Jan Dodonna Enn önnur greinin mín nú á dögunum:)

Gjöriði svo vel:):Jan Dodonna var hinn vitri taktíski hershöfðingi stjórnstöðvar Uppreisnarmanna á Yavin 4, sem var á Massassi svæðinu. Þegar að Helstirnið kom þar, planaði Dodonna árásina á það eftir tölvuteikningunum í minni R2-D2. Einnig fræddi hann flugmenn Uppreisnarmanna um allar hliðar árásinnar. Árásin sem hann hafði planað virkaði, og tók hann þátt í verðlaunaafhendingunni á eftir.


Jan Dodonna hafði langa reynslu af bardögum, þar sem að hann hafði verið Kapteinninn á Stjörnutortímanda á tímum Lýðveldisins. Með náum vini sínum, Adar Tallon, skrifaði Dodonna bókinna um geimflaugarbardaga og herkvíartaktík. Þegar að Veldið varð til, var ákveðið að aflífa Dodonna fyrir hugsjónir hans, en honum var bjargað frá sínu einkatungli af Uppreisnarmönnum. Dodonna og Tallon fóru báðir í felur, Tallon sviðsetti dauða sinn en Dodonna fór og liðsinnti Uppreisnarmönnum með snilligáfu sinni.


Dodonna átti hugmyndina að A-vængjunni, eftir að hafa tekð eftir því hvað margar flaugar Uppreisnarmenn misstu í bardaganum við Yavin 4. Eftir þær rannsóknir fór hann til Walex Blissex sem var bifvélavirki Uppreisnarmanna og saman gátu þeir smíðað A-vængjuna, sem myndi liðsinna öðrum flaugum Uppreisnarmanna.


Dodonna og Leia Prinsessa voru oft ósammála um hlutverk Prinsessunnar hjá Uppreisnarmönnum.
Hún vildi hlutverk sem myndu skipta máli í stríðinu, en Dodonna fannst að Uppreisnin myndi hljóta betur af því að Prinsessan myndi vera merki Uppreisninnar og myndi halda sig úr allri hættu.
Dodonna skipti að lokum um skoðun og leyfði Leiu að fara í björgunarleiðangur til plánetunnar Metalorn.


Þegar að Uppreisnarstöðin var rýmd eftir tortímingu Helstirnsins varð Dodonna fyrir miklu áfalli. Sonur hans, Vrad Dodonna, dó eftir árás á Ofur-Stjörnutortímandann Executor.
Þar sem að heilsa Jan Dodonna var að hraka, bauðst hann til þess að verða eftir á Yavin og sprengja helling af sprengjum fyrir komu hermanna Veldisins til stöðvarinnar.
Eftir það héldu Uppreisnarmenn að Jan Dodonna væri látinn.


En það var ekki rétt. Hermenn Veldisins höfðu fundið hann, og var líkami hans vafinn sárum og tóku hann til fanga. Honum var haldið um borð í Ofur-Stjörnutortímandanum Lusankya en þar var hann fangi Ysanne Isard. Hann var fangi í rúm sjö ár, en gaf aldrei upp vonina um frelsi. Á meðan dvölinni stóð yfir, hjálpaði hann nýjum fanga , Corran Horn, til þess að verða fyrsti fanginn sem einhvern tímann hefur flúið Lusankya.


Að lokum varð Dodonna frjáls, eftir tap Admirals Thrawns. Hann fór aftur í stjórn Uppreisnarmanna - nú stjórn Nýja Lýðveldisins - með öðrum meðlimum eins og Adar Tallon, Pashna Starkiller og Vanden Williard. Þar sem að hjá öllum var mjög stutt í eftirlaunaaldur, voru þau alltaf kölluð “Grái Liðskjarninn”. Þau hjálpuðu öll til við að undirbúa hermenn Nýja Lýðveldisins undir orrustur gegn Veldi endurlífgaða Keisarans.


Heimildir:

New Hope
www.starwars.com


Kv. Coolistic