Darth Sidious Ætla að koma með grein um hann Darth Sidious/Palpatine.
Með greininni ætla ég að hvetja alla hérna til þess að skrifa grein um uppáhaldspersónuna sína í SW, ST eða öðrum Sci-Fi þáttum og kvikmyndum og upphefja þetta áhugamál!


Í Vetrarbrautinni var regla Sithanna búin að vera útdauð í öld, en einhvern veginn lifðu tveir af - Meistarinn Darth Plagueis og lærisveinn hans Darth Sidious. Plagueis, hinn vitri, var mjög lærður um hin mörg skrýtnu og “ónáttúrulegu” leyndarmál Máttarins. Eins og Sidious sagði sjálfur frá, vissi Plagueis leiðina til ódauðleikans í gegnum hina myrku hlið Máttarins.
Sidous myrti þá meistara sinn, til þess að læra leyndarmál hans. Ekki virkaði það. En þá tók Sidous sér lærisvein, sem að lokum varð Darth Maul. Maul varð verkfæri hans, til þess að uppfylla
plön Sidousar á meðan að hann hélt sér í skuggunum.


Hið raunverulega nafn Sidiousar var Palpatine og var hann þingmaður Naboo þegar að innrás Verslunarsambandsins á heimaplánetuna var gerð, en hann sjálfur hafði skipað yfirmönnum Verslunarsambandsins að gera innrásina. Þeir áttu að hafa gert innrásina til þess að mótmæla nýjum sköttum sem Þingið var að setja á. Palpatine hitti yfirmenn Saambandsins aldrei í persónu, heldur notaði hann frekar hologram(kann ekki íslenska orðið) og hélt alltaf hettu yfir andlitinu. Einnig hægði Palpatine á umræðum í Þinginu, til þess að halda Lýðveldinu frá því að blanda sér í málið.
Eftir að Amidala drottning hafði tekið Naboo aftur með valdi og Maul dáinn, var Valorum kanslari, kosinn úr embættinu. Palpatine varð kanslari Lýðveldisins á eftir honum.


Þar sem að Sidious hafði misst lærisvein sinn, var næsta skref hans ekki að byrja að þjálfa nýjan lærisvein heldur að umbreyta góðum Jeda kandídad. Count Dooku, þekktur Jedi sem var ekki alltaf sammála reglum Jedanna, varð fyrir valinu. Sidious sannfærði Dooku að koma til myrku hliðarinnar og gaf honum Sith nafnið Darth Tyranus. En Darth Tyranus stjórnaði hreyfingu Aðskilnaðarsinna sem fóru í stríð við Lýðveldið - Sem að svaraði með nýjum Klónahernum - Klónastríðið byrjaði. Á meðan stríðið var fékk Sidious “neyðarvöld” sem kanslari, þessi “neyðarvöld” urðu til þess að Þingið fékk mun minni völd. Í Klónastríðinu dó Tyranus eftir að Anakin drap hann, fyrir framan Palpatine. Það sem Tyranus og Anakin vissu ekki, var að bardaginn á milli þeirra var bara próf til þess að sjá hvort Anakin væri hæfur sem næsti lærisveinn hans.


Á meðan að Lýðveldið og Jedarnir leituðu að foringja C.I.S hélt Palpatine áfram að snúa Anakin til myrku hliðarinnar, þar sem að hann hafði orðið náinn vinur hans. Hann vissi að Anakin væri að reyna að finna leið til þess að bjarga Padmé frá því að deyja af barnsförum. Palpatine ljóstraði upp við Anakin að hann væri lykill Anakins að fræðum Sithanna, meðal annars færninnar í að stöðva dauða.


Að lokum fundu Jedarnir út að Palpatine væri Sidious. Mace Windu kom á skrifstofu hans með nokkrum öðrum Jedum til þess að handtaka hann. Sidious drap alla fylgdar Jeda Windu nánast um leið og upphófst bardagi á milli þeirra. Það sem gerist næst er umdeilt. Sidious missir sverðið og er í raun sigraður af Windu. Á þeirri stundu kemur Anakin inn. Sidious skýtur eldingum sínum á Windu, sem nær að endurskjóta þeim með geislasverðinu á Sidious sem veldur ógeðfelldum breytingum á andliti Sidiousar svo hann fær ljót ör(skrýtin ör). Þegar að Windu ætlar að drepa Sidious, þá kemur Anakin honum til hjálpar með því að skera handlegg Windu af. Þá fær Windu stóran skammt af eldingum Sidiousar og er hent út um gluggann af síðarnefndum. Sidious hafði sigrað. Hann tók Anakin að sér sem lærisvein sinn og gaf honum nafnið Darth Vader, og sendi hann í Hof Jedanna til þess að eyða öllu í því - hvort sem það var lifandi eða ekki.Síðan notaði Sidious vald sitt sem Palpatine kanslari og setti sig í samband við Hershöfðingja Klónahermannanna sem voru víðsvegar um Vetrarbrautina, til þess að skipa þeim að framkvæma Order 66 - leynileg skipun sem breytti öllum Jedum í svikara við Lýðveldið. Hinir hliðhollu Klónahermenn myrtu Jedahershöfðingja sína með köldu blóði.
Stuttu seinna eftir það sendi hann Vader til Mustafar að drepa eftirlifandi leiðtoga C.I.S.
Síðan sauð Sidious saman sögu um að Jedarnir væru að gera uppreisn gegn Lýðveldinu. Þá sögu fór hann með til Þingsins. Eftir ræðu hans, sem var studd af klappi mörghundruð Þingmanna, var Lýðveldið runnið undir lok. Sidious hafði stofnað fyrsta Veldi Vetrarbrautarinnar. Nú var hann þekktur sem Palpatine Keisari.
Á meðan Vader var á Mustafar fékk Sidious óvænta heimsókn frá Jedameistaranum Yoda. Upphófst mikill bardagi á milli þeirra, sem endaði í sjálfum Þingsalnum þegar að Yoda datt niður allan salinn og þurfti að flýja. Á meðan hafði Obi-Wan sært Vader meira en alvarlega og Sidious fann það. Því fór Sidious til Mustafar og fann Vader þar kvalinn. Sem betur fer náði Sidious að koma lærisveini sínum til Coruscant í læknavélmanna hendur. Þar var hann settur í búning(eins og allir vita) sem sá um að anda fyrir hann og halda honum á lífi.


Í bardaganum við Endor var Veldi Sidiousar fellt og þar lést Darth Sidious, eftir svik Darth Vaders.