Count Dooku/Darth Tyranus Þar sem að það er ekki mikið að gera hjá mér nú á dögunum, ákvað ég að gera grein um hann Count Dooku í kjölfarið af greninni minni um Darth Sidious. Ef þið spyrjið ykkur hvort ég ætli þá að gera grein um Darth Vader/Anakin þá er svarið nei(myndirnar voru um hann, svo til hvers?).

Hér kemur greinin um Count Dooku:


Dooku hafði verið að læra um vegi máttarins í næstum áttatíu ár, og varð einn af öflugustu notendum Máttarins. Samt var hollusta hans ekki bara við þessar Jedareglur, heldur einnig við hans eigin hugmyndir og álit. Sjálfstæði hans vakti áhyggjur hjá mörgum, og meira að segja lærifaðir hans, Yoda átti erfitt með að fá hann til þess að fara að öllu eftir Jedareglunum.


Dooku var 13 ára gamall þegar hann var valinn til að vera lærisveinn Jeda Meistarans Thame Cerulian. Þrátt fyrir þrjósku Dookus og sjálfstæði, sögðu Jedaskrárnar alltaf frá honum sem aðdáandaverðum Jeda. Hann leysti margar deilur og notaði fágaðan stíl þegar hann barðist með geislasverði. Þar sem að hann var Greifinn af Serenno(heimapláneta hans) fékk hann stóran auð sem hann notaði í pólitískan feril sinn, sem foringi Aðskilnaðarsinna(Separatist's).
Jedaráðinu fannst það mikill missir þegar að Dooku settist í helgan stein.


Eftir að hann hætti sást hann ekki í mörg ár, en kom aftur sem pólítískur eldibrandur sem kveikti elda uppreisnar. Á ákaflega stuttum tíma náði Dooku að koma þúsundum stjörnukerfa til að berjast fyrir málstaði hans, gera stóra Aðskilnaðarstefnu sem að hótaði að eyða Lýðveldinu.
Tækifærissinnar sem unnu undir nafni Dookus byrjuðu að sýna vott af ofbeldi, og það eina sem að Jedareglan gat gert var að halda friðinn á þessum tímum. Þrátt fyrir allt, neitaði Jedareglan því að Dooku væri ábyrgur fyrir verstu bardögunum, því að hann væri Jedi og væri hafinn yfir slíkt ofbeldi.


En Jedarnir vissu ekki leyndarmál Greifans. Á bakvið fágað útlit og útlit góðs pólítíkus, var Dooku spilltur af hinni myrku hlið máttarins. Stuttu eftir að hann settist í helgan stein, náði Darth Sidious, að snúa honum til myrku hliðarinnar. Samkvæmt hefð Sithanna, tók Greifinn að sér Sith nafnið Darth Tyranus og bætti svikum og prettum við í vopnasafnið sitt.


Sem Tyranus byrjaði hann að hafa samband við mannaveiðarann Jango Fett til þess að vera fyrirmyndin af leynilegum Klónaher Kamino. Og sem Count Dooku byrjaði hann að höfða til græðgi
valdamestu viðskiptabaróna Vetrarbrautarinnar til þess að sameina heri þeirra og storka Lýðveldinu.
Á Geonosis hitti Dooku að lokum alla barónana til þess að stofna Confedaracy of Independent Systems(CIS). Eftir fundinn komust Dooku og viðskiptarbarónarnir að samkomulagi.
Aðskilnaðarsinnarnir voru tilbúnir til stríðs.


Á meðan dvölinni á Geonosis stóð yfir tóku innfæddir, sem unnu fyrir Dooku Obi-Wan Kenobi tl fanga. Stuttu seinna voru Anakin og Padmé handtekin, þegar þau voru að reyna að bjarga Obi-Wan. Dooku setti þau öll í aftökunarhringinn. Og dauði þeirra var nærri þegar að Mace Windu og margir aðrir Jedar komu þeim til hjálpar. Jedarnir voru nánast yfirbugaðir af nýskipuðum vélmanna her CIS þegar Klónaherinn þeim til bjargar. Dooku fór með teikningar af Helstirninu til skýlis í grenndinni sem geymdi geimskip hans. Hann var eltur af Anakin og Obi-Wan inní skýlið.


Jedarnir tveir börðust við Greifann, en meistaralegu og fáguðu hæfileikar Dookus urðu til þess að báðir lágu þeir særðir. Á meðan því stóð, gekk annar Jedi í skýlið. Jedameistarinn Yoda var sá Jedi og börðust Darth Tyranus og Yoda heiftarlega í bæði máttarbardaga og geislasverðabardaga.
Að lokum losaði Dooku um krana, með mættinum svo hann féll næstum því á Jedana tvo. En Yoda þurfti að hafa sig allan við til þess að bjarga þeim og það tókst. En björgunin varð til þess að Dooku náði að flýja burt á geimskipinu sínu. Dooku flýði til vöruhúss í úthverfum plánetunnar Coruscant. Þar hitti hann meistara sinn, Darth Sidious, og sagði honum frá góðu fréttunum:
Klónastríðið var byrjað.


Eitt af fyrstu verkum Dookus í Klónastríðinu var að leysa úr læðingi æfafornt Sith vopnið Dark Reaper, á móti Jedunum og klónunum. Dooku var hið opinbera andlit CIS, þótt að hann hefði ekki stjórn á sjálfum her Aðskilnaðarsinna, það kom Grevous í hlut. Dooku sá hinsvegar sjálfur um að kenna Grevous geislasverðataktana sína. Dooku kom svo vel og frambærilega vel fram að það varð til þess að mörg stjörnukerfi gengu til liðs við CIS - dreyfandi stríðinu um Vetrarbrautina.
Dooku fékk mest hættulegustu skjólstæðinga Vetrarbrautarinnar - Asajj Ventress og mannaveiðarann Durge persónulega til liðs við sig.


Í þrjú löng ár stóð Klónastríðið yfir. CIS og Lýðveldið börðust á mörgum plánetum víðsvegar um Vetrarbrautina. Um lok Klónastríðsins gerðu Aðskilnaðarsinnarnir djarfa árás á Coruscant og tóku sjálfan Kanslarann til fanga.


Það var allt fals. Palpatine var í raun Darth Sidious, og Dooku var lærisveinn hans. En Dooku vissi ekki af snjallri áætlun meistara síns. Ránið á honum var bara próf til þess að kanna hvort að Anakin væri nógu öflugur til þess að verða næsti lærisveinn Sidiousar. Obi-Wan og Anakin komu nefnilega til bjargar Kanslarans og börðust enn á ný við Tyranus. Dooku náði mjög fljótlega að að gera Obi-Wan meðvitundarlausan með mættinum. Á meðan Anakin og Dooku börðust, hélt Greifinn alltaf að hann hefði yfirhöndina. En það breyttist þegar að Anakin skar af honum báða handleggina og náði af honum geislasverði hans. Dooku féll á hné, með skelfingarsvip.


“Dreptu hann” ráðlagði Palpatine Anakin - Þá uppgvötaði Greifinn að svik væru leiðir Sithanna. Hann mátti missa sig - fattaði Dooku .
Skywalker var aðalfengurinn, hæfileikaríki lærisveinninn, hinn nýji Sith.


Dooku uppgvötaði þetta allt þegar að Skywalker skar af honum hausinn og endaði líf hans.


Kv. Coolistic