að menn lifi í “The Milky Way” og byrjuðu að skipuleggja nokkurn vegin Helför, annaðhvort myndi fólk “trúa” á þá eða deyja.

Uppruni
Eins og kom fram í þættinum “The Fourth HorsemanII (þáttur 9*11) þá eru Ori af sama uppruna og okkar “Ancients” eða Alterans. En fyrir milljónum ára skiptust þeir upp í tvær fylkingar, Ori voru trúaðir en Alterans voru meira vísindalegir. Daniel og ýmsir aðrir hafa sett fram þá kenningu að plágan sem næstum útrýmdi Alterans og hefði gert það hefðu þeir ekki uppgvötað að hægt væri að ascenda.

Þegar The Alterans ákváðu að fara frá vetrarbraut sinni og Ori komu þeir hingað(The Milky Way) og bjuggu til aðra þróun manna í heiminum(þeir eru sú fyrsta) og ákváðuað verja þá fyrir The Ori. Daniel Jackson ásamt fleirum trúir að The Alterans hafi þannig þegar lengra var komið í þróun okkar komið fyrir verndun í trú okkar, dæmi eru t.d. Það að kristin trú tengi eldinn, horn og fleira sem sendiboðar Ori virðast hafa við djöfulinn og allt sem er illt.

Markmið
Markmið Ori eru tvískipt. Það fyrra er einfaldlega að útrýma Alterans í eitt skipti fyrir öll en hitt er að fá fólkið í okkar vetrarbraut til að “trúa” á sig. En eins og Orlin sagði í sama þætti og eg minntist á áðan (“The Fourth HorsemanII (þáttur 9*11)) þá geta Ori fengið aukna krafta ef nógu margar verur á einni af lægri “tilverum” lífsins(lower plains of existence) einbeita trú sinni að þeim.

Trúin
Trúin sem þeir breiða út til að fá fólk til að einbeita trú sinni að þeim nefnist Origin og þannig kalla þeir leiðina til uppljómunar The Path of Origin. Origin er breydd út af Priorum sem eg mun fjalla um seinna í greininni. Origin minnir mikið á kristni að nokkru leiti, ein bók sem breiðir út boðskapinn. Í Kristnidómi er það Biblían en í Origin er það “The Book of Origin” í báðum eru dæmisögur sem vitnað er í. Einnig leiða báðar trúr til þess að fólk kemst á hærra tilverustig. Mekka Origin eða Miðstöð þeirrar trúar er Celestis(einnig “The Plains of Celestis” og Borg Guðanna) en þar er trúuðum “prestum” og öðrum breytt í Priora sem eru útsendarar Ori. Einungis eru tvær leiðir sem við vitum um til að komast til Celestis. Með hring flutninga tæki(ring transporter) eða með því að flytja meðvitund sína þangað meðan líkaminn verður eftir. Þetta var gert við Garrek en það var einungis vegna þess að Prior gerði það fyrir hann. Þar var honum breytt í Prior. Seinna fórnaði hann sjálfum sér til að lækna pláguna sem Ori höfðu sent til að útrýma jarðarbúum.

Ólíkt þeim trúum sem við þekkjum þá eru fylgjendur Origin reglulega minntir á raunveruleika Ori með “alvöru” kraftaverkum sem Ori framkalla með Priorum og þekkingu sinni á alheiminum. Ef einhver sýnir villu í trú sinni er hann látinn ganga í gegnum “Prófraun Eldsinns” sem einungis Prior getur stöðvað en prófraunin er eigilega bara sú að brenna mann til dauða í trú um að ef hann sé hreinn í trú sinni muni hann ascenda.

