Þessir þrír þættir sem komu út í fyrra eru nú allir dánir. Stóru sjónvarpsstöðvarnar úti hafa hætt við framleiðslu þeirra.

Nokkuð síðan tilkynnt að hætt var við Threshold, en hann fór aldrei lengra en einhverja 13-14 þætti, og sagan ekki kláruð.

Sama gerðist með Invasion. Gerðir voru 22 þættir, og endaði season 1 með “cliffhanger” þætti. Nú er orðið ljóst að við munum aldrei vita meira um söguna.

Surface fór í 15 þætti, og endaði einnig með “cliffhanger” þætti. Reyndar er ekki búið að taka endanlega ákvörðun um Surface, en allt bendir hinsvegar til þess að þátturinn verði ekki endurnýjaður og fari í season 2.


Þó svo að mér er nokkuð sama hvort þessir þættir halda áfram, þá hefði ég þó viljað sjá söguna út í enda, hvort sem það hefði tekið 1-2 þætti til viðbótar eða eitt season.

Held að sjónvarpsstöðvarnar séu í raun að eyðileggja “product” með því að hætta framleiðslu á þáttunum áður en hægt er að klára söguþráðinn. Þetta kemur í veg fyrir að þeir geti selt þættina á DVD (HD-DVD), því fólk vill frekar kaupa heila sögu. T.d. með Firefly…sem urðu mjög vinsælir á DVD.