Doctor Who Doctor Who?

Ný sería! já og nei ;).

Við erum hér að tala um lengstu Sci-Fi þáttaröð sem gerð hefur verið (yfir 500þættir). Í gamla daga gláptu bandarískir Sci-Fi áhugamen á startrek og twiligth zone en á meðan höfðu Bretar sitt eigið tóbak “Doctor who” og gengu þættirnir stanslaust í 27 ár takk fyrir það (1963 til 1989)

já Battlestar Galactia er ekki eina Sci-fi serían sem hefur verið sótt inn á elliheimilið og gefið góð andlitslyfting nei doctorinn snýr aftur “the doc is back” ;)

kvað er Doctor who?

Doctor who eru þættir sem fjallar um flakkara nokkurn sem gengur undir nafninu Doctor. Doctor þessi flakkar um tíma og rúm í bláum breskum lögreglusímaklefa sem í raun og veru er tíma rúms ferðavél eða “dimensionally transcendental time machine” köllum þetta bara símaklefa. þessi vél gat breitt utanverðu útliti alveg þar til að sá eiginleika bilaði og er sami dulbúningurinn búinn að vera á þessu skipi (skip ekki skip veit enginn hvernig þetta lýtur út) síðan serían byrjaði ef ég skil þetta rétt hóst hóst sparnaður hóst. þökk sér bláa lögregluklefans stendur tími og vegalengdir doctorinum ekki til fyrirstöðu í því að sjá allt sem honum langar til að sjá.
Kallinn er víst ekki mennskur en lítur samt nokkuð manneskjulega út fyrir utan þann eiginleika að geta endurlífgað sig. Við dauða sinn endurlífgar Doctorinns sig og getur hann gert þetta endalaust sem þíðir já ódauðleiki. þessi eiginleiki hefur sína kosti og galla. kostir: lifir að eilífu. gallar: í hvert sinn sem endurlífgun á sér stað breytist persónuleiki hans og útlit. Doctorinn kýs þó ekki að ráfa um heiminn eins síns liðs að eilífu og er hann vanur að hafa allavega einn ferðafélaga með sér til þess að upplifa hlutina með sér. Doctorinn passar sig samt á því að binda sig ekki neinum of tilfinningalega þar sem að allt í lífi hann er frákverfullt nema hann ;).

þessi uppsetning gefur þáttunum mikla möguleika. kver þáttur getur verið hvar sem er og kvenær sem er. í fortíð jarðarinnar, framtíð jarðarinnar, annarri blánetu eða bara hvar sem er kvenær sem er. Annað sem gerði það mögulegt að láta þættina ganga eins lengi og þeir gerðu er að doctorinn endurlífgast og við það tekur nýr leikari við hlutverkinu sem túlkar doctorinn eins og honum langar. ferðalangarnir breytast líka í gegnum þættina þannig að þættirnir eru ekki bundnir því að sömu leikararnir séu í þessu í já 27 ár. það fóru 7 leikarar með hlutverk doctorsinns í gömlu seríunni og voru margir aukaleikarar sem komu og fóru. 1998 var framleiðslu hætt og hefur serían leigið í dvala í um fimmtán ára (ef horft er framhjá kvikmyndinni árið 1996 “áttundi doctorinn”).

En nú er öldin önnur. BBC tekur þá ákvörðun að taka upp þráðinn upp á nýtt, doctorinn skyldi snúa til baka í símaklefanum sínum með nýtt andlit og nýjan persónuleika sem hann gerði. 2005 fóru nýu þættirnir í loftið með Christopher Eccleston sem aðal leikara. þættirnir urðu já óvart aftur vinsælir í Bretlandi og eru þetta nú einir af helstu þáttum sem Bretar flytja úr landi. sería 2 er í gangi í dag og er þetta bara orðið feiki vinsælt.

það er svona hitchhikers guide to the galaxy, highlander, twilight zone, Austin Powers lykt af þessu (allavega seríu tvö).

Fenst þetta hafa verið að fara pinku á mis við íslendinginn (kvað veit ég samt) svo ég mæli með að menn kíki á einn þátt og gefi kanski álit ;).

Kveðja Gjallandi….