Priorar
Eins og eg hef minnst á áður eru Priorar trúboðar Origin trúarinnar. Þeir eru venjulegar mannverur sem Ori hafa breytt til að vera eins þróaðir og hægt er að vera án þess að ascenda. Þeim er breytt með þvi að þeir eru látnir fram fyrir eldvegg sem virðist vera sá staður er Ori dveljast á, en þeir völdu eld sem byrtingarmynd í stað ljóss sem Alterans völdu sér. Ori virðast ólíkt Alterans dvelja á einum stað frekar en öðrum. En aftur til Priora, þegar þeir standa fyrir framan veggin eru þeir umgleyptir eldi og genamengi þeirra breytt til að verða þróaðir. En með þessarri þróun koma hæfileikar eins og hugarorka sem hægt er að beisla til að lækna, drepa og jafnvel kalla fram sjúkdóm eins og Prior pláguna. Einn maður sem eg vill eigilega ekki kalla Prior en hann er samt eigilega svona eins og yfir Prior en það er Doci, hann er sá sem stjórnar hverjir verða Priorar og einnig er hann svona nokkurn veginn páfi, hann er sá sem stjórnar fyrir hönd Ori á tilceruleika stigi manna en Ori hafa sést tala i gegnum hann með þvi að “andsetja” hann og tala með líkama hans.SGC fann a endanum upp leið til að tímabundið óvirkja hæfileika Priora og var það eitt stærsta “breakthrough” í stríðinu við Ori til þessa.

Helförin
Helförin byrjaði með komu Priora til okkar vetrarbrautar og trúboði þeirra. Ef fólkið á plánetunum neitaði að snúast til Origin þá létu Ori lausa plágu sem drap alla en komu svo seinna og læknuðu pláguna og vöktu hina dauðu upp frá dauðum en það sneri oftast jafnvel hörðustu plánetunum. En svo fann SGC ásamt Alteraninum Orlin upp lækningu gegn sjúkdómum. En það var kornið sem fyllti mælinn. Áður höfðu Ori reynt að koma upp svokölluðu Supergate sem er nógu stórt til að koma heilum flotum af skipum í gegn. En þökk sé hugmynd Völu Mal Doran kom SGC í veg fyrir það að hægt væri að koma þvi saman. En Ori gáfust ekki upp og náðu á endanum að koma upp Supergate. Á þeim stað var reynt að verjast innrás Ori. En með 2 mannbyggðum skipum, 1 Asgard Skipi, og 3 Hat'ak skipum frá Lucian Alliance var vörnin til einskis. Fjögur Ori skip komu í gegn og þau gjörsigruðu sameinaða krafta flestra hervelda í Milky Way, án þess að fá svo mikið sem eina minnstu skrámu. Korolevinn hið nýja skip rússa var eyðilagt, Odysseyinn var óvirkur um tíma og 2 af 3 Hat'ak skipunum voru gjöreyðilögð meðan hið sem var eftir var ekki einu sinni með Life Support. Ekki er vitað um afdrög Asgard skipsinns.

Annað
Ori eru afar sniðugir og góðir í því að gera hluti í Milky Way sem ætti ekki að mega en má því þeir gera það alveg við línuna á “Ascended Reglubókinni”. Til dæmis gerðu þeir Völu ólétta og létu hana koma með til Milky Way. Svo kom í ljós að barnið var mannsbarn með eins mikið af þekkingu Ori og mannsheilinn getur þolað. Hún er kölluð Orici af Priorunum en Vala nefndi hana Adria eftir stjúpmóður sinni(þótt hún hafi sagt að það væri eftir móður hennar þá er það lygi).

Í Ljósi nýrra upplýsinga um að ekki verði fleiri seríur af Sg-1 á Sci-Fi channel þá tel ég það vera slyldu mína að bæta við hér einu atriði svona í endann. Ef svo kemur að Ori söguþráðurinn verði ekki kláraður í þessarri þáttaröð verður vonandi gerð sjónvarpsmynd. Þótt að það verði skrítið að það taki 8 ár að vinna Goa'uld en bara 2 að vinna Ori sem eru miklu verri.
“Two things are infinite: the universe and human stupidity; and I'm not sure about the the universe.”