Yoda - Greinasamkeppni Já þessi grein á að fara í greinasamkeppnina hérna á /scifi…. Vona að ykkur öllum finnist þetta vera góð grein;D

Þá er ekkert annað að gera heldur en að koma með greinina:


Yoda, hinn æfaforni og hinn gamli Jedameistari, lifði lokaár lífs síns á plánetunni Dagobah. Þar faldi hann sig fyrir Sithunum Darth Sidious og lærisveini hans Darth Vader. Hann var þá níuhundruð ára gamall og hafði þjálfað Jeda í um áttahundruð ár, og var gífurlega öflugur með máttinn. Hvorki er vitað hvaða tegund hann er af eða frá hvaða plánetu hann er. Á meðal seinustu lærisveina hans voru mest mikilvægustu Jedar í náinni framtíð, Obi-Wan Kenobi og Luke Skywalker.


Þegar Yoda var sjöhundruð ára gamall var hann einn af Jedameisturum sem leiðbeindu nýjum lærisveinum um borð í risastóru Jedaþjálfunargeimskipi sem kallað var Chu'unthor.
Geimskipið hrapaði á plánetunni Dathomir. Jedameistararnir reyndu að losa skipið úr mýrinni sem það var fast í en þeim var hrint tilbaka af Dathomirian Nætursystrum(Nightsisters).


Lítið er vitað um Yoda annað en þegar Gamla Lýðveldið féll. Yoda þjálfaði Gannathan háborin konung Empatojayos Bramd í að nota máttinn. Og annar öflugur lærisveinn hans var Qu Rahn.
Önnur saga er sögð af fortíð Yoda, en þá elti hann myrkan Jeda frá plánetunni Bpfasshi(nafn Jedans er ekki vitað) - alla leið til Dagobah, þar sem Yoda náði að fella hann. Myrkur máttur Jedans sem dó, dróst í nærliggjandi tré - sem mynduðu það sem kallað er myrkur nexu. Það er haldið að Yoda hafi seinna meir þess vegna valið Dagobah sem felustað sinn vegna alls myrks máttar sem tréin gáfu frá sér. Úr mikillri fjarlægð, gat Keisarinn ekki fundið fyrir ljósa mætti Yoda, þar sem allur myrki mátturinn á Dagobah í rauninni útilokaði ljósa máttinn hans.


Á lokaárum Lýðveldisins var Yoda meðlimur í Jedaráðinu við hliðina á öðrum virtum Jedum eins og Mace Windu og Ki-Adi-Mundi. Yoda var viðstaddur viðburði sem myndu eiga þátt í að hjálpa Lýðveldinu í að falla og láta aldagamla Jedaregluna næstum því deyja út. Yoda gegndi mikilvægu hlutverki í Jedaráðinu. Þegar ungir lærisveinar byrjuðu fyrstu skref sín í Jedaþjálfun, leiðbeindi Yoda þeim sjálfur. Margir af frægustu Jedum Lýðveldisins voru þjálfaðir af Yoda þegar þeir voru börn.
Þegar þeir voru eldri, tók Jedariddari eða Jedameistari við þeim og hélt áfram þjálfuninni einn á einn.


Hula myrku hliðarinnar féll yfir Lýðveldið á lokaárunum, og Yoda hafði alltaf meiri og meiri áhyggjur.
Myrka hliðin ruglaði svo kröftuglega í jafnvægi máttarins að Jedarnir voru hættir að geta rýnt í framtíðina í mikilvægum málum. Þar sem hann fann fyrir aukinni óvissu um framtíðina, fannst Yoda hann þurfa að fá svör. Jedaráðið sendi Obi-Wan Kenobi til þess að rannsaka morðtilraun á Padmé Amidala sem leit út fyrir að hafa verið gerð af Aðskilnaðarsinnum. Það sem að Obi-Wan hins vegar fann, var miklu meira áhyggjuefni. Heill Klónaher hafði með leynd verið gerður fyrir Lýðveldið, með skipun frá löngu dánum Jeda, Sifo-Dyas. Enginn í ráðinu vissi þetta, né höfðu þeir séð þetta fyrir. Nánari rannsóknir sýndu að Aðskilnaðarsinnar voru að undirbúa sig fyrir stríð. Einn af lærisveinum Yoda, Count Dooku var að safna viðskiptabarónum Vetrarbrautarinnar og fá þá til þess að sameina heri sína. Eitthvað varð að gera.


Palpatine Kanslari, sem nýlega hafði verið veitt neyðarvöld, skipaði svo fyrir að Klónaherinn yrði notaður. Þá fór Yoda til Kamino og sótti Klónaherinn og fór með hann til Geonosis til bjargar Jedunum sem eftir voru lifandi sem börðust höfðu við vélmennaher Aðskilnaðarsinna. Þegar að Klónar Lýðveldisins réðust á Vélmenni Aðskilnaðarsinna byrjaði Klónastríðið. Yoda var hershöfðingi Klónanna sem sigruðu Aðskilnaðarsinnanna á Geonosis. En margir af foringjum CIS(Aðskilnaðarsinnar) höfðu náð að flýja. Yoda fylgdi eðlisávísun sinni til skýlis þar sem Dooku hafði illa sært Obi-Wan Kenobi og Anakin Skywalker. Þá byrjaði máttar og geislasverðaorrusta á milli þeirra. Orrustan endaði með því að Dooku felldi krana sem átti falla yfir særðu Jedana á gólfinu. Svo að á meðan Yoda henti krananum frá Jedunum á gólfinu, náði Dooku að flýja.


Eins og allir Jedarnir varð Yoda hershöfðingi í Klónastríðinu. Hann barðist oft sjálfur í fremstu víglínu og einu sinni sá hann sjálfur um að eyða einni af sjálfvirku sprengjuvörpum Aðskilnaðarsinna.


Eitt sinn þegar Yoda var að hugleiða, hafði Jedameistarinn Qui-Gon Jinn sem látist hafði fyrir áratug samband við hann. Hinn látni Meistari hafði fundið leið til þess að verða einn af mættinum. Á næstu árum var Yoda að læra þessa tækni í hlutverki sem hann hafði ekki gegnt í margar aldir:
Að vera lærisveinn. En áður en að hann gæt lært það að fullu, þurfti hann að lifa af Jedaslátrun sem framkvæmd hafði verið af Palpatine Kanslara sem í raun var Sithinn Darth Sidious. En hann hafði gert Order 66 að veruleika. Yoda var á Kaashyyk þegar að Klónahermenn hans reyndu að myrða hann. En það tókst ekki. Yoda flýði í skutlu Bails Organa og hitti þar Obi-Wan Kenobi sem einnig hafði lifað af.


Obi-Wan og hann fóru aftur til Coruscant í Jedahofið og breyttu merkinu sem kom frá því í: Að allir Jedar ættu að halda sig fjarri . En í merkinu var gefið í skyn að allir Jedar ættu að koma aftur í hofið.
Í hofinu sáu þeir á upptökum að Anakin hafði breyst í Darth Vader. Kenobi fór þess vegna til Mustafars þar sem Vader var staðsettur og reyndi að drepa hann, en Yoda fór til Keisarans í sömu erindagjörðum. Inní stórum Þingsalnum börðust þeir tveir með mættinum og geislasverðum. Bardaginn endaði með því að Yoda datt alla leið niður í þingsalinn og þurfti að flýja.


Yoda hitti Obi-Wan sem náð hafði að særa Vader gríðarlega, á Polis Massa. En þar urðu þeir vitni að dauða Padmé en fæðingu tvíbura hennar og Anakins, Luke og Leiu. Yoda sagði Obi-Wan frá því að Qui-Gonn hefði haft samband við hann og kennt honum að verða einn með mættinum. Þess vegna kenndi Yoda nú Obi-Wan að verða einn með mættinum.


Nú flýði Yoda til Dagobah. Þar beið hann þolinmoður eftir nýrri von sem gæti endað veru Vetrarbrautarinnar í myrku hliðinni. Þrem árum eftir orrustuna á Yavin, kom hún.
Stýrt af sýn af hans fyrrum lærifaðir Obi-Wan Kenobi, uppgvötaði Luke af veru Yoda.
Yoda var mjög “pirrandi” við Luke og hafði Luke ekki mikla þolinmæði fyrir honum. En það var bara eitt af fyrstu prófunum sem Yoda lagði fyrir hann - próf sem að Luke féll á.
Þjálfun Lukes byrjaði og kenndi Yoda honum allt sem hann kunni. Eitt sinn bað Yoda Luke um að lyfta X-vængjunni sinni úr mýrinni þar sem Luke hafði brotlent henni. Luke reyndi en gafst upp. Hann sagði að mátturinn gæti ekki lift svona stórum hlut. Hann hafði rangt fyrir sér. Yoda lyfti X-vængjunni hátt upp og setti hana á bakkann.


Þegar að Yoda kenndi Luke að sjá í framtíðina sá Luke að vinir hans voru í hættu. Luke hætti þá í þjálfuninni og fór að bjarga þeim. Að lokum mistókst honum og þurfti hann að láta bjarga sér. Yoda óttaðist að allt myndi tapast í baráttunni við Keisarann og Vader.


Um einu ári síðar kom Luke aftur til þess að ljúka þjálfun sinni. En þar sem að Luke hafði barist við Vader og uppgvötað að hann var faðir hans, sagði Yoda honum að þjálfun hans væri lokið. Á meðan Luke hafði verið í burtu, hafði Yoda veikst illa. Þegar að Yoda lá á dánarbeðinu, sagði hann Luke frá því að það væri annar Skywalker. Eftir það dó Yoda og hvarf þegar að líkami hans varð einn af mættinum. Þegar að Veldið hafði verið sigrað og Uppreisnarmennirnir að fagna því, birtust Yoda, Obi-Wan og Anakin og fylgdust með brosandi



Kv. Coolistic